fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024

Nokkur góð ráð fyrir byrjendur í ræktinni

Lady.is
Þriðjudaginn 22. október 2019 17:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Rósa Soffía Haraldsdóttir er 38 ára viðskiptafræðingur, einkaþjálfari, unglingamamma og CrossFittari með meiru. Hún er bloggari á Lady.is og gaf nýlega byrjendum skotheld ráð til að byrja í ræktinni. Hún gaf Bleikt góðfúslegt leyfi til að deila pistlinum áfram með lesendum. Við gefum henni orðið:

Maður heyrir fólk oft tala um að því langi að byrja í ræktinni, en viti ekki alveg hvar það á að byrja. Margir mikla það svolítið fyrir sér, og þar af leiðandi fresta því aftur og aftur að byrja. Mig langar því að henda hér inn nokkrum punktum sem hjálpuðu mér mjög mikið þegar ég byrjaði í ræktinni á sínum tíma.

1. Veldu þér líkamsræktarstöð sem er nálægt heimili þínu og/eða vinnustað.

Það er lang líklegast að þú mætir ef þú ferð á stöð sem er á leiðinni í vinnunni eða á leiðinni heim úr vinnunni.

2. Veldu þér hvaða tími dagsins hentar þér best til að æfa.

Er það fyrir vinnu, eftir vinnu, um kvöldið eða jafnvel í hádeginu? Þá er líka gott að athuga með opnunartíma í barnapössun og þvíumlíkt á þeim stað sem þú velur ef þú þarft að nota slíka þjónustu.

3. Pantaðu þér tíma í tækjakennslu á stöðinni sem þú velur þér.

Það er orðið ókeypis 30 mín tækjakennsla á öllum stöðvum. Þú getur látið kenna þér á öll þau tæki sem þér langar til að læra á og þjálfarar ganga með þér um stöðina og sýna þér ýmislegt, sem hjálpar mikið þegar maður er að mæta á nýjan stað.

4. Ef þú ert ekki vanur/vön að æfa þá myndi ég skoða hvaða hópatímar eru í boði og mæta í þá.

Þegar ég byrjaði að æfa fyrst þá 23. ára gömul mætti ég alltaf í Body Pump tíma 2-3x í viku og svo í palladans-tíma á laugardögum. Body Pumpið er rosalega góður grunnur til að læra helstu hreyfingarnar í lyftingum og þar er ekki mikið um hopp og slíkt. En til að finna hvaða hópatímar henta þér best er um að gera að prófa sem allra flesta. Kennararnir spyrja alltaf í byrjun tíma hvort það séu einhverjir nýir í tímanum og aðstoða mann þá aðeins meira en aðra, svo maður læri að gera æfingarnar rétt.

5. Fá vin, vinkonu, maka eða einhvern til að mæta með sér.

Þó sú manneskja ætli kannski ekki að æfa á þessari stöð til lengdar þá getur það hjálpað til að byrja með að hafa smá stuðningsnet.

6. Einkaþjálfun.

Ef fjárhagur leyfir þá mæli ég líka eindregið með að skrá sig í einkaþjálfun. Á heimasíðum líkamsræktar stöðvanna er hægt að velja sér þjálfara og senda þeim skilaboð.

7. Ef þú hefur hvorki áhuga á hópatímum né einkaþjálfun, þá mæli ég með að finna eitthvað prógram á netinu til að fara eftir í æfingasalnum.

Það er allt í góðu til að byrja með að vera ekki með prógram og prufa sig áfram aðeins í tækjunum svona rétt á meðan maður er að kynnast stöðinni og tækjunum. En til að æfingarnar fari að skila einhverjum árangri þá þarf maður að gera eitthvað markvisst. Sama hvort leitast sé eftir fitutapi, auknu þoli eða styrk, það skilar þér afar litlu að gera bara eitthvað. Það er orðið mjög einfalt að finna sér prógram, það er hægt að kaupa stök prógröm af þjálfurum fyrir einhverja smáaura, en það er líka ekkert mál að gúggla eða finna á pinterest til dæmis allskonar sniðugt. Ef þú leitar til dæmis á pinterest eftir „back workout for gym“, þá finnuru þar helling af bakæfingum.

