fbpx
Föstudagur 03.maí 2024
Fréttir

Vilja styrkja viðskiptasamband Íslands og Nígeríu

Kristín Clausen
Þriðjudaginn 30. ágúst 2016 15:29

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Formlegur samstarfsvettvangur vegna viðskipta milli Íslands og Nígeríu er í burðarliðnum, eftir að utanríkisráðherra Nígeríu lýsti stuðningi við tillögu Lilju Alfreðsdóttur þess efnis á fundi þeirra í Abuja í Nígeríu.

Markmiðið er að styrkja viðskiptasamband ríkjanna, auka gagnkvæm viðskipti og kanna möguleikann á útflutningi á íslensku hugviti til Nígeríu, meðal annars í tæknilausnum í fiskvinnslu og útgerð. Þetta segir í fréttatilkynningu frá Utanríkisráðuneytinu.

Afar mikilvægur markaður

Í tilkynningunni kemur jafnframt fram að Nígería hafi um langt skeið verið afar mikilvægur markaður fyrir herta þorskhausa og annan þurrkaðan fisk frá Íslandi. Útflutningsverðmætin námu 13,8 milljörðum króna á síðasta ári og var Nígería þá annar stærsti útflutningsmarkaður íslenskra afurða utan Evrópu, næst á eftir Bandaríkjunum.

Á þessu ári hefur útflutningurinn hins vegar dregist saman um ríflega 60% vegna efnahagsþrenginga og tollahækkana. Nígería glímir við mikinn efnahagsvanda sökum verðfalls á olíu, sem er helsta útflutningsvaran. Vegna verðfallsins hafa tekjur nígeríska ríkisins lækkað um 70 %, samkvæmt upplýsingum frá Seðlabanka Nígeríu.

,,Frá árinu 2010 höfum við flutt út vörur til Nígeríu fyrir 75 milljarða króna og öllum ætti að vera ljóst hve mikilvæg þessi viðskipti eru fyrir íslenska þjóðarbúið. Varan er mikils metin hér í Nígeríu og ég finn fyrir miklum áhuga á því að styrkja samband þjóðanna til hagsbóta fyrir báða aðila. Nígeríumenn horfa til dæmis til þess árangurs sem náðst hefur á Íslandi við fullnýtingu á sjávarafurðum og þar kunna að vera tækifæri fyrir íslensk þekkingar- og nýsköpunarfyrirtæki,“ segir Lilja Alfreðsdóttir.

Geta ekki keypt gjaldeyri

Í tilkynningunni segir ennfremur að vegna reglna hjá Seðlabanka Nígeríu geta innflytjendur á íslenskum fiski ekki keypt gjaldeyri á opinberum markaði. Þess í stað þurfa þeir að afla hans á hliðarmarkaði og greiða þar hátt verð fyrir dollarann. Það hefur þrýst niður verðinu sem íslenskir fiskverkendur hafa fengið fyrir vöruna. Til viðbótar hefur innflutningstollur á sjávarafurðir fjórfaldast á undanförnum 18 mánuðum, úr 5% í 20%.

,,Þrátt fyrir krefjandi aðstæður virðast ráðamenn áhugasamir um að auðvelda viðskipti milli landanna, enda hafa þau staðið í áratugi og eru mikils metin beggja vegna borðsins. Ég er bjartsýn á að þetta stærsta hagkerfi Afríku muni rétta úr kútnum og hér séu mörg tækifæri til frekari viðskipta,“ segir Lilja.

Ræðir við ráðherra

Heimsókn Lilju Alfreðsdóttur til Nígeríu hófst í gær og henni lýkur á morgun. Hún mun ræða við fjóra ráðherra í ríkisstjórn Nígeríu um samskipti ríkjanna auk þess sem hún fundar með Seðlabankastjóra Nígeríu og hittir kaupendur íslenskra fiskafurða. Með í för eru fulltrúar þeirra fyrirtækja sem framleiða og selja þurrkaðar íslenskar sjávarafurðir til Nígeríu, sendiherra Íslands gagnvart Nígeríu (með aðsetur í London) og fulltrúar Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Framboð Viktors gilt
Fréttir
Í gær

Einn forsetaframbjóðandi gæti bæst við

Einn forsetaframbjóðandi gæti bæst við
Fréttir
Í gær

Mögulega ósakhæfur maður ákærður fyrir mjög gróf kynferðisbrot

Mögulega ósakhæfur maður ákærður fyrir mjög gróf kynferðisbrot
Fréttir
Í gær

Sjötta forsetakönnunin: Hvern vilt þú sjá sem næsta forseta Íslands?

Sjötta forsetakönnunin: Hvern vilt þú sjá sem næsta forseta Íslands?
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hlaupbangsabaróninn kominn á skilorð – Hingað til verið þekktur sem einn helsti bitcoin-sérfræðingur landsins

Hlaupbangsabaróninn kominn á skilorð – Hingað til verið þekktur sem einn helsti bitcoin-sérfræðingur landsins
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Karlmaður á fimmtugsaldri úrskurðaður í fjögurra vikna síbrotagæslu

Karlmaður á fimmtugsaldri úrskurðaður í fjögurra vikna síbrotagæslu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Víetnamski athafnamaðurinn Quang Le fórnarlamb hakkara – Dreifa einkaskilaboðum hans og þar á meðal rassamyndum úr World Class

Víetnamski athafnamaðurinn Quang Le fórnarlamb hakkara – Dreifa einkaskilaboðum hans og þar á meðal rassamyndum úr World Class
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Inga Sæland ekki sátt: „Efri árin eiga að vera gæðaár en ekki tími kvíða og óörygg­is“

Inga Sæland ekki sátt: „Efri árin eiga að vera gæðaár en ekki tími kvíða og óörygg­is“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sigríður Dögg segir að RÚV þurfi að gera betur: „Lítilsvirðing gagnvart konum á ekki að líðast“

Sigríður Dögg segir að RÚV þurfi að gera betur: „Lítilsvirðing gagnvart konum á ekki að líðast“