fbpx
Fimmtudagur 18.apríl 2024

Eftir þrjú erfið ár gerðist kraftaverkið – Ása Hulda: „Ekki gefast upp“

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Miðvikudaginn 8. janúar 2020 14:01

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Ég hef beðið eftir þessum degi í svo langan tíma og ég viðurkenni að þessar tólf vikur hafa liðið eins og heil eilífð. Það gleður mig að segja að það er loksins komið að þessu, við hjónin eigum von á litlu kríli í júlí,“ segir Ása Hulda viðskiptafræðingur, módel fitnesskeppandi og CrossFittari.

Ása Hulda og eiginmaður hennar hafa verið mjög opin um ófrjósemi sem þau hafa glímt við síðastliðin ár. Ása Hulda er bloggari á Lady.is og hefur skrifað nokkrar færslur um það sem má lesa með því að smella hér og hér.

Nýjasta færsla hennar er sannkölluð gleðifærsla, en þar tilkynnir hún um kraftaverkið sem vex inn í henni.

Hún gaf DV góðfúslegt leyfi að deila gleðifréttunum með lesendum. Við gefum henni orðið.

Erfið ár að baki

„Þrjú ár af stanslausum tilraunum til að eignast barn sem við gætum bæði staðfest að hafi verið virkilega erfið fyrir okkur bæði.

Þessi ár fólu í sér kviðarholsspeglun, HSG mælingu sem leiddi til sýkingar í eggjaleiðurum hjá mér og tilheyrandi sársauka, allskonar sterkum hormónatöflum sem ég þurfti að taka í hverjum mánuði sem létu mér líða illa nánast daglega. Ég viðurkenni að það komu tímar sem mig langaði bara að gefast upp, öll þessi lyf fóru svo illa í mig og mér leið rosalega illa. Suma daga var ég svo langt niðri að ég gat ekki hætt að gráta og hélt þetta myndi aldrei ganga. Þá var gott að eiga góðan eiginmann sem leit alltaf á jákvæðu hliðarnar á öllu! Ég get sagt það að Hörður hélt alltaf í vonina, sama hversu langt niðri ég var og sama hversu mörg neikvæð þungunarpróf komu. Hann hvatti mig áfram í þessu en sýndi mér rosalegan stuðning með allar aukaverkanirnar sem ég glímdi við.

Nú í haust vorum við búin að gefast upp á því að taka þessar mánaðarlegu Letrozole töflur til að koma af stað egglosi hjá mér þar sem það hafði aldrei gengið. Ég mundi að Arnar Hauksson, læknir, lét mig prófa annað lyf í nóvember 2018, Clomifen, og það virkaði til að koma af stað egglosi. Hins vegar varð egglosið svo sársaukafullt þar sem það sprakk blaðra hjá mér í leiðinni og þurfti ég að vera rúmliggjandi og á rosalega sterkum verkjalyfjum. Ég hafði aldrei upplifað annan eins sársauka og ákváðum við þá að taka þetta lyf ekki aftur. Nú í haust lögðum við Letrozole á hilluna þar sem það var augljóslega ekki að virka til að koma af stað egglosi.

Livio og næstu skref

Við pöntuðum tíma hjá Livio í glasafrjóvgun og vorum ákveðin í því að það væri næsta skref hjá okkur. Biðlistinn var langur og fengum við ekki tíma fyrr en í febrúar/mars 2020, þá um 5-6 mánuðum seinna. Ég tók þá ákvörðun að mig langaði hins vegar að halda áfram að reyna þangað til og stakk ég upp á því við Arnar að ég myndi taka áhættuna og prófa aftur Clomifen. Við ætluðum að sjá hvernig það virkaði og ef ég myndi þola það þá ætluðum við að reyna þangað til við fengum tíma í glasafrjóvgun. Í lok ágúst tók ég fyrsta skammtinn af Clomifen. Á þessum tíma vorum við búin að fara í eitt viðtal hjá Livio og fengum við tíma hjá yndislegum lækni, henni Berglindi. Hún var viss um það að við ættum góða möguleika á að eignast barn án þess að fara í glasafrjóvgun. Hún stakk upp á því að við myndum prófa hormónasprauturnar sem notaðar eru til að örva eggjastokka fyrir glasafrjóvgun og sjá hvort það myndi nægja til að koma af stað þessu egglosi sem ég á svo erfitt með að framkalla. Við vorum mjög spennt fyrir þessu og vorum búin að ákveða að bíða ákveðið marga daga frá því ég tók Clomifen, taka þá Primolut til að koma af stað blæðingum og byrja svo á sprautunum. Það sem kom okkur virkilega á óvart var að það virkaði að taka Clomifen til að koma af stað egglosi hjá mér! Hins vegar byrjuðu blæðingarnar síðan á réttum tíma svo það varð ekkert úr þunguninni það skiptið.

