fbpx
Mánudagur 06.maí 2024
Fréttir

Auglýsing fyrir þvottaefni vekur ofsareiði vegna kynþáttafordóma

Ritstjórn DV
Sunnudaginn 29. maí 2016 23:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ung kona stendur í þvottahúsinu þegar þeldökkur maður gengur inn og blikkar hana. Hún kallar hann til sín og býr sig undir að smella á hann kossi en stingur upp í hann þvottaefni – og treður honum í vélina.

Svona hefst ný kínversk auglýsing sem vakið hefur athygli og ofsareiði undanfarna daga, bæði á samfélagsmiðlum í heimalandinu, og á vesturlöndum. Fyrirtækið Qiaobi, sem framleiðir þvottaefnið, hefur verið sakað um grófa kynþáttafordóma.

Það er ekki skrítið að sjá hvers vegna ef horft er á auglýsinguna til enda: Þegar unga konan opnar þvottavélina stígur út ungur kínverskur maður sem er ljós á hörund.

„Ég veit ekki mikið um þess auglýsingu,“ segir eigandi Qiaobi sem kallar sig Herra Xia. Í samtali við fréttastofu BBC í Kína segist hann ekki hafa gert sér grein fyrir því að auglýsingin einkenndist af kynþáttafordómum fyrr en sér hafi verið bent á það. „Ef ég á að segja eins og er, þá fylgdist ég ekki sérstaklega með auglýsingunni.“

Þetta er ekki eina nýlega dæmið um kynþáttafordóma gegn þeldökkum í Kína. Á síðasta ári mátti heyra gagnrýnisraddir þegar breytingar voru gerðar á plakati fyrir kvikmyndina Star Wars: The Force Awakens fyrir kínverskan markað. Þar mátti sjá að búið var að gera ansi lítið úr einni af aðal persónum myndarinnar, Finn, sem leikinn af John Boyega.

Hægra megin má sjá að Boyega fær töluvert minna pláss á kínverska plakatinu.
Hægra megin má sjá að Boyega fær töluvert minna pláss á kínverska plakatinu.

Auglýsingar af þessum toga eiga sér langa sögu og eru skilaboðin yfirleitt á þann veg að dökk húð sé „óhrein“ og ljós húð hreinni og ákjósanlegri. Í frétt CNN um málið segir að fordómar í garð hörundsdökkra séu nokkuð algengir víða í Kína.

En þessi tiltekna auglýsing frá Qiaobi virðist þó vera eftirherma af Ítalskri auglýsingu sem kom út fyrir nokkrum árum og var ekki síður umdeild. Þar fer ítalskur karlmaður ofan í þvottavélina og kemur út þeldökkur með skilaboð um að betra sé að vera í lit.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Til skoðunar að sekta ökumenn á nagladekkjum í vikunni – Getur reynst ökumönnum dýrt

Til skoðunar að sekta ökumenn á nagladekkjum í vikunni – Getur reynst ökumönnum dýrt
Fréttir
Í gær

Lesendur hafa talað: Þetta voru sigurvegarar kappræðnanna

Lesendur hafa talað: Þetta voru sigurvegarar kappræðnanna
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Skoðanakönnun: Hver stóð sig best í kappræðunum á RÚV?

Skoðanakönnun: Hver stóð sig best í kappræðunum á RÚV?
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Boris Johnson sendur af kjörstað með skottið milli lappanna

Boris Johnson sendur af kjörstað með skottið milli lappanna
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Bragi: Þjóðverjarnir á Keflavíkurflugvelli steinhissa – „That can‘t be right“

Bragi: Þjóðverjarnir á Keflavíkurflugvelli steinhissa – „That can‘t be right“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Segir að hestamannafélag hafi fengið svæði sem ætlað hafi verið íbúum í hjólhýsum og húsbílum

Segir að hestamannafélag hafi fengið svæði sem ætlað hafi verið íbúum í hjólhýsum og húsbílum