fbpx
Mánudagur 29.apríl 2024
Fréttir

Ágúst Bent dæmdur fyrir líkamsárás

Játaði að hafa ráðist að Friðriki Rafni Larsen á Loftinu

Auður Ösp
Mánudaginn 2. maí 2016 13:29

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Leikstjórinn og rapparinn Ágúst Bent var þann 19.febrúar síðastliðinn dæmdur tilað greiða Friðriki Rafni Larsen, stjórnarformanni ÍMARK, 488 þúsund krónur í skaðabætur vegna líkamsárásar. Þá hlaut Bent einnig skilorðsbundinn fangelsisdóm.

Þetta kemur fram á Vísi en líkt og DV greindi frá í janúar síðastliðnum átti umrædd árás sér stað á skemmtistaðnum Loftinu þann 14.mars í fyrra.

Var Bent ákærður fyrir að hafa ráðist á Friðrik og slegið hann ítrekuðum hnefahöggum í andlitið með þeim afleiðingum að hann hlaut ótilfært brot á vinstra nefbeini, bólgur og mar á nefi og augnsvæði og sprungna vör. Fjölmörg vitni voru að árásinni. Fyrir dómi játaði Bent að hafa ráðist á Friðrik og slegið hann en neitaði hins vegar afleiðingum árásarinnar. Lögfræðingur Friðriks setti fram kröfu um fjórar milljónir í skaðabætur.

Líkt og fram kemur í frétt Vísis mun Bent þurfa að greiða Friðriki 488 þúsund krónur í skaðabætur. Þá var hann dæmdur í 60 daga skilorðsbundið fangelsi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Viktor er óvænti forsetaframbjóðandinn: Safnaði 1.500 meðmælendum nánast í kyrrþey – Kostnaðurinn aðallega tími,bensín og sjoppusamlokur

Viktor er óvænti forsetaframbjóðandinn: Safnaði 1.500 meðmælendum nánast í kyrrþey – Kostnaðurinn aðallega tími,bensín og sjoppusamlokur
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ásdís Rán svaraði Heimi Má – „Ekki segja að ég geti það ekki, ég er hér núna“

Ásdís Rán svaraði Heimi Má – „Ekki segja að ég geti það ekki, ég er hér núna“