fbpx
Mánudagur 29.apríl 2024
Fréttir

Suður-Kórea lokar einni helstu tekjulind Norður-Kóreu

Hætta starfsemi á Kaesong-svæðinu í kjölfar eldflaugatilrauna Norður-Kóreumanna – Eina samstarf þjóðanna að ljúka

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 10. febrúar 2016 10:17

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Suður-Kóreumenn hafa ákveðið að hætta allri starfsemi á Kaesong-svæðinu í kjölfar kjarnorku og eldflaugatilrauna nágranna þeirra í Norður-Kóreu.

Kaesong er iðnaðarsvæði í Norður-Kóreu, rétt við landamæri landanna, en svæðinu er sameiginlega stjórnað af Norður- og Suður-Kóreu. Þar með lýkur eina samstarfi þjóðanna á Kóreuskaganum.

Frá þessu er greint á vef BBC en ákvörðunin er liður í refsiaðgerðum gegn Norður-Kóreu.

Á svæðinu eru 127 fyrirtæki frá Suður-Kóreu með starfsemi og hafa þau notað ódýrt vinnuafl frá Norður-Kóreu við ýmiskonar framleiðslu. Svæðið er afar mikilvægt fyrir efnahag Norður-Kóreu og ein helsta tekjulind þjóðarinnar. Ljóst er að Norður-Kórea mun verða af hundruð milljónum dollara vegna aðgerða nágranna sinna í Suður-Kóreu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Að öllu óbreyttu verður þetta endanlegur fjöldi forsetaframbjóðenda

Að öllu óbreyttu verður þetta endanlegur fjöldi forsetaframbjóðenda
Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Kveiks-fíaskóið vandræðalegt fyrir RÚV í ljósi tengsla útvarpsstjóra

Kveiks-fíaskóið vandræðalegt fyrir RÚV í ljósi tengsla útvarpsstjóra
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Snorri og Patrik vekja hneykslun: Konan hugsi um börnin og karlinn um peningana – „Gömlukallaraus í ungum mönnum“

Snorri og Patrik vekja hneykslun: Konan hugsi um börnin og karlinn um peningana – „Gömlukallaraus í ungum mönnum“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þetta er umfjöllunin sem María Sigrún fékk ekki birta í Kveik

Þetta er umfjöllunin sem María Sigrún fékk ekki birta í Kveik