fbpx
Mánudagur 06.maí 2024
Fréttir

Neikvæð samskipti – ekki staðfest einelti innan ÍBV

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 9. febrúar 2016 21:24

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Utanaðkomandi sérfræðingar komust að þeirri niðurstöðu að ekki sé um einelti að ræða innan vébanda íþróttafélagsins ÍBV í Vestmannaeyjum, heldur sé um neikvæð samskipti innan hópsins að ræða. Þetta kemur fram í tilkynningu sem meðal annars eyjar.net greinir frá.

DV greindi frá málinu í janúar en þar sagði að alvarlegt eineltismál hjá handboltadeild ÍBV væri til skoðunar. Um væri að ræða einelti sem piltar hjá meistaraflokki og öðrum flokki karla hefðu orðið fyrir.

Samkvæmt heimildum DV var um alvarlegt einelti að ræða og því voru utanaðkomandi fagaðilar fengnir til að rannsaka og leysa málið.

Eyjar.net vöku fyrst athygli á málinu en þá kom fram að Arnar Pétursson, þjálfari meistaraflokks karla í handbolta, hefði ákveðið að taka sér tímabundið leyfi frá þjálfun. Ástæðan fyrir því að Arnar ákvað að stíga til hliðar var vegna gruns um einelti innan æfingahóps félagsins.

Í niðurstöðu eineltisathugunar hjá ÍBV sagði orðrétt:

„Niðurstöður þessarar athugunar eru þær að ekki sé hægt að fullyrða að um einelti hafi verið að ræða skv. skilgreiningu þess í reglugerð nr. 1009/2015.

Hins vegar er ljóst að neikvæð samskipti innan hópsins hafi verið til staðar um nokkurn tíma og komið niður á liðsheildinni og samskiptamáta liðsmanna.“

Svo segir að stjórn ÍBV Íþróttafélags vilji brýna fyrir fólki að varast rætni, illmælgi og sleggjudóma í tengslum við þetta viðkvæma mál.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Nuddstofa Mariu býður upp á eistnanudd – „Þetta er alveg eðlilegt, ég þurrka þetta bara og spyr hvort allt sé í lagi“

Nuddstofa Mariu býður upp á eistnanudd – „Þetta er alveg eðlilegt, ég þurrka þetta bara og spyr hvort allt sé í lagi“
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Dagur og Hildur tókust á um bensínstöðvalóðirnar – „Fullkomin vanhæfni, ábyrgðarleysi, fúsk og kæruleysi“

Dagur og Hildur tókust á um bensínstöðvalóðirnar – „Fullkomin vanhæfni, ábyrgðarleysi, fúsk og kæruleysi“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Skip Eimskips missti fimmtán gáma í sjóinn austan við Vestmannaeyjar og laskaðist – „Mannleg mistök“

Skip Eimskips missti fimmtán gáma í sjóinn austan við Vestmannaeyjar og laskaðist – „Mannleg mistök“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þetta hafði þjóðin að segja um kappræðurnar í kvöld – „Hjálp. Hjálpið mér. Ég á svo erfitt með þetta. Ég get samt ekki slökkt“

Þetta hafði þjóðin að segja um kappræðurnar í kvöld – „Hjálp. Hjálpið mér. Ég á svo erfitt með þetta. Ég get samt ekki slökkt“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Varð fyrir barðinu á svikara og þarf að borga Landsbankanum 300 þúsund krónur

Varð fyrir barðinu á svikara og þarf að borga Landsbankanum 300 þúsund krónur
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Eftir hörmulegt slys á Íslandi hefur hann þetta að segja um Landspítalann og starfsfólk hans

Eftir hörmulegt slys á Íslandi hefur hann þetta að segja um Landspítalann og starfsfólk hans