fbpx
Sunnudagur 05.maí 2024

Sophie Turner: „Ég elska sál, ekki kyn“ – Vill að Sansa Stark sé tvíkynhneigð og endi með Aryu

Ritstjórn Bleikt
Miðvikudaginn 27. mars 2019 12:30

Sophie Turner

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Game of Thrones stjarnan Sophie Turner opnar sig um kynhneigð sína í viðtali við Rolling Stones á dögunum. Leikkonan talar einnig um unnusta sinn, Joe Jonas.

„Ég held að þegar þú hefur fundið réttu manneskjuna, þá bara veistu það. Mér finnst eins og ég sé mikið eldri sál heldur en ég er gömul. Mér finnst eins og ég hef lifað nógu lengi til að vita það. Ég hef kynnst nógu mörgum strákum til að vita það, ég hef kynnst nógu mörgum stelpum til að vita það,“ segir Sophie.

„Allir prófa. Það er hluti af því að þroskast. Ég elska sál, ekki kyn.“

Sophie ásamt unnusta sínum Joe Jonas.

Sophie hefur áður gefið til kynna að hún sé ekki gagnkynhneigð en hefur sagt að hún vill ekki flokka sig (e. label).“

„Það er flokkur fyrir allt núna, sem er í lagi, því sumir þurfa á því að halda. Ég hef aldrei setið og hugsað um kynhneigð mína í marga klukkutíma. Þetta er eins og Shailene Woodley sagði: „Ég verð ástfangin af persónuleikum og ekki fólki eða kyn þeirra,“ segir Sophie.

„Ég er ekkert á móti fólk sem vill flokka sig, en mér finnst líka að það komi engum við. Gerðu það sem þú vilt.“

Sophie Turner og Maisie Williams.

Kyssir skjásystur sína

Í öðru viðtali við Glamour fyrr í mánuðinum sagði Sophie að hún elskar að kyssa meðleikara sinn Maisie Williams, sem leikur Aryu Stark í Game of Thrones. Sophie sagði einnig að fólk héldi oft að þær væru par því þær eru svo nánar.

„Þó svo að við séum systur [í Game of Thrones] þá reyndum við að sníkja inn kossi í hvert atriði sem við gerðum saman til að fríka aðra út. Það hélt þeim á tánum að fylgjast með handritinu,“ sagði Sophie.

Leikkonan hefur einnig sagt að hún vill að Sansa Stark sé tvíkynhneigð. „Í Game of Thrones heiminum þá held ég að hún verði að fara í hina áttina því þessir karlmenn eru ekki að virka fyrir hana.“

Aðspurð hverjum hún vill að Sansa endi með svaraði hún: „Örugglega Margaery, eða Aryu, ég myndi vilja sjá það gerast. Ég myndi elska ástaratriði milli Aryu og Sönsu.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Virðist ætla að selja fjölmarga í sumar – ,,Svo það gerist þá þurfa leikmenn að fara annað“

Virðist ætla að selja fjölmarga í sumar – ,,Svo það gerist þá þurfa leikmenn að fara annað“
Pressan
Fyrir 10 klukkutímum

Notar þú samfélagsmiðla mikið? – Þá erum við með góðar fréttir fyrir þig

Notar þú samfélagsmiðla mikið? – Þá erum við með góðar fréttir fyrir þig
Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins húðskammar flokkinn sinn – Orðinn hundleiður á að ósanngjörnum sköttum og sýndarstjórnmálum „sem enginn kaupir lengur“

Bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins húðskammar flokkinn sinn – Orðinn hundleiður á að ósanngjörnum sköttum og sýndarstjórnmálum „sem enginn kaupir lengur“
Pressan
Fyrir 14 klukkutímum

Merk uppgötvun í 100 ára ómerktri gröf í kirkjugarði við geðsjúkrahús

Merk uppgötvun í 100 ára ómerktri gröf í kirkjugarði við geðsjúkrahús
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

UEFA staðfestir breytingarnar – Frábærar fréttir fyrir EM í Þýskalandi

UEFA staðfestir breytingarnar – Frábærar fréttir fyrir EM í Þýskalandi
Fókus
Fyrir 16 klukkutímum

Lítt þekkt ættartengsl: Gullslegni athafnamaðurinn á b5 og einn af Klúbbsmönnunum úr Guðmundar- og Geirfinnsmálinu

Lítt þekkt ættartengsl: Gullslegni athafnamaðurinn á b5 og einn af Klúbbsmönnunum úr Guðmundar- og Geirfinnsmálinu

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.