fbpx
Þriðjudagur 07.maí 2024
Fréttir

Bjarni hvass en hlakkar til kosninga: „Gríðarlegur árangur“ lagður undir kjósendur

Kristjón Kormákur Guðjónsson
Fimmtudaginn 28. apríl 2016 13:15

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fjármálaráðherra situr áfram og neitar að horfast í augu við hneykslið. Hlegið er að þingmálalista ríkisstjórnarinnar um allt land. Þetta sagði helgi Hjörvar, þingflokksformaður Samfylkingarinnar, í morgun. Hann hóf þingfund á að ræða um Panamaskjölin. Eyjan greinir frá málinu. Var nokkur æsingur og töluverður bjöllusláttur þegar þessi mál voru rædd í morgun í þinginu.

Helgi benti á að forsætisráðherra hefði sagt af sér en gagnrýndi að fjármálaráðherra sitji áfram þegar lægra settir menn en Bjarni hefðu sagt af sér.

Bjarni var til svars og sagðist hlakka til að leggja þann „gríðarlega árangur“ sem ríkisstjórnin hefur náð undir kjósendur í þingkosningum í haust, líkt og hann orðaði það. Bætti Bjarni við að ríkisstjórnin hefði ítrekað lýst fyrir stjórnarandstöðuflokkunum hvernig hún ætlaði að vinna og gengið yrði til kosninga í haust.

Þegar svo Róbert Marshall sagði: „Við erum stödd í miðju bílslysi sem sýnt er hægt og hæstvirtur fjármálaráðherra virðist ekki gera sér grein fyrir því að traustið er farið,“ svaraði Bjarni nokkuð hvass að vantrauststillaga hefði verið felld. Bjarni sagði kokhraustur:

„Staðreyndin er sú að stjórnarflokkarnir, þeir hlakka til fundar með kjósendum til þess að leggja fyrir kjósendur í þessu landi þann gríðarlega árangur sem áherslur ríkisstjórnarinnar hafa skilað fyrir landsmenn.“

Frétt Eyjunnar í heild sinni hér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Hefur áhyggjur af orðspori landsins og vill að ríkið grípi inn í: „Skólabókardæmi um misbeitingu á verkfallsréttinum“

Hefur áhyggjur af orðspori landsins og vill að ríkið grípi inn í: „Skólabókardæmi um misbeitingu á verkfallsréttinum“
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Stefán Einar svarar fyrir sig – Segir ómerkilega menn hafa ráðist á eiginkonu hans – „Þá skortir sómakennd til að sjá að sér“

Stefán Einar svarar fyrir sig – Segir ómerkilega menn hafa ráðist á eiginkonu hans – „Þá skortir sómakennd til að sjá að sér“