fbpx
Sunnudagur 28.apríl 2024
Fréttir

Endurkoma hersins: „Ekkert í myndinni að hér verði tvö til þrjú þúsund manns“

Utanríkisráðherra segir að stöðugt sé rætt við bandarísk stjórnvöld um varnir Íslands – „Mjög auðvelt að misskilja þessa hluti“

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 10. febrúar 2016 10:39

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Gunnar Bragi Sveinsson, utanríkisráðherra, segir að ekki hafi verið rætt að fjölmennt herlið Bandaríkjamanna muni hafa hér fasta setu líkt og hann gerði um árabil.

„Það er ekkert í myndinni að hér verði tvö til þrjú þúsund manns með fasta viðveru og fullt af vélum. Það er mjög auðvelt að misskilja þessa hluti.“

Frá þessu greindi Gunnar Bragi í Morgunútvarpi Rásar 2 í morgun. Þar sagði hann hins vegar að sé stöðugt rætt um varnir Íslands við bandarísk stjórnvöld.

Greint frá því í gær að bandaríski herinn hefði óskað eftir fjármagni til þess að koma sér upp aðstöðu á gömlu herstöðinni á Keflavíkurflugvelli samkvæmt bandaríska hertímaritinu Stars and Stripes.

Sjá einnig: Bandaríski herinn vill koma aftur til Reykjanesbæjar

Gunnar Bragi sagði að engar viðræður hafi átt sér stað á milli íslenskra og bandaríska stjórnvalda um að bandaríski herinn verði hér aftur til lengri tíma. Gunnar gat þó ekki sagt hvort að þær viðræður myndu hefjast á næstunni.

„Við vitum ekki hvað gerist í framtíðinni, það er breytt öryggisumhverfi í Evrópu. Við verðum bara að sjá hvað setur. En ef það á að fara í útvíkkun á þessari starfsemi sem þarna er þá þarf að ræða það við okkur.“

Í grein Stars and Stripes segir að herinn vilji koma upp aðstöðu hér á landi en um er að ræða tímabundið eftirlit P-8A Poseidon eftirlitsflugvéla til þess að fylgjast með kafbátaumferð um Atlantshafið.

Gunnar sagði að undanfarin tvö til þrjú ár hafi umferð slíkra flugvéla um Keflavíkurflugvöll aukist og að íslensk stjórnvöld hafi lagt áherslu á að meiri vöktun við landið. Í loftrýmisgæslu við Ísland eru nú þrjár vaktir og gerir Gunnar ráð fyrir að þeim muni fjölga.

„Við gerum ráð fyrir og höfum óskað eftir að þær verði fjórar árið 2017. Við fögnum því líka að það verði aukin umsvif. Það styrkir okkar varnir og okkar öryggi,“ sagði Gunnar Bragi og bætti við síðar í viðtalinu:

„Þarna er einfaldlega verið að tala um að gera nauðsynlegar breytingar á flugskýlum svo að nýrri vélar geti komið og fengið viðhald og slíkt.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Sjáðu myndbandið: Sverrir Einar handtekinn og leiddur út í járnum í miðbænum

Sjáðu myndbandið: Sverrir Einar handtekinn og leiddur út í járnum í miðbænum
Fréttir
Í gær

Snorri og Patrik vekja hneykslun: Konan hugsi um börnin og karlinn um peningana – „Gömlukallaraus í ungum mönnum“

Snorri og Patrik vekja hneykslun: Konan hugsi um börnin og karlinn um peningana – „Gömlukallaraus í ungum mönnum“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Pálmatré raunhæft verkefni en aðeins eitt tré mun rísa

Pálmatré raunhæft verkefni en aðeins eitt tré mun rísa
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kári Hansen skilaði inn meðmælum til forseta Íslands rafrænt

Kári Hansen skilaði inn meðmælum til forseta Íslands rafrænt
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Reiði vegna skemmdarverks á Suðurgötu: Málið verður tilkynnt lögreglu – Sjáðu myndina

Reiði vegna skemmdarverks á Suðurgötu: Málið verður tilkynnt lögreglu – Sjáðu myndina
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Tveir Bretar hætt komnir á Íslandi: Grét þegar hann sagði frá slysinu – Vinur hans enn á spítala

Tveir Bretar hætt komnir á Íslandi: Grét þegar hann sagði frá slysinu – Vinur hans enn á spítala
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Mótmælin á Tenerife – Vill ekki ferðamenn með „allt-innifalið“ armbönd

Mótmælin á Tenerife – Vill ekki ferðamenn með „allt-innifalið“ armbönd
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Helga Þórisdóttir búin að ná meðmælendum

Helga Þórisdóttir búin að ná meðmælendum