fbpx
Miðvikudagur 24.apríl 2024
Fréttir

„Útlendingaspítalinn myndi rústa því sem eftir er af íslensku heilbrigðiskerfi“

Hugmyndir um einkarekna heilbrigðisstofnun í Mosfellsbæ umdeildar

Einar Þór Sigurðsson
Mánudaginn 25. júlí 2016 09:42

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Það sem alvarlegast er þó við hugmyndina um útlendingaspítalann er að honum er ætlað að ráða þúsund manns til starfa á sama tíma og okkur reynist erfitt að manna þær heilbrigðisstofnanir sem þjónusta landsmenn,“ segir Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, um þær áætlanir að reisa 30 þúsund fermetra byggingu í Mosfellsbæ sem mun hýsa einkarekna heilbrigðisstofnun og hótel.

Sitt sýnist hverjum um þessar áætlanir en bæjarráð Mosfellsbæjar samþykkti á fundi sínum fyrir helgi að heimila Haraldi Sverrissyni bæjarstjóra að undirrita samning við MCPB ehf. um úthlutun lóðar undir bygginguna.

MCPB ehf. er að mestu í eigu Burbanks Holding BV í Hollandi en forsvarsmenn félagsins hafa unnið að undirbúningi verkefnisins í nokkurn tíma. Uppbygging og rekstur verður í samstarfi við spænska hjartalækninn dr. Pedro Brugada og verður áherslan lögð á þjónustu við erlenda sjúklinga. Í tilkynningu sem Mosfellsbær sendi frá sér á fimmtudag kom fram að „starfsmeninni væri ekki ætlað að hafa nein áhrif á íslenska heilbrigðiskerfið“.

Þessu er Kári ósammála eins og sést berlega í grein sem hann ritar í Fréttablaðið í dag. Kári segir í grein sinni að stundum sé erfitt að átta sig á því hvers vegna undur og stórmerki gerast.

„Það er líka oftast ómögulegt að skilja eðli og afleiðingar undranna og stórmerkjanna nema maður fái svar við hvers vegna spurningunni. Til dæmis er erfitt að skilja þau undur og stórmerki að mönnum detti í hug að reisa 30.000 fermetra sjúkrahús í Mosfellsbæ til þess að þjónusta útlendinga án þess að vita hvers vegna: Ekki er það vegna þess að það sé til staðar á Íslandi sérþekking eða óvanaleg geta á því sviði sem sjúkrahúsinu er ætlað að starfa á vegna þess að forsvarsmenn þess eru búnir að segja okkur að allt slíkt muni koma að utan. Ekki er það vegna þess að Ísland sé staðsett nálægt þeim sjúklingum sem sjúkrahúsinu er ætlað að sinna,“ segir Kári og bætir við að fljúga yrði með sjúklinga til og frá landinu. Slíkt hið sama yrði að gera við sérfræðingana sem eiga að bera uppi læknisfræðina á staðnum.

Kári segir það athyglisvert að á meðal fjárhagslegra bakhjarla hugmyndarinnar séu aðilar sem hafa fjárfest í rekstri heilbrigðisstofnana í ríkjum þriðja heimsins.

„Það kæmi mér því ekki á óvart að þeir vildu reisa sjúkrahús á Íslandi vegna þess að þeir hefðu náð sér í ástæður til þess að ætla að hér á landi þyrftu menn ekki að uppfylla eins stíf skilyrði til þess að fá að reka sjúkrahús eins og annars staðar í Evrópu; þeir kæmust upp með meira hér en annars staðar,“ segir hann.

Kári segir að hugmyndin um „útlendingaspítala“ hér á landi geta haft slæm áhrif á íslenskt heilbrigðiskerfi. Þannig gæti farið svo að fjölmargir íslenskir heilbrigðisstarfsmenn myndu ráða sig í vinnu á umrætt sjúkrahús á sama tíma og erfitt er að manna stöður á íslenskum heilbrigðisstofnunum og sjúkrahúsum.

„Útlendingaspítalinn myndi því rústa því sem eftir er af íslensku heilbrigðiskerfi og gera endurreisn þess margfalt erfiðari en ella. Lífi og limum landsmanna steðjar því hætta af Brugada og hugmyndum hans um það hvernig hann geti gert sér fé úr heilbrigðisþjónustu á Íslandi,“ segir Kári sem skorar á Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra að koma í veg fyrir það að hugmyndinni verði hrint í framkvæmd. Kári endar grein sína á þessum orðum:

„Ég vil benda honum á að þegar ísbirnir ganga á land og lífi okkar og limum steðjar hætta af þeim leyfum við okkur að skjóta þá. Nú er ég ekki að leggja það til að við gerum hið sama við Brugada heldur að við förum að mannúðlegri tillögu Jóns Gnarr um birnina og svæfum hann og flytjum upp á Grænlandsjökul.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Slys við Dalveg: Bíl ekið inn í skrifstofu Útlendingastofnunnar

Slys við Dalveg: Bíl ekið inn í skrifstofu Útlendingastofnunnar
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Jólaskotárásin á Hvaleyrarholti – Faðirinn skýldi 9 ára dóttur sinni fyrir skothríðinni

Jólaskotárásin á Hvaleyrarholti – Faðirinn skýldi 9 ára dóttur sinni fyrir skothríðinni
Fréttir
Í gær

Ljósmyndaði nakinn mann í búningsklefa – Braut gróflega gegn kynferðislegri friðhelgi

Ljósmyndaði nakinn mann í búningsklefa – Braut gróflega gegn kynferðislegri friðhelgi
Fréttir
Í gær

Mætti tveimur rottum í Skeiðarvoginum í morgun

Mætti tveimur rottum í Skeiðarvoginum í morgun
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Grunur um manndráp á Akureyri

Grunur um manndráp á Akureyri
Fréttir
Fyrir 2 dögum

„Enn eitt dæmi um þær ógöngur sem mannanafnanefnd leiðist út í“

„Enn eitt dæmi um þær ógöngur sem mannanafnanefnd leiðist út í“