fbpx
Miðvikudagur 08.maí 2024
Fréttir

Styrkir rannsóknir vegna ofbeldis gegn fötluðum börnum

Ritstjórn DV
Mánudaginn 8. febrúar 2016 19:49

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eygló Harðardóttir, félags- og húsnæðismálaráðherra, hefur ákveðið að veita Barnaverndarstofu þriggja milljóna króna framlag til að styrkja rannsókn og meðferð mála þegar grunur er um að fatlað barn hafi sætt ofbeldi. Þetta kemur fram á vef ráðuneytisins.

Efnt verður til heils dags ráðstefnu þar sem fagfólki sem aðkomu hefur að þessum málum verður veitt almenn fræðsla til að auka vitund þess og þekkingu á þessu sviði og veita leiðbeiningar um viðeigandi viðbrögð. Í kjölfarið verður haldið námskeið um efnið fyrir starfsfólk stofnana sem vinnur að málefnum fatlaðs fólks og annað námskeið fyrir starfsfólk Barnahúss þar sem fjallað verður um rannsókn og meðferð þessara mála.

Ráðherra segir öllum orðið ljóst hvað ofbeldi er alvarleg meinsemd í samfélaginu. Það hafi m.a. sýnt sig í því hve mikill og vítækur áhugi er fyrir virkri þátttöku í landssamráði gegn ofbeldi sem hófst formlega síðastliðið haust. Samráðið er byggð á samstarfsyfirlýsinguþriggja ráðherra sem undirrituð var fyrir rúmu ári um aðgerðir gegn ofbeldi og afleiðingum þess.

„Ofbeldi er alltaf alvarlegt en við vitum líka að sumir hópar eru líklegri en aðrir til þess að sæta ofbeldi og eiga jafnframt erfiðara með að sækja sér hjálp. Fötluð börn eru viðkvæmur hópur hvað þetta varðar og því þarf að beina sjónum að þeim sérstaklega“ segir Eygló Harðardóttir, félags- og húsnæðismálaráðherra.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Sagt upp eftir að hún krafðist leiðréttingar á kjörum sínum vegna meintrar mismununar

Sagt upp eftir að hún krafðist leiðréttingar á kjörum sínum vegna meintrar mismununar
Fréttir
Í gær

Fríkirkjan Kefas fær að standa – Lýður taldi sig eiga lóðina

Fríkirkjan Kefas fær að standa – Lýður taldi sig eiga lóðina
Fréttir
Í gær

Hefur áhyggjur af orðspori landsins og vill að ríkið grípi inn í: „Skólabókardæmi um misbeitingu á verkfallsréttinum“

Hefur áhyggjur af orðspori landsins og vill að ríkið grípi inn í: „Skólabókardæmi um misbeitingu á verkfallsréttinum“
Fréttir
Í gær

Stefán Einar svarar fyrir sig – Segir ómerkilega menn hafa ráðist á eiginkonu hans – „Þá skortir sómakennd til að sjá að sér“

Stefán Einar svarar fyrir sig – Segir ómerkilega menn hafa ráðist á eiginkonu hans – „Þá skortir sómakennd til að sjá að sér“