fbpx
Miðvikudagur 08.maí 2024
FréttirLeiðari

Ábyrgðarleysi til vinstri

Kolbrún Bergþórsdóttir
Þriðjudaginn 9. ágúst 2016 08:15

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Stjórnmálaflokkarnir eru, eins og þjóðin, að búa sig undir kosningar, þótt þeir séu misvel í stakk búnir til að leggja verk sín í dóm þjóðarinnar. Sjálfstæðisflokkurinn siglir nokkurn veginn lygnan sjó meðan Samfylkingin og Björt framtíð eru rústir einar, Píratar virðast skipulags- og agalausir og Framsóknarflokkurinn á í erfiðleikum vegna óljósrar stöðu formannsins. Ýmislegt bendir til að erfitt verði að mynda ríkisstjórn eftir kosningar. Katrín Jakobsdóttir, Oddný G. Harðardóttir og Birgitta Jónsdóttir, fulltrúar þriggja stjórnarandstöðuflokka, Vinstri grænna, Samfylkingar og Pírata, hafa ekki auðveldað málið með yfirlýsingu um að flokkar þeirra muni ekki starfa með Sjálfstæðisflokknum.

Stjórnmálaflokkar sækjast eftir ábyrgð en þeir verða líka að valda ábyrgðinni. Það er hvorki ábyrgðarfullt né skynsamlegt að útiloka fyrirfram kosti til stjórnarmyndunar – nema viðkomandi flokkur sé fasistaflokkur og það er Sjálfstæðisflokkurinn ekki. Sjálfstæðisflokkurinn er flokkur sem nýtur mikils fylgis og er stærsti eða næststærsti flokkur landsins í skoðanakönnunum og ekkert bendir til að það mun breytast eftir kosningar. Það má finna ýmsa galla við Sjálfstæðisflokkinn, eins og til dæmis þjónkun við útgerðarauðvaldið, en ekki er hann með öllu ótækur flokkur.

Með því að hafna samstarfi við Sjálfstæðisflokkinn eru fulltrúarnir þrír að boða vinstri stjórn undir forystu Katrínar Jakobsdóttur. Ekki er ástæða til að efast um hæfni Katrínar, hún hefur margsýnt að hún er traustsins verð og yrði glæsilegur forsætisráðherra. Vonandi yrðu afturhaldsöflin í Vinstri grænum um leið til friðs og færu ekki að koma á boðum og bönnum hér og þar og alls staðar.

Merkilegt er að fulltrúarnir þrír útiloka ekki samstarf við Framsóknarflokkinn, þótt ljóst sé að þeir hafi engan áhuga á að starfa með Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni í ríkisstjórn. Ástæðan er örugglega von um að formannsskipti verði í Framsóknarflokknum. Þessir þrír flokkar geta vel hugsað sér að vinna með flokki þar sem Sigurður Ingi Jóhannsson, Lilja Alfreðsdóttir eða Eygló Harðardóttir leiða og þætti sú síðastnefnda örugglega besti kosturinn.

Framsóknarflokkurinn er í ákveðnum vanda með Sigmund Davíð í brúnni. Sú skipan þrengir valmöguleika flokksins og útilokar að hann geti auðveldlega valið að starfa með vinstri flokkum í stað þess að halla sér til hægri. Eina von Framsóknarflokksins væri að fara í samstarf með Sjálfstæðisflokki og Viðreisn. Kannski er Viðreisn nú að taka að sér hlutverkið sem Framsóknarflokkurinn sinnti svo lengi, að vera flokkurinn sem aðrir flokkar leita til í stjórnarmyndunarviðræðum.

Skilaboðin sem fulltrúar Vinstri grænna, Samfylkingar og Pírata sendu eru skýr skilaboð um vinstristjórn. Það kemur ekki á óvart hvað tvo fyrrnefndu flokkana varðar, en það kemur á óvart að Píratar, sem tregðast hafa við að skilgreina sig til hægri eða vinstri, skuli hafa tekið af skarið og skilgreint sig sem vinstri sinnað afl. Kjósendur vita þá að hverju þeir ganga greiði þeir flokknum atkvæði.

Útspil þessara þriggja fulltrúa vinstri flokkanna var vanhugsað og ábyrgðarlaust og verður síst til að auðvelda stjórnarmyndun í haust.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Sauð upp úr hjá Dóru Björt og Ragnhildi Öldu – „Það er fáránlegt hvernig þú lætur. Þetta er alveg svakalegt með þig“

Sauð upp úr hjá Dóru Björt og Ragnhildi Öldu – „Það er fáránlegt hvernig þú lætur. Þetta er alveg svakalegt með þig“
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum
Hera úr leik
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Íslenskur flugdólgur um borð í vél frá Play handtekinn í Alicante

Íslenskur flugdólgur um borð í vél frá Play handtekinn í Alicante
Fréttir
Í gær

Staðreyndavillur í yfirlýsingu Reykjavíkurborgar um staðreyndavillur í innslagi Maríu Sigrúnar

Staðreyndavillur í yfirlýsingu Reykjavíkurborgar um staðreyndavillur í innslagi Maríu Sigrúnar
Fréttir
Í gær

Óli Palli ætlar ekki að horfa á Eurovision – Ísrael sé „hræðilegasta hrekkjusvín í öllum heiminum“

Óli Palli ætlar ekki að horfa á Eurovision – Ísrael sé „hræðilegasta hrekkjusvín í öllum heiminum“
Fréttir
Í gær

Ögmundur skilur ekkert í ritstjórn Kveiks – „Hvers vegna í ósköpunum var þessum fréttaskýringarþætti ekki tekið fagnandi?“

Ögmundur skilur ekkert í ritstjórn Kveiks – „Hvers vegna í ósköpunum var þessum fréttaskýringarþætti ekki tekið fagnandi?“
Fréttir
Í gær

Sagt upp eftir að hún krafðist leiðréttingar á kjörum sínum vegna meintrar mismununar

Sagt upp eftir að hún krafðist leiðréttingar á kjörum sínum vegna meintrar mismununar
Fréttir
Í gær

Fríkirkjan Kefas fær að standa – Lýður taldi sig eiga lóðina

Fríkirkjan Kefas fær að standa – Lýður taldi sig eiga lóðina