fbpx
Sunnudagur 05.maí 2024
Fréttir

Sigmar lenti í alvarlegu hjólreiðaslysi um helgina

„Staðan væri önnur ef hann hefði ekki verið með hjálminn á höfðinu“

Kristín Clausen
Miðvikudaginn 29. júní 2016 09:54

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Staðan væri önnur ef hann hefði ekki verið með hjálminn á höfðinu.“ Þetta segir Gerða Sigmarsdóttir en hún er móðir 13 ára drengs sem lenti í alvarlegu hjólreiðaslysi um helgina. Líkt og sjá má á myndunum sem fylgja fréttinni er nokkuð ljóst að hjálmur bjargaði lífi drengsins. Móðir hans vill koma þeim skilaboðum áleiðis til fólks að nota hjálminn.

Var sem betur fer með hjálm

Síðastliðinn sunnudag var drengurinn, Sigmar Breki, að hjóla í Bröttubrekku í Kópavogi þegar hann lenti fyrir bíl. Gerða segir í samtali við DV að þrátt fyrir að Sigmar hafi hlotið alvarlega áverka sé hann á batavegi.

Sigmar dvaldi í tvær nætur á Barnaspítala Hringsins eftir slysið en hann er brotinn á fjórum hryggjaliðum auk þess sem hann fékk heilahristing.

Gerða vill koma því á framfæri að slysið hafi ekki verið neinum að kenna. Hér að ofan má sjá myndir af hjálminum sem er mjög illa farinn eftir að Sigmar skall á jörðina.

Slysin gera ekki boð á undan sér

„Staðan væri önnur ef hjálmurinn hefði ekki verið á höfðinu. Held ég geti fullyrt að hann hafi bjargað lífi Sigmars,“ segir Gerða að lokum sem vill að fólk skoða myndirnar með það í huga að slysin gera ekki boð á undan sér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Íbúi í Laugardal orðinn þreyttur á suði frá sendidrónum AHA – Eigandi segir engan truflandi hávaða af drónunum

Íbúi í Laugardal orðinn þreyttur á suði frá sendidrónum AHA – Eigandi segir engan truflandi hávaða af drónunum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fordæma skemmdarverk á Útilegumanninum

Fordæma skemmdarverk á Útilegumanninum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Karl Arnar hristir hausinn: „Snúið fyr­ir einka­fyr­ir­tæki að standa í sam­keppni við djúpa vasa rík­is­ins“

Karl Arnar hristir hausinn: „Snúið fyr­ir einka­fyr­ir­tæki að standa í sam­keppni við djúpa vasa rík­is­ins“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kjartan vill að stakir frídagar verði færðir að helgum: Slíta í sundur vinnuvikuna og valda margvíslegu ónæði

Kjartan vill að stakir frídagar verði færðir að helgum: Slíta í sundur vinnuvikuna og valda margvíslegu ónæði