fbpx
Föstudagur 03.maí 2024

Varð vitni að grimmilegri hegðun unglingsstúlku í verslun: „Með svona vini þarftu ekki óvini“

Ritstjórn Bleikt
Fimmtudaginn 8. ágúst 2019 10:30

Susie Hasler. Mynd: Instagram

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Susie Hasler kom unglingsstúlku til varnar eftir að vinkona stúlkunnar sagði að hún liti „hræðilega út.“

Susie er stílisti frá Sussex og var að versla í Primark þegar hún varð vitni að grimmilegri hegðun vinkonunnar. Hún greinir frá atvikinu á Instagram, þar sem hún er með 17 þúsund fylgjendur. Breskir miðlar, eins og Mirror og The Sun, hafa fjallað um málið.

„Ég var í Primark og þar voru tvær stelpur að máta sólgleraugu. Ein af þeim – og með svona vini þarftu ekki óvini – var að fá vegfarendur til að segja hversu hræðilega vinkona hennar leit út.

Hún sagði: „Þessi gleraugu eru skelfileg, fyrirgefðu, getur þú sagt vinkonu minni hversu hræðilega hún lítur út?“

Ég ákvað að blanda mér í þetta og spurði hvort ég mætti sjá hana með gleraugun. Stúlkan sneri sér við og hún var með hátísku sólgleraugu, ekki fyrir alla.

Ég sagði að ég væri persónulegur stílisti og mér þætti gleraugun æði og ef hún væri hrifin af þeim ætti hún að kaupa sér þau.

Á þessum tímapunkti sagði hún: „Ég held að ég ætla að hlusta á skoðun persónulega stílistans.“

Vonda vinkonan sagði þá: „En ég er ekki hrifin af þeim, ég er meira hrifin af þessum klassísku.“

Ég svaraði: „En hvað með vinkonu þína? Hún er æði með þessi gleraugu.““

Unglingsstúlkan endaði á því að kaupa sólgleraugun.

Susie sagði fylgjendum sínum að það væri hægt að læra ýmislegt af atvikinu.

„Vertu varkár um hvaða fólk þú umkringir þig með og mundu að þó svo að vini þínum líkar ekki eitthvað, þá þýðir það ekki að þú megir ekki kaupa það. Treystu á þitt eigið innsæi. Og ef ég er nálægt þá mun ég láta þau heyra það!“

Eins og fyrr segir vakti þetta mikla athygli og sagði einn fylgjandi hennar: „Áfram Susie! Frábært ráð sem margar konur ættu að hlusta á.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Framboð Viktors gilt
433
Fyrir 10 klukkutímum

Besta deild kvenna: Valur með stórsigur á Víkingi – Nadía fagnaði vel gegn sínu gamla liði

Besta deild kvenna: Valur með stórsigur á Víkingi – Nadía fagnaði vel gegn sínu gamla liði
Fókus
Fyrir 10 klukkutímum

„Ég geri mér 100 prósent grein fyrir því hvernig ég lít út“

„Ég geri mér 100 prósent grein fyrir því hvernig ég lít út“
Eyjan
Fyrir 11 klukkutímum

Katrín leiðir í nýrri könnun en Halla Hrund skammt undan

Katrín leiðir í nýrri könnun en Halla Hrund skammt undan
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Myndband: Fólki brugðið eftir ömurlega uppákomu – Upp úr þurru kýldi hann 17 ára dreng

Myndband: Fólki brugðið eftir ömurlega uppákomu – Upp úr þurru kýldi hann 17 ára dreng
Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Kynferðisbrotin skemma fyrir klifri Sigga hakkara upp metorðastigann í Danmörku

Kynferðisbrotin skemma fyrir klifri Sigga hakkara upp metorðastigann í Danmörku
Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum
Framboð Viktors gilt
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Íslensku landsliðin vita örlög sín á morgun

Íslensku landsliðin vita örlög sín á morgun
Eyjan
Fyrir 13 klukkutímum

Fast skotið á Höllu Hrund – Líkt við froðusnakk sem hafi það eitt fram að bjóða að hafa búið í blokk og farið í sveit

Fast skotið á Höllu Hrund – Líkt við froðusnakk sem hafi það eitt fram að bjóða að hafa búið í blokk og farið í sveit

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.