fbpx
Þriðjudagur 07.maí 2024
Fréttir

Reykjavík þriðja hamingjuríkasta borgin í Evrópu

Ágúst Borgþór Sverrisson
Sunnudaginn 7. febrúar 2016 21:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Evrópuráðið lét nýlega gera viðamikla könnum þar sem íbúar hinna ýmsu borga Evrópu eru spurðir út í hve ánægðir þeir eru með lífið. Nokkra athygli vekur að mesta hamingjan ríkir ekki í stóru heimsborgunum heldur í smærri borgum Evrópu. Þannig er sú borg sem nær hæsta hamingjustuðlinum Álaborg í Danmörku. 72% aðspurðra íbúa í þeirri borg sögðust vera mjög ánægðir með líf sitt og 24% ánægðir.

Kaupmannahöfn er síðan í öðru sæti á listanum og mætti af þessu ráði að því fylgi mikil hamingja að búa í Danmörku . 67% aðspurðra þátttakenda í könnuninni í Kaupmannahöfn sögðust vera mjög ánægðir með lífið.
Reykjavík er síðan í þriðja sæti en þar eru 66% mjög ánægðir og 31% ánægðir.

Zürich í Sviss er í fjórða sæti, Graz í Austurríki í því fimmta, Oslo í Noregi er í sjötta sæti, Malmö í Svíþjóð í sjöunda, München í Þýskalandi er í 8. sæti og hamingjuríkasta þýska borgin á listanum, Vín í Austurríki er í 9. sæti og Newcastle er í 10. sæti og þar með sú borg á Englandi þar sem mest hamigja ríkir.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Hefur áhyggjur af orðspori landsins og vill að ríkið grípi inn í: „Skólabókardæmi um misbeitingu á verkfallsréttinum“

Hefur áhyggjur af orðspori landsins og vill að ríkið grípi inn í: „Skólabókardæmi um misbeitingu á verkfallsréttinum“
Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Stefán Einar svarar fyrir sig – Segir ómerkilega menn hafa ráðist á eiginkonu hans – „Þá skortir sómakennd til að sjá að sér“

Stefán Einar svarar fyrir sig – Segir ómerkilega menn hafa ráðist á eiginkonu hans – „Þá skortir sómakennd til að sjá að sér“