fbpx
Sunnudagur 05.maí 2024

Linda Pétursdóttir: Daglegu heilsuráðin mín

Ragna Gestsdóttir
Mánudaginn 7. maí 2018 13:00

Linda Pétursdóttir.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Athafnakonan Linda Pétursdóttir, sem var valin Ungfrú Ísland og Ungfrú heimur árið 1988 hugsar vel um sjálfa sig og telur sjálfsrækt mikilvæga.

Hún hefur tekið saman nokkur ráð sem hún notar sjálf daglega og deilir með öðrum á vefsíðu sinni lindap.is.  Á vefsíðunni má skrá sig á póstlista og sendir Linda reglulega út góð ráð sem nýta má sér í dagsins amstri.

Ráðin hennar Lindu:

Taktu frá tíma fyrir sjálfa þig á hverjum degi. Öll þessi atriði hér eru það sem ég geri flestalla daga ársins.

Hugleiðsla:
Það að hugleiða þarf alls ekkert að vera flókið, til að byrja með er nóg að setjast niður á rólegum stað í um fimm mínútur, draga andann djúpt inn í gegnum nefið og út aftur í gegnum nefið, 3–4 sinnum og sitja svo og leyfa huganum að róast. Allar hugsanir sem koma upp eru bara hugsanir, mundu það, þær eru ekki þú, hleyptu þeim í gegn án þess að stoppa við þær. Einblíndu á andardráttinn þinn og njóttu kyrrðarinnar, ein með sjálfri þér.

Grænn drykkur:
Borða eitthvað úr plönturíkinu daglega. Oftast er það græni drykkurinn minn. Svo er hér annar með eplum, virkar sérlega vel fyrir frísklegt útlit. Uppskrift að báðum má finna á heimasíðu Lindu.

Göngutúr:
Nauðsynlegt er að hreyfa mig eitthvað alla daga. Ég nota skrefamæli og miða við +8000 skref daglega. Það að ganga úti í náttúrunni hefur jákvæð áhrif á andlega og líkamlega heilsu, og ef þú átt hund eins og ég, þá er það nú aldeilis ástæða til þess að fara út og hreyfa sig.

Og mundu að í öllum erfiðleikum má finna lausnir til að bæta líf sitt.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Virðist ætla að selja fjölmarga í sumar – ,,Svo það gerist þá þurfa leikmenn að fara annað“

Virðist ætla að selja fjölmarga í sumar – ,,Svo það gerist þá þurfa leikmenn að fara annað“
Pressan
Fyrir 10 klukkutímum

Notar þú samfélagsmiðla mikið? – Þá erum við með góðar fréttir fyrir þig

Notar þú samfélagsmiðla mikið? – Þá erum við með góðar fréttir fyrir þig
Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins húðskammar flokkinn sinn – Orðinn hundleiður á að ósanngjörnum sköttum og sýndarstjórnmálum „sem enginn kaupir lengur“

Bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins húðskammar flokkinn sinn – Orðinn hundleiður á að ósanngjörnum sköttum og sýndarstjórnmálum „sem enginn kaupir lengur“
Pressan
Fyrir 13 klukkutímum

Merk uppgötvun í 100 ára ómerktri gröf í kirkjugarði við geðsjúkrahús

Merk uppgötvun í 100 ára ómerktri gröf í kirkjugarði við geðsjúkrahús
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

UEFA staðfestir breytingarnar – Frábærar fréttir fyrir EM í Þýskalandi

UEFA staðfestir breytingarnar – Frábærar fréttir fyrir EM í Þýskalandi
Fókus
Fyrir 15 klukkutímum

Lítt þekkt ættartengsl: Gullslegni athafnamaðurinn á b5 og einn af Klúbbsmönnunum úr Guðmundar- og Geirfinnsmálinu

Lítt þekkt ættartengsl: Gullslegni athafnamaðurinn á b5 og einn af Klúbbsmönnunum úr Guðmundar- og Geirfinnsmálinu

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.