fbpx
Þriðjudagur 30.apríl 2024
Fréttir

Samkynhneigður í auglýsingu Icelandic Glacial

Bráðskemmtilegt myndband vekur athygli víða um heim – Skopstæling á gamalli Diet Coke auglýsingu

Ritstjórn DV
Laugardaginn 13. febrúar 2016 10:33

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ný auglýsing frá Icelandic Glacial hefur vakið mikla athygli á samfélagsmiðlum undanfarna daga. Samkynhneigðum manni bregður fyrir í auglýsingunni. Fyrirtækið er því komið í hóp fjölmargra stórfyrirtækja sem styðja opinberlega við réttindabaráttu samkynhneigðra.

Icelandic Glacial vatnið sem er selt víða um heim, en er flutt út frá Íslandi, frumsýndi auglýsingu í vikunni þar sem samkynhneigðum karlmanni bregður fyrir. Það þykir merkilegt fyrir baráttu samkynhneigðra að fá slíka viðurkenningu frá stórfyrirtæki. Auglýsingin hefur hlotið gríðarlega góðar viðtökur.

Eigandi fyrirtækisins og stjórnarformaður Icelandic Water Holdins hf, Jón Ólafsson, segist ánægður með auglýsinguna og jákvæð viðbrögð sem þau hafa fengið við henni.

„Fólk hefur rétt á að vera það sjálf. Það eru bara grunnmannréttindi,“ segir Jón í samtali við Gayiceland.is
Auglýsingin sýnir hóp kvenna ásamt einum samkynhneigðum manni standa við glugga og bíða eftir því að lögulegur karlmaður stígi upp úr sjónum og fái sér vatnssopa. Auglýsingin er stæling á gamalli auglýsingu frá Diet Coke frá árinu 1983, en í þeirri útgáfu voru það eingöngu gagnkynhneigðar konur sem góndu á myndarlega manninn á ströndinni.

Með auglýsingunni er fyrirtækið komið í hóp stórfyrirtækja á borð við Tylenol, Macy´s, American Airlines og IKEA sem eiga það sameiginlegt að samkynhneigðir einstaklingar hafa komið við sögu í auglýsingum þeirra.

Auglýsing Icelandic Glacial sem var aðeins dreift á samfélagsmiðlum hefur fengið mjög góð viðbrögð. Meira en 600 þúsund hafa séð myndbandið á Facebook og og yfir 50 þúsund einstaklingar á YouTube og Instagram.

[youtube https://www.youtube.com/watch?v=s1OTJrnkc48&w=640&h=360]

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Að öllu óbreyttu verður þetta endanlegur fjöldi forsetaframbjóðenda

Að öllu óbreyttu verður þetta endanlegur fjöldi forsetaframbjóðenda
Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Kveiks-fíaskóið vandræðalegt fyrir RÚV í ljósi tengsla útvarpsstjóra

Kveiks-fíaskóið vandræðalegt fyrir RÚV í ljósi tengsla útvarpsstjóra
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Snorri og Patrik vekja hneykslun: Konan hugsi um börnin og karlinn um peningana – „Gömlukallaraus í ungum mönnum“

Snorri og Patrik vekja hneykslun: Konan hugsi um börnin og karlinn um peningana – „Gömlukallaraus í ungum mönnum“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þetta er umfjöllunin sem María Sigrún fékk ekki birta í Kveik

Þetta er umfjöllunin sem María Sigrún fékk ekki birta í Kveik