fbpx
Mánudagur 06.maí 2024
Fréttir

Lokaðir inni í búrum allt sitt líf: Gleðin var ósvikin þegar þeim var bjargað – magnað myndband

Voru notaðir sem tilraunadýr fyrir snyrtivöruframleiðendur

Einar Þór Sigurðsson
Fimmtudaginn 26. maí 2016 20:15

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Dýraverndunarsamtök hafa birt myndband af augnablikinu þegar 156 hundar sáu dagsins ljós í fyrsta skipti. Hundunum hafði verið haldið í litlum búrum nær allt sitt líf og notaðir sem tilraunadýr fyrir snyrtivöruframleiðendur.

Hundarnir, sem flestir eru á aldrinum tveggja til fimm ára, bjuggu á tilraunastofu í borginni Bangalore á Indlandi. Það voru fulltrúar dýraverndunarsamtakanna Compassion Unlimited Plus Action sem lögðu hönd á plóginn við að frelsa dýrin úr þessum miður skemmtilegu aðstæðum.

Óhætt er að segja að líf hundanna hafi breyst þann 16. maí síðastliðinn þegar yfirvöld í Bangalore höfnuðu beiðni forsvarsmanna tilraunastofunnar um að nota hundana áfram sem tilraunadýr og fyrirskipuðu að þeim skyldi sleppt. Dýraverndunarsamtökin höfðu barist fyrir því um nokkurt skeið að starfsemin yrði stöðvuð enda var velferð dýranna ekki beint höfð að leiðarljósi á umræddri tilraunastofu.

Forsvarsmenn samtakanna hafa undanfarna daga unnið að því að finna ný heimili fyrir hundana en áður en að því kemur munu sjö sjálfboðaliðar samtakanna þjálfa hundana til að gera þá reiðubúna fyrir hið venjulega líf og að umgangast og treysta fólki.

„Sumir eru enn varir um sig í kringum fólk. Þegar þeim var sleppt var augljóst að sumir voru hræddir, þeir höfðu aldrei litið dagsins ljós og þeirra heimur var mjög lítill. Sumir áttu erfitt með að ganga og hlaupa þar sem þeir höfðu aldrei gert það á meðan aðrir leituðu í skuggann og urðu smeykir þegar einhver nálgaðist þá,“ segir Chinthana Gopinath, sjálfboðaliði hjá samtökunum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Nuddstofa Mariu býður upp á eistnanudd – „Þetta er alveg eðlilegt, ég þurrka þetta bara og spyr hvort allt sé í lagi“

Nuddstofa Mariu býður upp á eistnanudd – „Þetta er alveg eðlilegt, ég þurrka þetta bara og spyr hvort allt sé í lagi“
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Dagur og Hildur tókust á um bensínstöðvalóðirnar – „Fullkomin vanhæfni, ábyrgðarleysi, fúsk og kæruleysi“

Dagur og Hildur tókust á um bensínstöðvalóðirnar – „Fullkomin vanhæfni, ábyrgðarleysi, fúsk og kæruleysi“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Skip Eimskips missti fimmtán gáma í sjóinn austan við Vestmannaeyjar og laskaðist – „Mannleg mistök“

Skip Eimskips missti fimmtán gáma í sjóinn austan við Vestmannaeyjar og laskaðist – „Mannleg mistök“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þetta hafði þjóðin að segja um kappræðurnar í kvöld – „Hjálp. Hjálpið mér. Ég á svo erfitt með þetta. Ég get samt ekki slökkt“

Þetta hafði þjóðin að segja um kappræðurnar í kvöld – „Hjálp. Hjálpið mér. Ég á svo erfitt með þetta. Ég get samt ekki slökkt“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Varð fyrir barðinu á svikara og þarf að borga Landsbankanum 300 þúsund krónur

Varð fyrir barðinu á svikara og þarf að borga Landsbankanum 300 þúsund krónur
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Eftir hörmulegt slys á Íslandi hefur hann þetta að segja um Landspítalann og starfsfólk hans

Eftir hörmulegt slys á Íslandi hefur hann þetta að segja um Landspítalann og starfsfólk hans