fbpx
Laugardagur 04.maí 2024

Heiða Ólafs óvinnufær eftir bílslys: „Þetta er búið að valda mér mikilli áfallastreitu“

Lilja Katrín Gunnarsdóttir
Fimmtudaginn 21. mars 2019 11:30

Heiða ásamt sínum heittelskaða, Snorra Snorrasyni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Ég neyddist til þess að fara í veikindaleyfi hjá Icelandair vegna þess að áverkarnir sem ég fékk í bílslysinu hafa bara versnað,“ segir söngkonan og flugfreyjan Heiða Ólafsdóttir í viðtali við Fréttablaðið. Heiða lenti í bílslysi fyrir ári síðan og glímir enn við afleiðingar þess.

„Ég er með stöðugan doða í hendi og fingrum og með brjósklos í hálsi og hef auk þess þurft að takast á við mikla áfallastreituröskun. Þannig að það að brasa í minni eigin tónlist hefur alveg bjargað geðheilsunni,“ segir Heiða. Ekið var aftan á bifreið hennar þegar hún beið á rauðu ljósi. Bíllinn sem keyrði á hana var á mikilli ferð, en hnykkurinn sem hún fékk á hálsinn endaði í brjósklosi.

„Það kom gríðarlega aftan að mér hvernig eitthvað svona aulalegt getur haft miklar og alvarlegar afleiðingar. Þetta er búið að valda mér mikilli áfallastreitu.“

Heiða hefur fundið huggun í tónlistinni og er að gefa út nýja plötu, en öll lögin eiga það sameiginlegt að fjalla um „ást, von og yl.“ Lögin eru eftir nokkra af uppáhalds tónlistarmönnum Heiðu, til dæmis Bjartmar Guðlaugsson, Jóhann Helgason og Gunnar Þórðarson.

„Mig langar að fólk heyri eitthvað sem færir þeim bjartsýni og þótt ástin, vonirnar og væntingarnar geti oft verið erfiðar þá er ekkert verra en að missa vonina. Það er það versta sem getur komið fyrir fólk,“ segir Heiða sem heldur útgáfutónleika í Salnum í Kópavogi á laugardagskvöld.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 3 klukkutímum

Ratcliffe sendi starfsfólki United tölvupóst – Segir stöðuna vera til skammar

Ratcliffe sendi starfsfólki United tölvupóst – Segir stöðuna vera til skammar
Fréttir
Fyrir 3 klukkutímum

Bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins húðskammar flokkinn sinn – Orðinn hundleiður á að ósanngjörnum sköttum og sýndarstjórnmálum „sem enginn kaupir lengur“

Bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins húðskammar flokkinn sinn – Orðinn hundleiður á að ósanngjörnum sköttum og sýndarstjórnmálum „sem enginn kaupir lengur“
Fókus
Fyrir 6 klukkutímum

Gervigreind spilar nýtt hlutverk í tattúbransanum – „Þetta er algjör snilld stundum, en svo finnst mér þetta líka svolítið ógnvekjandi“

Gervigreind spilar nýtt hlutverk í tattúbransanum – „Þetta er algjör snilld stundum, en svo finnst mér þetta líka svolítið ógnvekjandi“
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Fertugur í varnarlínu Manchester United? – ,,Toppleikmaður svo lengi sem heilsan er til staðar“

Fertugur í varnarlínu Manchester United? – ,,Toppleikmaður svo lengi sem heilsan er til staðar“
Pressan
Fyrir 9 klukkutímum

Tengsl á milli D-vítamínmagns og krabbameins

Tengsl á milli D-vítamínmagns og krabbameins
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Telur að út af þessu rætist orðrómarnir um Albert ekki – „Ég held hann velji bara eitthvað annað“

Telur að út af þessu rætist orðrómarnir um Albert ekki – „Ég held hann velji bara eitthvað annað“

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.