fbpx
Sunnudagur 28.apríl 2024
Fréttir

Einkarekni spítalinn í Mosfellsbæ: „Ummælin hryggja mig því það er ekkert til að rústa“

Íslendingar munu ekki fá aðhlynningu á spítalanum nema þeir séu með tryggingu hjá erlendu tryggingafélagi

Einar Þór Sigurðsson
Þriðjudaginn 26. júlí 2016 08:50

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Henri Middeldorp, stjórnarformaður félagsins MCPB ehf., sem hyggst byggja 30 þúsund fermetra byggingu í Mosfellsbæ sem mun hýsa einkarekna heilbrigðisstofnun og hótel, vísar ummælum sem Kári Stefánsson lét falla í gær til föðurhúsanna.

Kári sagði í aðsendri grein í Fréttablaðinu að spítalinn myndi rústa íslensku heilbrigðiskerfi. Þannig gæti farið svo að fjölmargir íslenskir heilbrigðisstarfsmenn myndu ráða sig í vinnu á umrætt sjúkrahús á sama tíma og erfitt er að manna stöður á íslenskum heilbrigðisstofnunum og sjúkrahúsum. „Útlendingaspítalinn myndi því rústa því sem eftir er af íslensku heilbrigðiskerfi og gera endurreisn þess margfalt erfiðari en ella,“ sagði Kári og bætti við að lífi og limum landsmanna stafaði hætta af þessum hugmyndum.

Ráðgerð er að spítalinn rísi á landi við Sólvelli í Mosfellsbæ sem er staðsett við Hafravatnsveg.

Henri Middeldorp er stjórnarformaður félagsins sem hyggst ráðast í uppbygginguna í Mosfellsbæ. Í viðtali í Fréttablaðinu í dag segir Henri að tilgangurinn sé ekki að grafa undan íslensku heilbrigðiskerfi.

„Hvernig getur þú grafið undan heilbrigðiskerfi ef kerfið er sjálft að grafa undir sér?“ spyr Middeldorp. „Ef fólk kvartar undan því að við séum að rústa einhverju þá þarf að vera eitthvað til þess að rústa, ef svo má segja,“ segir hann. Hann segir að honum hafi sárnað ummæli Kára. „Ummælin hryggja mig því það er ekkert til að rústa.“

Þá kemur fram í viðtalinu að Middeldorp ætli að setja sig í samband við fjárfesta í verkefninu og biðja um leyfi til að upplýsa um það hverjir standa að baki verkefninu. Hann segir verkefnið fjármagnað að fullu en áætlanir gera ráð fyrir að uppbyggingin muni kosta um 50 milljarða króna.

Loks segir Middeldorp að Íslendingar muni ekki fá þjónustu á sjúkrahúsinu nema þeir séu tryggðir af erlendu tryggingafélagi. Þá verði heilbrigðisstarfsfólkið erlent en fjöldi Íslendinga verði einnig ráðinn í önnur störf.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Sjáðu myndbandið: Sverrir Einar handtekinn og leiddur út í járnum í miðbænum

Sjáðu myndbandið: Sverrir Einar handtekinn og leiddur út í járnum í miðbænum
Fréttir
Í gær

Snorri og Patrik vekja hneykslun: Konan hugsi um börnin og karlinn um peningana – „Gömlukallaraus í ungum mönnum“

Snorri og Patrik vekja hneykslun: Konan hugsi um börnin og karlinn um peningana – „Gömlukallaraus í ungum mönnum“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Pálmatré raunhæft verkefni en aðeins eitt tré mun rísa

Pálmatré raunhæft verkefni en aðeins eitt tré mun rísa
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kári Hansen skilaði inn meðmælum til forseta Íslands rafrænt

Kári Hansen skilaði inn meðmælum til forseta Íslands rafrænt
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Reiði vegna skemmdarverks á Suðurgötu: Málið verður tilkynnt lögreglu – Sjáðu myndina

Reiði vegna skemmdarverks á Suðurgötu: Málið verður tilkynnt lögreglu – Sjáðu myndina
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Tveir Bretar hætt komnir á Íslandi: Grét þegar hann sagði frá slysinu – Vinur hans enn á spítala

Tveir Bretar hætt komnir á Íslandi: Grét þegar hann sagði frá slysinu – Vinur hans enn á spítala
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Mótmælin á Tenerife – Vill ekki ferðamenn með „allt-innifalið“ armbönd

Mótmælin á Tenerife – Vill ekki ferðamenn með „allt-innifalið“ armbönd
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Helga Þórisdóttir búin að ná meðmælendum

Helga Þórisdóttir búin að ná meðmælendum