Ég hringdi um leið í Berglindi og ákváðum við í sameiningu að bíða með sprauturnar þar sem Clomifen var að virka fyrir mig. Í framhaldinu ákváðum við að ég myndi halda áfram að taka Clomifen í nokkra mánuði og við hjónin ætluðum að sjá hvort það myndi duga hjá okkur. Berglind ætlaði svo að heyra í mér í desember og sjá hvort við vildum fara á biðlistann fyrir glasafrjóvgun.

Þolinmæði og jákvæðni getur skipt miklu

Á þessum tíma fórum við hjónin í viðtal hjá Sindra Sindrasyni í Ísland í dag (linkur á viðtalið hér) þar sem við ræddum um ófrjósemi og sjúkdómana sem ég er með (PCOS og endómetríósu). Við vorum bæði alveg virkilega jákvæð með þetta allt saman og á þessum tíma trúðum við að þetta myndi ganga hjá okkur á endanum, við ætluðum ekki að gefast upp! Við fengum rosalega mikinn stuðning eftir þetta viðtal og óteljandi falleg skilaboð frá fólki sem hafði séð viðtalið við okkur.

Þá kom september mánuður og tók ég þá annan hringinn af Clomifen. Arnar Hauksson var búinn að teikna upp hvenær áætlað væri að egglosið yrði hjá mér en þegar sá tími kom þá fannst mér eins og ekkert væri að gerast. Ég fékk tíma hjá Berglindi hjá Livio og ætlaði að fá lyfseðil fyrir hormónasprautunum sem hún hafði nefnt við mig þar sem ég hélt að Clomifen hefði bara ekki virkað í þetta skiptið. Berglind skoðaði mig í ómskoðun og sagði við mig að ég ætti bara að bíða róleg, ég væri með stórt eggbú sem væri að fara að sleppa eggi á næstu 2 dögum! Þetta gaf okkur hjónunum ennþá meiri von en á sama tíma vorum við rosalega róleg yfir þessu öllu. Það var mikið að gera á þessum tíma og vorum við stelpurnar hjá Lady.is búnar að skipuleggja árshátíðardag einmitt þegar ég átti að vera með egglos. Við hugsuðum ekki mikið meira út í þetta þar sem við vorum alltaf með þetta back up plan að ef þetta virkaði ekki þá ættum við alltaf góða möguleika í hormómasprautunum eða glasafrjóvgun.

Vikurnar liðu og ég fór að finna fyrir ógleði og þreytu. Ég fór að eiga erfiðara með morgunæfingarnar mínar og fann að ég hafði ekki alveg sama þrek og ég er vön að hafa. Verandi vön að finna fyrir ógleði og allskonar aukaverkunum þá var ég alls ekki að lesa neitt of mikið í þetta. Þegar það var kominn sá tími að ég átti að byrja á blæðingum en ekkert gerðist fór ég að pæla hvort það gæti nokkuð verið að þetta hafi gengið í þetta skiptið. Ég var svo spennt að ég gat ekki beðið og tók ég ákvörðun að taka þungunarpróf eldsnemma morguninn 8 nóvember. Ég var ein meðan ég tók prófið þar sem Höddi var ennþá sofandi. Ég leit á prófið og sá alveg virkilega ljósa línu sem sást varla. Ég hélt að þetta væri leiðbeiningarlína þar sem hún var svo rosalega dauf og lét ég Hödda vita að ég væri ekki ólétt. Dagurinn leið og ég mætti í nýju vinnuna mína og fór síðan í fyrsta starfsmanna partýið um kvöldið. Ég viðurkenni að ég var alveg rosalega dauf en var farin að venjast því að fá neikvætt próf.

