fbpx
Sunnudagur 28.apríl 2024
Fréttir

Bændur ósáttir: Endar með því að það verður ekkert lambakjöt til að selja

Einar Ófeigur Björnsson, bóndi í Kelduhverfi og stjórnarmaður í Bændasamtökum Íslands, ritar harðort bréf til Búsældar

Einar Þór Sigurðsson
Fimmtudaginn 25. ágúst 2016 17:21

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Ef þessi stefna verður ofan á í fyrirtækinu mun það leiða til þess að það verður sjálfhætt í rekstri Norðlenska þar sem að endingu verða alls engir sauðfjárbændur til og þar með ekkert fé til að slátra eða lambakjöt til að selja.“

Þetta segir Einar Ófeigur Björnsson, bóndi í Lóni í Kelduhverfi og stjórnarmaður í Bændasamtökum Íslands, í bréfi sem hann hefur sent stjórnarformanni Búsældar. Búsæld á allt hlutafé í Norðlenska.

Mynd: (C)All rights reserved – Rakel Osk Sigur?ardottir

Umdeild lækkun

Eins og DV.is greindi frá í dag eru bændir æfir vegna lækkunar Sláturfélags Vopnfirðinga og Norðlenska á afurðaverði til bænda. Norðlenska tilkynnti í gær að það hygðist greiða bændum 10 prósentum minna en áður fyrir lömb og 38 prósentum minna fyrir fullorðið fé. Sláturfélag Vopnfirðinga fylgdi svo í fótspor Norðlenska og boðaði tólf prósenta lækkun. Einar segir í samtali við DV að þessi ákvörðun valdi uppnámi í stéttinni og verið sé að skerða tekjur bænda verulega.

„Þetta er þannig að á þokkalega stóru búi eins og ég er með þá er þetta pakki upp á 800 þúsund krónur á ári. Þarna er verið að hirða af okkur stóran skerf af árstekjunum,“ segir hann.

Óttast afleiðingarnar

Landssamband sauðfjárbænda hefur lýst áhyggjum sínum af því að lækkunin muni hafi afdrifarík áhrif á sveitir landsins. Lækkun á lambakjöti sæti furðu í ljósi vaxandi eftirspurnar, góðra efnahagshorfa og hækkandi heimsmarkaðsverðs. Óttast sambandið að verslunin muni taka lækkunina til sín og hvorki neytendur né afurðastöðvarnar muni njóta góðs af henni.

Einar Ófeigur segir í bréfi sínu til Búsældar að ákvörðun Norðlenska valdi bændum miklum vonbrigðum. Hann birti bréf sitt í Facebook-hópi sauðfjárbænda þar sem hann lýsir óánægju sinni.

Sjálfhætt?

„Mér er fulljóst að rekstur afurðastöðva er ekki viðunandi eins og staðan er nú en ég tel að þessi viðbrögð séu alröng. Er það virkilega svo að Norðlenska sé búið að gefast upp á að reyna að ná fram hækkun til smásala á þessari vöru? Eigum við að búa við það sauðfjárbændur að bera uppi launa- og kostnaðarhækkanir hjá Norðlenska með því að fá sífellt minna í okkar hlut af endanlegu útsöluverði,“ spyr Einar og bætir við að ef þessi stefna verði ofan á verði sjálfhætt í rekstri Norðlenska. Engir sauðfjárbændur verði eftir og þar með ekkert fé til að slátra eða lambakjöt að selja.

„Ég skora á ykkur stjórnarmenn í Búsæld að beita ykkur fyrir því að verðákvörðunin verði endurskoðuð. Verði það ekki gert óska ég eftir að boðað verði til hluthafafundar í Búsæld sem allra fyrst. Þar gæfist bændum tækifæri til að ræða málið og meta hvort einhver grundvöllur er til að halda áfram rekstri sauðfjárbúa á svæðinu,“ segir hann.

Þá lýsir hann því yfir að hann sjái sér ekki fært að leggja inn hlutafé í Búsæld á komandi hausti. „Það er einfaldlega þannig að með þessu afurðaverði hef ég ekki efni á að braska í hlutfé og allra síst í fyrirtæki sem er með sínum aðgerðum að stefna að því að leggja niður verulegan hluta af starfsemi sinni,“ segir hann að lokum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Framsóknarmenn styðji ÁTVR og forvarnir – „Atlaga Sjálfstæðisflokksins að ÁTVR er ævintýraleg“

Framsóknarmenn styðji ÁTVR og forvarnir – „Atlaga Sjálfstæðisflokksins að ÁTVR er ævintýraleg“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Pálmatré raunhæft verkefni en aðeins eitt tré mun rísa

Pálmatré raunhæft verkefni en aðeins eitt tré mun rísa
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Grænkerar harma auglýsingar forsetaframbjóðenda – „Borða pulsur úr gösuðum þjáðum svínum“

Grænkerar harma auglýsingar forsetaframbjóðenda – „Borða pulsur úr gösuðum þjáðum svínum“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Mótmælin á Tenerife – Vill ekki ferðamenn með „allt-innifalið“ armbönd

Mótmælin á Tenerife – Vill ekki ferðamenn með „allt-innifalið“ armbönd