fbpx
Fimmtudagur 16.maí 2024

Heidi segir frá reynslu sinni af tæknisæðingu: „Mér finnst í þessu tilfelli konur njóta forréttinda“

Ragna Gestsdóttir
Þriðjudaginn 1. maí 2018 20:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Einhleypar konur sem kjósa að eignast barn geta í dag farið í tæknisæðingu, sem aðeins var í boði fyrir pör fyrir nokkrum árum. Í viðtali við DV segja fjórar konur sögu sína; ein sem nýbyrjuð er í ferlinu og þrjár sem eignast hafa börn með gjafasæði. Þær reifa ástæðu þess að þær völdu þessa leið, forvitnina og fordómana sem þær hafa mætt og spjalla um börnin sem þær elska meira en allt.

Heidi Pétursdóttir er 42 ára sölumaður sem á fimm ára gamlan son. Hún valdi þessa leið eftir ábendingu og hvatningu frá systur sinni, sem á þrjú börn með manni sínum. Heidi segir að sonur hennar sé það besta sem hún hefur gert í sínu lífi.

„Hjá mér er þetta ekkert leyndarmál, en ég hef heldur ekki básúnað það,“segir Heidi Pétursdóttir. „Þegar hefur borist í tal hvort hann eigi ekki pabba, þá hef ég sagt fólki hvernig í pottinn er búið. Sonur minn er mjög vel heppnaður.“

Heidi fór fjórum sinnum í tæknisæðingu og varð ófrísk í janúar 2012. „Systir mín, sem er í sambúð og á þrjú börn sjálf, hvatti mig til að fara þessa leið og studdi mig heils hugar. Hennar börn eru getin með hefðbundnu aðferðinni,“ segir Heidi. „Þegar ég fór var þetta ekki algengt og ég velti fyrir mér hvað fólk myndi segja. Ég man reyndar ekki hvenær það varð leyfilegt að einhleypar konur færu í tæknisæðingu, en það eru ekki mörg ár síðan.

Mér finnst í þessu tilfelli konur njóta forréttinda því það er örugglega fjöldi karlmanna sem eru einir en myndu vilja eignast börn, en geta það ekki.“

Númerakerfi vanvirðing við tíma og friðhelgi fólks

„Það sem mér fannst ótrúlega skrítið var að maður fékk ekki tíma, heldur mætti bara og dró númer eins og í banka, þannig að maður vissi aldrei hvað maður yrði lengi í hvert skipti. Kannski sat maður í tvo tíma og með öllum öðrum sem voru að bíða, fólk fer að spjalla og maður heyrði þá allt sem öðrum fór á milli. Maður var ofan í öllum og mér fannst þetta vanvirðing við tíma og friðhelgi fólks. Þetta var stór mínus að mínu mati, en hins vegar var ein kona þarna sem sá um einstæðu konurnar og hún var alveg yndisleg að öllu leyti.“

Heidi kynnti sér málin fyrir aðgerð og talaði við eina hér á landi sem var búin að fara. Hins vegar var enginn félagsráðgjafi til staðar til að ræða við og segist Heidi því hafa farið aðeins blint út í aðgerðina. Hún þurfti ekki í neinar rannsóknir og fyllti ekki út neina spurningalista áður.

„Nei, mér hefur alls ekki fundist það,“ segir Heidi aðspurð hvort hún mæti einhverjum fordómum. „Fólk spáir helst í hvort ég sé með opinn eða lokaðan gjafa, opinn þýðir að þegar sonur minn verður 18 ára þá má hann leita uppruna síns, en ég má ekkert koma nálægt því. Ég ákvað að  hafa það þannig, því ég tel að það sé í mannlegu eðli að leita uppruna síns.

Ég myndi ekki gera þetta aftur í dag, ég er orðin of gömul. Ég hef það fínt í dag, hann er mjög vel heppnaður drengurinn minn.“

En mælir þú með þessari leið fyrir aðrar einhleypar konur?

„Ekki spurning, ef konur eru að pæla í þessu.“

Vinkonur Heidi eru í sambúð og einnig systur hennar tvær, þannig að hún hefur ekki getað borið sig saman við vinkonur sem eiga pabbahelgar aðra hverja helgi.

En hvernig er að vera alltaf eina foreldrið og þurfa að sinna báðum hlutverkum?

„Það er einfaldlega innprentað í mig að ég þarf að gera þetta ein, ég veit að ég þarf að gera allt ein og er ekki að bíða eftir að aðrir geri hlutina. Ég er með góðan stuðning frá fjölskyldu minni; systrum mínum og mömmu. Auðvitað verð ég stundum þreytt og þarf pásu, en þetta er ekki eins erfitt og ég hefði haldið.“

Heidi: „Mér finnst í þessu tilfelli konur njóta forréttinda því það er örugglega fjöldi karlmanna sem eru einir en myndu vilja eignast börn.“

En hvað er tæknisæðing? Tæknisæðing er einfaldasta formið af tæknifrjóvgun og hana er aðeins hægt að framkvæma ef eggjaleiðarar eru opnir.
Sáðfrumum er sprautað inn í leg konunnar gegnum leghálsinn með þunnum, mjúkum plastlegg. Þetta er hægt að framkvæma við egglos í náttúrulegum tíðahring eða eftir væga örvun eggjastokkanna. Mikilvægt er að fylgjast vel með hvenær egglos verður svo uppsetning sáðfrumanna sé gerð á réttum tíma.
Fyrir einhleypar konur er tæknisæðing með gjafasæði kjörmeðferð. (Tekið af: http://ivfklinikin.is/)

Lestu einnig: Sigga Lena opnar sig um tæknisæðingu : Fékk boð um sæði og stefnumót

Lestu einnig: Sunna Rós upplifði fordóma eftir tæknisæðingu: „Hef lesið að ég sé að bjóða upp á að barnið mitt verði lagt í einelti“

Lestu einnig: Svava segir frá reynslu sinni eftir tæknisæðingu: „Það var ótrúleg gleðistund þegar ég fékk jákvætt út úr blóðprufunni“

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Segir frá því hvernig hún græðir pening á óvissutímum – Unnustinn verður atvinnulaus í sumar

Segir frá því hvernig hún græðir pening á óvissutímum – Unnustinn verður atvinnulaus í sumar
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Sjáðu myndbandið: Rashford átti í orðaskiptum við stuðningsmann Manchester United í kvöld

Sjáðu myndbandið: Rashford átti í orðaskiptum við stuðningsmann Manchester United í kvöld
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Manchester United undirbýr tilboð sem er nokkuð langt frá verðmiðanum

Manchester United undirbýr tilboð sem er nokkuð langt frá verðmiðanum
Fókus
Fyrir 9 klukkutímum

Sneri lífinu við eftir vandræðalegt flug til Íslands – „Ég var að leka yfir í næsta sæti“

Sneri lífinu við eftir vandræðalegt flug til Íslands – „Ég var að leka yfir í næsta sæti“
Fókus
Fyrir 10 klukkutímum

Landafræðin heldur sumum Íslendingum erlendis

Landafræðin heldur sumum Íslendingum erlendis
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Frimpong vill fara í sumar – Þessi fjögur stórlið hafa áhuga

Frimpong vill fara í sumar – Þessi fjögur stórlið hafa áhuga
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Guardian: Helmingslíkur á að Ten Hag verði rekinn

Guardian: Helmingslíkur á að Ten Hag verði rekinn
Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Forsætisráðherra Slóvakíu skotinn nokkrum sinnum og í lífshættu

Forsætisráðherra Slóvakíu skotinn nokkrum sinnum og í lífshættu