Þegar líður á kvöldið þá fer ég að hugsa aðeins út í þetta próf. Ég byrja að googla „very faint line on pregnancy test“ og fæ þá rosalega skýrar niðurstöður á öllum síðum um að það þýddi nánast alltaf að þungun væri til staðar. Ég varð rosalega spennt en samt rosalega efins í leiðinni þar sem mér fannst það of gott til að vera satt. Ég læt Hödda vita af þessu og hann segir mér að taka aftur annað próf daginn eftir og ég þori ekki að horfa því ég er svo stressuð. Allt í einu verður Höddi rosalega spenntur og bendir á ljósu línuna, hann segir strax að ég sé ólétt og við verðum mjög spennt en samt ennþá efins þar sem línan var svo ljós. Við keyrðum beinustu leið í Costco því ég vissi að þeir væru með digital próf sem gefa niðurstöðurnar pregnant eða not pregnant. Ég tek prófið um leið og við komum heim og bíðum við bæði spennt eftir niðurstöðunni. Niðurstaðan var skýr í þetta skiptið pregnant! Við grétum bæði úr gleði og gátum ekki hætt að brosa. Allt þetta erfiði, þessi þrautsegja og jákvæðni í gegnum þetta allt saman hafði skilað sér í þessu kraftaverki!

Mig langaði bara að segja við alla sem eru að ganga í gegnum erfiðleika við að eignast barn að ekki gefast upp. Þetta ferli getur tekið svo rosalega mislangan tíma en það sem hélt okkur gangandi var jákvæðnin og sú trú að þetta myndi ganga upp á endanum. Staða para er auðvitað misjöfn og misjafnt hvað þarf til þess að þungun verði að raunveruleika. Ég vona því innilega að það hvetji ykkur áfram í þessu erfiða ferli að heyra af jákvæðum reynslusögum eins og okkar.

Ég mun vera dugleg að sýna frá meðgöngunni og næstu skrefum hjá okkur hjónunum á Instagram hjá mér. Ég mæli með að ýta á follow ef þú vilt fylgjast með þessu spennandi tímabili sem er framundan hjá okkur hjónum.“

Instagram: asahulda

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 3 klukkutímum

Leikmenn Arsenal í rusli

Leikmenn Arsenal í rusli
Pressan
Fyrir 3 klukkutímum

Megrunarlyf á að stöðva dauðaferli heilafruma – „Þetta lofar góðu“

Megrunarlyf á að stöðva dauðaferli heilafruma – „Þetta lofar góðu“
433Sport
Fyrir 4 klukkutímum

Ronaldo vinnur skaðabótamál gegn Juventus – Fær 1,5 milljarð plús vexti

Ronaldo vinnur skaðabótamál gegn Juventus – Fær 1,5 milljarð plús vexti
Pressan
Fyrir 4 klukkutímum

Roger þótti ekki duga sem fíkniefnaleitarhundur – Sannaði sig sem rústaleitarhundur

Roger þótti ekki duga sem fíkniefnaleitarhundur – Sannaði sig sem rústaleitarhundur
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Eru byrjuð aftur saman eftir að hann var dæmdur fyrir að nauðga annari konu

Eru byrjuð aftur saman eftir að hann var dæmdur fyrir að nauðga annari konu
Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Forsetaframbjóðandi greiddi fyrir viðtalið í NBC – Segir verðið trúnaðarmál – „I´m Gonna Win, There You Go“

Forsetaframbjóðandi greiddi fyrir viðtalið í NBC – Segir verðið trúnaðarmál – „I´m Gonna Win, There You Go“
Eyjan
Fyrir 15 klukkutímum

„Vilt ekki að það sé eitt barn í fjölskyldunni sem er vanrækt á kostnað hinna“

„Vilt ekki að það sé eitt barn í fjölskyldunni sem er vanrækt á kostnað hinna“
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Arsenal fær óvæntar 350 milljónir í kassann

Arsenal fær óvæntar 350 milljónir í kassann