fbpx
Þriðjudagur 30.apríl 2024
Fréttir

Verða fyrir óþægindum vegna vetrarfría í skólum

„Óþægindi, stress og leiðindi fyrir börn, foreldra og fyrirtæki“

Einar Þór Sigurðsson
Miðvikudaginn 10. febrúar 2016 13:26

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Rétt um helmingur aðildarfyrirtækja Félags atvinnurekenda hefur orðið fyrir óþægindum vegna vetrarfría í leik- og grunnskólum, samkvæmt niðurstöðum könnunar sem gerð var meðal félagsmanna. Nánar tiltekið hafa 49 prósent orðið fyrir óþægindum.

Þetta kemur fram í frétt á heimasíðu félagsins.

„Félag atvinnurekenda og fleiri samtök í atvinnulífinu hafa gagnrýnt að vetrarfríin skuli hafa verið sett á án nokkurs samráðs við atvinnurekendur. Þrátt fyrir yfirlýst markmið um að fjölga samverustundum barna og foreldra verður niðurstaðan oft önnur; ekki geta allir foreldrar tekið sér frí og niðurstaðan verður óþægindi, stress og leiðindi fyrir börn, foreldra og fyrirtæki,“ segir í fréttinni.

Þá kemur fram að talsvert sé um að foreldrar séu farnir að geyma sumarleyfisdaga til að nota í vetrarfríi barnanna, en niðurstaðan af því er ekki fleiri samverustundir barna og foreldra, heldur frekar að sameiginlegt frí fjölskyldunnar dreifist meira yfir árið.

Könnunin var gerð dagana 19. til 26. janúar síðastliðinn. Hún var send til forsvarsmanna 150 fyrirtækja með beina félagsaðild og svöruðu 94, eða 62,7 prósent.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Að öllu óbreyttu verður þetta endanlegur fjöldi forsetaframbjóðenda

Að öllu óbreyttu verður þetta endanlegur fjöldi forsetaframbjóðenda
Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Kveiks-fíaskóið vandræðalegt fyrir RÚV í ljósi tengsla útvarpsstjóra

Kveiks-fíaskóið vandræðalegt fyrir RÚV í ljósi tengsla útvarpsstjóra
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Snorri og Patrik vekja hneykslun: Konan hugsi um börnin og karlinn um peningana – „Gömlukallaraus í ungum mönnum“

Snorri og Patrik vekja hneykslun: Konan hugsi um börnin og karlinn um peningana – „Gömlukallaraus í ungum mönnum“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þetta er umfjöllunin sem María Sigrún fékk ekki birta í Kveik

Þetta er umfjöllunin sem María Sigrún fékk ekki birta í Kveik