fbpx
Þriðjudagur 30.apríl 2024
Fréttir

Meirihluti landsmanna andvígur búvörusamningum

MMR kannaði afstöðu Íslendinga

Einar Þór Sigurðsson
Mánudaginn 26. september 2016 14:19

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

62,4 prósent þeirra sem svöruðu könnun MMR sögðust vera andvígir búvörusamningunum, en 16,3 prósent kváðust vera fylgjandi. MMR kannaði afstöðu Íslendinga til búvörusamninganna sem samþykktir voru á Alþingi þann 13. september síðastliðinn.

Í frétt á vef MMR þar sem fjallað er um könnunina kemur fram að töluverður munur hafi verið á afstöðu fólks gagnvart samningunum eftir aldri. Þannig voru þeir sem eldri eru líklegri til að vera fylgjandi búvörusamningunum.

„Sem dæmi sögðust 31% þeirra sem eru 68 ára eða eldri vera fylgjandi samningunum á meðan einungis 8% þeirra sem eru 29 ára eða yngri sögðust vera fylgjandi búvörusamningunum.
Einnig munaði miklu þegar afstaða var skoðuð eftir búsetu, en 28% þeirra sem búsett voru á landsbyggðinni sögðust vera fylgjandi búvörusamningunum en einungis 10% þeirra sem búsett voru á höfuðborgarsvæðinu,“ segir í frétt MMR.

Þá er stuðningsfólk Framsóknarflokksins langlíklegast til að vera fylgjandi búvörusamningunum, en 55 prósent þeirra sem styðja flokkinn kváðust vera fylgjandi samningunum. Þau sem sögðust styðja Samfylkinguna, Bjarta framtíð, Pírata og Viðreisn voru hins vegar ólíklegust til að vera fylgjandi samningunum, en yfir 75 prósent stuðningsfólks þessara flokka sögðsust andvíg samningunum.

985 einstaklingar, 18 ára og eldri, svöruðu könnun MMR sem var framkvæmd dagana 20. til 26. september.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Að öllu óbreyttu verður þetta endanlegur fjöldi forsetaframbjóðenda

Að öllu óbreyttu verður þetta endanlegur fjöldi forsetaframbjóðenda
Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Kveiks-fíaskóið vandræðalegt fyrir RÚV í ljósi tengsla útvarpsstjóra

Kveiks-fíaskóið vandræðalegt fyrir RÚV í ljósi tengsla útvarpsstjóra
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Snorri og Patrik vekja hneykslun: Konan hugsi um börnin og karlinn um peningana – „Gömlukallaraus í ungum mönnum“

Snorri og Patrik vekja hneykslun: Konan hugsi um börnin og karlinn um peningana – „Gömlukallaraus í ungum mönnum“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þetta er umfjöllunin sem María Sigrún fékk ekki birta í Kveik

Þetta er umfjöllunin sem María Sigrún fékk ekki birta í Kveik