Paul Rudd fer með hlutverk í nýrri þáttaröð á Netflix, Living With Yourself. Þættirnir komu á streymisveituna 18. október.
Hann var gestur í YouTube-þættinum First We Feast. Í þættinum borðar hann kjúklingavængi með þáttastjórnandanum Sean Evans. Þeir prófa alls konar sterkar sósur og spjalla um ferillinn, lífið og tilveruna.
Þeir ræddu meðal annars um hefð Paul Rudd þegar hann tekur myndir af frægu fólki. Leikkonan Judd Apatow greindi frá því í viðtali við Larry King að Paul Rudd gerir svolítið með hönd sinni svo það lítur út fyrir að það sé rass á myndinni.
Paul sýnir Sean hvernig hann gerir það og er þetta eiginlega hreint magnað.
Þú getur horft á hann sýna þetta sniðuga trikk í myndbandinu hér að neðan.