fbpx
Mánudagur 29.apríl 2024
Fréttir

Erfitt að sitja undir hótunum Jóhönnu: „Þessar hótanir hafði Jóhanna stöðugt uppi“

Kristjón Kormákur Guðjónsson
Miðvikudaginn 28. september 2016 20:25

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Atli Gíslason lögmaður og fyrrverandi alþingismaður Vinstri grænna segir Jóhönnu Sigurðardóttur fyrrverandi forsætisráðherra og Steingrím J. Sigfússon þáverandi fjármálaráðherra hafa hótað samflokksmönnum og beitt blekkingum. Var það gert í þeim tilgangi til að fá þingmenn til að samþykkja að sækja um aðild að Evrópusambandinu. Segir Atli ferlið hafa verið kostulegt. Atli ræddi málin á Útvarpi Sögu í dag.

Þann 16. júlí árið 2009 samþykkti Alþingi með 33 atkvæðum gegn 28 að hefja aðildarviðræður við ESB. Tuttugu þingmenn Samfylkingar sögðu já og átta af fjórtán þingmönnum Vinstri grænna. Í mars mánuði 2015 tilkynnti Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra að Ísland væri ekki lengur í viðræðum um aðild að sambandinu. Var það harðlega gagnrýnt þar sem almenningur taldi að stjórnarflokkarnir hefðu gengið á bak orða sinna og svikið að þjóðin fengi að kjósa um málið.

Mynd: DV ehf / Sigtryggur Ari

Villikettir Atla

Atli sagði í samtali við Arnþrúði Karlsdóttur á Sögu að Steingrímur J. Sigfússon hefði sagt samflokksmönnum að ef þeir samþykktu að leggja fram umsókn yrði henni hent út af borðinu að átján mánuðum liðnum. Atli var í þættinum til að ræða bók sína Villikettirnir þar sem hann fjallar meðal annars um þingferil sinn og flokkinn sem hann sat á þingi fyrir, Vg.

„Hann [Steingrímur] sagði að málið yrði frá eftir 18 mánuði þar sem sjávarútvegskaflinn yrði aldrei samþykktur af okkur.“

Salurinn hló

Atli lýsir svo kosningunni á þessa leið.

„ … en síðan fór atkvæðagreiðslan fram og hún tók langan tíma. Það var út af því að menn gerðu grein fyrir atkvæði sínu. Í bókinni er það tekið upp hvort menn sögðu já eða nei. Kostulegasta atkvæðaskýringin á blaðsíðu 95 þar sem Svandís Svavarsdóttir gerir grein fyrir atkvæði sínu. Lýsir hún öllum megin boðum gegn Evrópusambandinu og endar með því að segja: „Ég segi já.“ Þingsalur stóð agndofa og horfði á hana og hugsaði: „Hún er bara að skipta um skoðun.“ Svo hló salurinn á eftir þegar jáið kom.“

Erfitt að sitja undir hótunum

Jafnframt segir Atli Jóhönnu ítrekað hafa beitt hótunum og undir þeim hafi verið erfitt að sitja.

„Ætlar þú að bera ábyrgð á því að fyrsta vinstri stjórn á Íslandi fellur? Þessar hótanir hafði Jóhanna stöðugt uppi við einstaklinga og aðra. Það var erfitt að sitja undir þessu.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Mölbrotnaði eftir að hafa hrasað um köttinn sem slapp ómeiddur

Mölbrotnaði eftir að hafa hrasað um köttinn sem slapp ómeiddur
Fréttir
Í gær

Segir Katrínu verða fyrir hatursfullum árásum – „Ein besta og heilsteyptasta manneskja sem ég hef kynnst“

Segir Katrínu verða fyrir hatursfullum árásum – „Ein besta og heilsteyptasta manneskja sem ég hef kynnst“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sjáðu myndbandið: Sverrir Einar handtekinn og leiddur út í járnum í miðbænum

Sjáðu myndbandið: Sverrir Einar handtekinn og leiddur út í járnum í miðbænum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Snorri og Patrik vekja hneykslun: Konan hugsi um börnin og karlinn um peningana – „Gömlukallaraus í ungum mönnum“

Snorri og Patrik vekja hneykslun: Konan hugsi um börnin og karlinn um peningana – „Gömlukallaraus í ungum mönnum“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Pálmatré raunhæft verkefni en aðeins eitt tré mun rísa

Pálmatré raunhæft verkefni en aðeins eitt tré mun rísa
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Kári Hansen skilaði inn meðmælum til forseta Íslands rafrænt

Kári Hansen skilaði inn meðmælum til forseta Íslands rafrænt