8. Mundu að þú ert að þessu fyrir sjálfa/n þig og engan annan.

Ekki vera að spá í hvað öðrum finnst um þig eða hvað þú ert að gera á æfingu. Flestir eru þarna bara til að æfa, en ekki hugsa um aðra.

9. Hreyfing á að vera skemmtileg, en ekki kvöð.

Ef þú hefur ekki gaman að því sem þú ert að gera í ræktinni og átt erfitt með að halda þér við efnið, þá er um að gera að prófa eitthvað annað. Hvort sem það er önnur rækt, annar þjálfari, annar hópatími eða annar ræktarfélagi. Og ef ekkert af því virkar þá er kannski ræktin bara ekki fyrir þig og þá er um að gera að finna sér einhverja aðra hreyfingu, því það er gífurlega mikilvægt að allir stundi einhverja hreyfingu í a.m.k. 30 mínútur á dag. Það þurfa ekki allir að vera í ræktinni, það er líka hægt að synda, ganga, skokka, hjóla eða gera æfingar heima hjá sér, svo eitthvað sé nefnt.

10. Ef þú ætlar að æfa heima hjá þér þá myndi ég byrja á því að fjárfesta í gólfdýnu, æfingateygjum og kannski einu setti að lóðum.

Svo geturðu fundið á YouTube eða Pinterest allskonar æfingar með því að leita eftir „home workout with dumbells“ eða „home workout for glutes with minibands“ og þar eftir götunum, fer bara eftir því hvað þú vilt gera. Það er ekkert verra að æfa heima hjá sér heldur en í líkamsræktarstöð. Hreyfing er hreyfing. Ef þú hefur ekki tök á að fjárfesta í neinum græjum, þá er líka ekkert mál að gera bara allar æfingar með eigin líkamsþyngd.

En hvað sem þú gerir, ekki gera ekki neitt!

Gangi þér vel.

Þú getur fylgst með Rósu Soffíu á Instagram.

Og skrifum hennar á Lady.is.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 klukkutímum

Borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins til liðs við kosningateymi Katrínar

Borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins til liðs við kosningateymi Katrínar
433Sport
Fyrir 4 klukkutímum

Vonar að United tapi 5-0 eftir hegðun eins leikmanns – ,,Hann ætti að skammast sín“

Vonar að United tapi 5-0 eftir hegðun eins leikmanns – ,,Hann ætti að skammast sín“
433Sport
Fyrir 4 klukkutímum

Liverpool þarf að taka stóra ákvörðun í sumar: Er hann ekki nóg fyrir liðið? – ,,Þurfum að spyrja spurninga“

Liverpool þarf að taka stóra ákvörðun í sumar: Er hann ekki nóg fyrir liðið? – ,,Þurfum að spyrja spurninga“
433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Opinberar ástæðuna fyrir banninu: Varð bálreiður – ,,Helvítis svindlari“

Opinberar ástæðuna fyrir banninu: Varð bálreiður – ,,Helvítis svindlari“
433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Sjáðu stórkostlegt tilþrif Mbappe í gær

Sjáðu stórkostlegt tilþrif Mbappe í gær
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Goðsögn Manchester United hefði viljað fá að spila þarna á ferlinum

Goðsögn Manchester United hefði viljað fá að spila þarna á ferlinum
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Fyrrum stjóri Manchester United staðfestir viðræður

Fyrrum stjóri Manchester United staðfestir viðræður
433
Fyrir 17 klukkutímum

Mjólkurbikar karla: Valur burstaði FH – KR lenti undir en vann stóran sigur á Ásvöllum

Mjólkurbikar karla: Valur burstaði FH – KR lenti undir en vann stóran sigur á Ásvöllum
433
Fyrir 18 klukkutímum

Enska úrvalsdeildin: Liverpool fór langt með að stimpla sig út úr titilbaráttunni – United þurfti að hafa fyrir sigrinum

Enska úrvalsdeildin: Liverpool fór langt með að stimpla sig út úr titilbaráttunni – United þurfti að hafa fyrir sigrinum

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.