fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024

Guðrún Ósk hefur aldrei verið eins hrædd: „Þið eruð hetjur bæjarins, það er klárt mál“

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Miðvikudaginn 25. september 2019 16:00

Guðrún Ósk.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Guðrún Ósk, þriggja barna móðir úr Keflavík, lenti í mjög ógnvekjandi atviki í gær. Leonard Stirnir, 4 mánaða sonur hennar, fór skyndilega að gráta mjög sárum gráti sem er mjög ólíkt honum. Hún varð mjög hrædd og hringdi á neyðarlínuna og kom sjúkrabíll fljótt á svæðið. Guðrún Ósk segist vera mjög þakklát sjúkraflutningamönnunum sem mættu á svæðið og kallar þá hetjur bæjarins.

„Í [gær] upplifði ég mestu hræðslu í heimi. Litla barnið mitt sem grætur örsjaldan var gjörsamlega argandi og brjálaður! Þegar ég hélt að hann væri með harðlífi, sem gat bara ekki verið og það blæddi svo. Ég í hræðslu minni hringdi á 112 og sjúkrabíll kom á núll einni. Þar komu tveir menn sem ég verð bara að fá að hrósa,“ segir Guðrún Ósk.

„Á móti þeim kemur hágrátandi móðir með öskrandi barn í fanginu, sem er ekki í bleyju. Ásamt tveimur öðrum skíthræddum og grátandi eldri systrum hans. Þeir eiga medalíu skilið fyrir vinnubrögð sín. Yfirvegunin var ótrúleg,“ segir hún.

„Einn þeirra tók stelpurnar og sýndi þeim sjúkrabílinn og gaf þeim sprautu og bangsa. Hinn var með hræddu mömmunni uppi að róa hana niður ásamt að róa barnið niður, með hjálp móður minnar Þóru Jónsdóttur. Að þeir hafi náð að róa skíthrædda móður í þessum aðstæðum er mér óskiljanlegt eftir á, enda var þetta allt í svo miklu hraði og mér fannst ég ekki hafa þakkað þeim nóg.“

Guðrún Ósk fór á slökkvistöð Suðurnesja og hrósaði sjúkraflutningamönnunum fyrir vinnubrögð þeirra. Hún vill ekki nafngreina þá því hún hefur ekki fengið leyfi frá þeim. En hún vonast til að þeir sjái færsluna hennar á Facebook, þar sem hún greinir frá þessu.

Í samtali við DV segir Guðrún Ósk að Leonard Stirnir sé hress og kátur í dag. Aðspurð hvað hafi gerst segir hún að Leonard Stirnir sé með mjólkurofnæmi og þetta gæti hafa komið vegna grautar sem hann borðaði eða vegna sýklalyfsins sem hann er á.

„Takk fyrir að hugsa svona vel um drenginn minn. Takk fyrir að hugsa svona vel um stelpurnar mínar og takk fyrir að hugsa svona vel um mig! Þið eruð hetjur bæjarins það er klárt mál,“ segir Guðrún Ósk og beinir orðum sínum að sjúkraflutningamönnunum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 2 klukkutímum

Hefur ítrekað reynt að taka samtalið en því er alltaf hafnað

Hefur ítrekað reynt að taka samtalið en því er alltaf hafnað
Fréttir
Fyrir 2 klukkutímum

Íslenska lögreglan tók niður síðu hjá rafmyntasvindlurum – Gætu fengið 20 ára fangelsi

Íslenska lögreglan tók niður síðu hjá rafmyntasvindlurum – Gætu fengið 20 ára fangelsi
433Sport
Fyrir 4 klukkutímum

Segir Roy Keane vera risaeðlu eftir ummæli hans um hlaðvarpið

Segir Roy Keane vera risaeðlu eftir ummæli hans um hlaðvarpið
Fréttir
Fyrir 4 klukkutímum

Reiði vegna skemmdarverks á Suðurgötu: Málið verður tilkynnt lögreglu – Sjáðu myndina

Reiði vegna skemmdarverks á Suðurgötu: Málið verður tilkynnt lögreglu – Sjáðu myndina
Pressan
Fyrir 6 klukkutímum

Skólapiltur reyndi að berja sofandi samnemendur sína með hamri þegar þeir sváfu – Var að vernda sig gegn uppvakningaheimsendi

Skólapiltur reyndi að berja sofandi samnemendur sína með hamri þegar þeir sváfu – Var að vernda sig gegn uppvakningaheimsendi
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Slot telur nánast öruggt að tilboði Liverpool verði tekið

Slot telur nánast öruggt að tilboði Liverpool verði tekið
Fréttir
Fyrir 9 klukkutímum

Yfirmaður úkraínsku leyniþjónustunnar er með áætlun tilbúna til að mæta yfirvofandi stórsókn Rússa

Yfirmaður úkraínsku leyniþjónustunnar er með áætlun tilbúna til að mæta yfirvofandi stórsókn Rússa
Pressan
Fyrir 9 klukkutímum

Dularfullur hlutur hrapað úr geimnum og lenti á húsi í Flórída

Dularfullur hlutur hrapað úr geimnum og lenti á húsi í Flórída