fbpx
Sunnudagur 19.maí 2024

Ert þú stressuð týpa? Nokkur góð ráð við stressi

Aníta Estíva Harðardóttir
Sunnudaginn 4. mars 2018 15:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Stress og áhyggjur eru tvö af helstu vandamálunum í nútímasamfélagi. Flestir þekkja tilfinninguna – því meira sem þú gerir því meira finnst þér þú þurfa að gera. Áhyggjur af vinnunni, sambandinu, fjármálum og heilsu geta auðveldlega gert mann mjög stressaðan. Annars vegar geta áhyggjur verið tímabundnar, til dæmis ef verið er að skipuleggja stóran atburð eins og brúðkaup eða mikilvægt atvinnuviðtal er fram undan. Hins vegar geta áhyggjurnar verið langvarandi og þá geta þær orðið heilsuspillandi. Stundum höldum við að við getum leyst öll heimsins vandamál. En hina stundina er sem allar heimsins áhyggjur hvíli herðum okkar. Miklar áhyggjur gera hvorki líkama né sál gott.

Þegar við erum mjög áhyggjufull þá aukast streituhormón í líkamanum og vekja upp ofnæmiskerfið, hafa áhrif á heilastarfsemina og geta verið heilsuspillandi.

Tímabundnar áhyggjur geta gert mann áhyggjufullan og jafnvel valdið svefnleysi og það er eitthvað sem við upplifum öll einhvern tímann á lífsleiðinni. Sé stressið hins vegar komið til að vera þá getur það haft mjög slæm áhrif á líkamann. Það getur valdið of háum blóðþrýstingi, meltingarvandamálum, hjartavandamálum, vöðvabólgu, bakverkjum, öndunarerfiðleikum, höfuðverkjum, reiði, þunglyndi, minnkandi kynhvöt, svo fátt eitt sé nefnt. Vilji maður halda góðri heilsu þá er mikilvægt að koma í veg fyrir of mikið álag og láta ekki áhyggjur og streitu ná yfirhöndinni. Hér má sjá nokkur góð ráð til þess.

Ekki reyna að stjórna öllu:

Áhyggjur eru oft afleiðing þess að maður reynir að hafa stjórn á öllu og jafnvel öllum í kringum sig. Reyndu að sjá hverju þú getur stjórnað og hverju þú getur ekki stjórnað. Yfirleitt getum við til dæmis ekki stjórnað því hvernig aðrar manneskjur haga lífi sínu og því fyrr sem við áttu.m okkur á því – því fyrr hverfa áhyggjurnar.

Segðu góða hluti um sjálfa þig:

Þetta ráð virkar mjög einfalt og er það, en í raun þá nýta fæst okkar þessa leið. Flest okkar gera nefnilega einmitt hið gagnstæða. Við brjótum okkur sífellt niður og teljum okkur ekki vera nógu góð. Það eykur á áhyggjurnar og stressið fer upp úr öllu valdi. Næst þegar þú stendur þig að verki við að rífa sjálfa þig niður hugsaðu þá eitthvað fallegt eða skrifaðu lítinn lista um það sem þú gerir vel. Við erum flest með óraunhæfar kröfur til okkar sjálfra og stöndum fæst undir þeim.

Örvaðu slökunarviðbrögðin:

Prófaðu að stunda hreyfingu sem felur í sér mikinn hávaða. Það gæti verið dans eða eróbikk þar sem þú hamast í hávaða og látum og á sama tíma ýtir þú frá þér öllum heimsins áhyggjum. Þannig getur þú róað hugann jafnvel þó ekki sé í nema smá stund. Þó eru ekki allir fyrir svona háværar íþróttir, en þá er hægt að grípa í prjónana, hugleiða, hlaupa eða grípa í hljóðfæri.

Hollur matur og góður svefn:

Borðaðu meira af grænmeti, ávöxtum og grófu korni. Forðastu sykur, koffín og feitan mat eins og þú getur. Góður og næringaríkur matur er gott eldsneyti fyrir líkamann og heldur streitunni niðri. Forðastu að borða þegar þú ert ekki svangur – það getur aukið stressið. Stress getur líka valdið svefnleysi sem gerir þig enn áhyggjufyllri. Reyndu að ná ró á kvöldin. Forðastu mikil læti, kaffi og mat rétt fyrir háttatíma. Reyndu að fara snemma í rúmið og fá nægan svefn. Mælt er með að minnsta kosti 6-7 tímum.

Finndu þér ástríðu:

Mikið stress getur gert mann þröngsýnan. Í stað þess að loka sig af er vænlegra til árangurs að takast á við áskoranir. Byrjaðu smátt – skráðu þig á kvöldnámskeið í einhverju sem þig hefur langað til að prófa eða taktu að þér sjálfboðastarf hjá Rauða krossinum eða öðrum hjálparsamtökum. Margar konur finna áhyggjurnar hverfa þegar þær finna sér nýtt áhugamál, nýjan feril eða finna einhverja ástríðu í lífinu.

Gefðu þér nokkrar mínútur:

Finnst þér sem þú hafir ekki tíma til að losna við stressið? Gefðu þér allavega nokkrar mínútur – þú hlýtur að hafa tíma til þess! Dragðu djúpt andann og hugsaðu um eitthvað fallegt eða farðu í göngutúr. Það losar um stress að ganga eða hreyfa sig og nokkurra mínútna hreyfing ætti að vera eitthvað sem allir ráða við. Ef þú hefur nokkrar mínútur í viðbót þá er líka tilvalið að skella sér í sundlaugar borgarinnar. Ekkert vinnur betur gegn stressi en góður sundsprettur og heiti potturinn í kjölfarið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Brighton staðfestir brottför De Zerbi

Brighton staðfestir brottför De Zerbi
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Búnir að finna arftaka Greenwood – Hefur aðeins skorað þrjú mörk

Búnir að finna arftaka Greenwood – Hefur aðeins skorað þrjú mörk
Fókus
Fyrir 16 klukkutímum

Myndband sýnir hrottalegt ofbeldi Diddy gegn fyrrum kærustu sinni

Myndband sýnir hrottalegt ofbeldi Diddy gegn fyrrum kærustu sinni
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Varð yngsti leikmaður í sögu efstu deildar og bætti met stórstjörnu – Var 13 ára fyrir mánuði síðan

Varð yngsti leikmaður í sögu efstu deildar og bætti met stórstjörnu – Var 13 ára fyrir mánuði síðan
Eyjan
Fyrir 16 klukkutímum

Viðtöl við forsetaframbjóðendur: Baldur Þórhallsson – Gangi Alþingi fram af þjóðinni skal forseti tafarlaust vísa málinu til þjóðarinnar

Viðtöl við forsetaframbjóðendur: Baldur Þórhallsson – Gangi Alþingi fram af þjóðinni skal forseti tafarlaust vísa málinu til þjóðarinnar
Fókus
Fyrir 17 klukkutímum

Upplifði vítiskvalir á Ozempic: „Verra en að eignast barn“

Upplifði vítiskvalir á Ozempic: „Verra en að eignast barn“
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Jóhann Berg gráti næst er hann kvaddi – Sjáðu myndbandið

Jóhann Berg gráti næst er hann kvaddi – Sjáðu myndbandið

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.