fbpx
Sunnudagur 05.maí 2024

Instagram-síðu hennar var eytt og hún brotnaði niður: „Ég er ekkert án fylgjenda minna“

Lilja Katrín Gunnarsdóttir
Fimmtudaginn 11. apríl 2019 17:00

Skiptar skoðanir um þetta myndband.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Áhrifavaldurinn Jessy Taylor brotnaði niður í myndbandi sem hún setti á YouTube-rás sína og hefur vakið mikla athygli. Ástæðan? Jú, Instagram-reikningi Jessy var lokað og gat áhrifavaldurinn ekki haldið aftur tárunum, enda „ekkert án fylgjenda“ sinna að eigin sögn.

„Hæ krakkar, ég var í miðju kafi og Instagram-reikningnum mínum var eytt,“ segir Jessy í myndbandinu. „Ég er að reyna að fá hann aftur, ég er að hringja í alla sem ég get og ég veit ekki af hverju þetta virkar ekki hjá mér. Ég er ekkert án fylgjenda minna. Ég er ekkert án fylgjenda minna,“ bætir hún við.

Jessy telur illa með sig farið.

„Og þegar að fólk reynir að drulla yfir mig eða tilkynnir mig er ég bókstaflega að reyna að vera betri manneskja, fjandinn hafi það.“

 

View this post on Instagram

 

My old acct was deleted

A post shared by Jessy taylor (@duhitsjessy) on

„Þið eruð að eyðileggja líf mitt“

Jessy er ekki búin að endurheimta Instagram-reikning sinn, en er búin að stofna nýjan. Á gamla reikningnum var hún með yfir hundrað þúsund fylgjendur en á þeim nýja eru aðeins rúmlega átta þúsund. Jessy hefur þetta að segja við þá sem þola hana ekki:

„Mig langar að segja eitt til allra sem tilkynna mig – hugsið ykkur tvisvar um því þið eruð að eyðileggja líf mitt því ég þéna alla mína peninga á netinu og ég vil ekki missa það,“ segir hún og heldur áfram. „Ég veit að fólk vill sjá mig mistakast og vera eins og það og vera níutíu prósent manneskja – fólkið sem vinnur frá 9 til 17 – það er ekki ég og ég er í Los Angeles til að vera ekki þannig. Ég hef lagt svo hart að mér til að komast á þann stað sem ég er á og það er versta tilfinning í heiminum að það sé tekið af mér.“

„Ég var fokkíng vændiskona“

Ekki er ljóst af hverju Instagram-síðu Jessy var eytt, en í myndbandinu ljóstrar hún upp að hún hafi unnið sem vændiskona og á McDonald‘s áður en hún varð fræg á internetinu.

„Ég var fokkíng vændiskona. Ég geri það ekki lengur því ég þéna alla mína peninga á netinu. Ég vil ekki fara aftur í þetta líf,“ segir hún. „Sum af ykkur fatta ekki að ég hef enga hæfileika. Ég skulda fokkíng tuttugu þúsund dollara út af skólagöngu þannig að ég get ekki einu sinni farið í skóla þó ég vildi. Ég vann einu sinni á fokkíng McDonald‘s áður en ég byrjaði á YouTube, Instagram, áður en ég átti hundrað þúsund fylgjendur. Áður en ég fékk þetta allt var ég fokkíng lúser. Ég er ekki að segja að það sé eitthvað að því að vinna á McDonald‘s því ég vann þar en ég vil ekki fara aftur í þetta líf. Ég hef enga starfshæfni. Ég gæti aldrei unnið eðlilega vinnu.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Virðist ætla að selja fjölmarga í sumar – ,,Svo það gerist þá þurfa leikmenn að fara annað“

Virðist ætla að selja fjölmarga í sumar – ,,Svo það gerist þá þurfa leikmenn að fara annað“
Pressan
Fyrir 12 klukkutímum

Notar þú samfélagsmiðla mikið? – Þá erum við með góðar fréttir fyrir þig

Notar þú samfélagsmiðla mikið? – Þá erum við með góðar fréttir fyrir þig
Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins húðskammar flokkinn sinn – Orðinn hundleiður á að ósanngjörnum sköttum og sýndarstjórnmálum „sem enginn kaupir lengur“

Bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins húðskammar flokkinn sinn – Orðinn hundleiður á að ósanngjörnum sköttum og sýndarstjórnmálum „sem enginn kaupir lengur“
Pressan
Fyrir 15 klukkutímum

Merk uppgötvun í 100 ára ómerktri gröf í kirkjugarði við geðsjúkrahús

Merk uppgötvun í 100 ára ómerktri gröf í kirkjugarði við geðsjúkrahús
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

UEFA staðfestir breytingarnar – Frábærar fréttir fyrir EM í Þýskalandi

UEFA staðfestir breytingarnar – Frábærar fréttir fyrir EM í Þýskalandi
Fókus
Fyrir 17 klukkutímum

Lítt þekkt ættartengsl: Gullslegni athafnamaðurinn á b5 og einn af Klúbbsmönnunum úr Guðmundar- og Geirfinnsmálinu

Lítt þekkt ættartengsl: Gullslegni athafnamaðurinn á b5 og einn af Klúbbsmönnunum úr Guðmundar- og Geirfinnsmálinu

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.