fbpx
Miðvikudagur 30.apríl 2025

Íris Bachmann lenti í einelti á unglingsárunum: „Af hverju þarft þú að láta öðrum líða illa?“

Aníta Estíva Harðardóttir
Mánudaginn 12. mars 2018 15:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Íris Bachmann segir sorglegt hversu mikið einelti krakkar komast upp með að beita aðra á unglingsárunum en sjálf lenti hún illa í því og telur það vera allt of algengt.

Ég þekki marga sem hafa gengið í gegnum einelti. Auðvitað mismikið en það er samt aldrei hægt að bera neitt saman. Einelti er einelti, sama á hvaða „stigi“ það er,

segir Íris í einlægri færslu sinni.

Foreldrar í afneitun

Ég þekki dæmi þar sem foreldrar fara í algjöra afneitun þegar það er rætt við þau um að barnið þeirra sé mögulega að leggja annað barn í einelti. Það er á ábyrgð foreldra að hjálpa sínu barni að læra á lífið og þekki muninn á réttu og röngu.

Íris segir að það sé hrikalegt þegar ekkert sé aðhafst í þeim eineltismálum þar sem foreldrar geranda trúi því ekki upp á barnið og því sé lítið sem ekkert hægt að gera.

Auðvitað eru tilfelli þar sem foreldrar hafa ekki hugmynd um að einelti sé í gangi, hvort sem barnið er gerandi eða þolandi. En þegar það er leitað til foreldra þá finnst mér að það minnsta sem þau geti gert sé að athuga máli, fylgjast með og reyna að fá smá innsýn í lífið hjá barninu. Til dæmis fylgjast með samfélagsmiðlum þeirra svo eitthvað sé nefnt. Allavegana ekki fara í afneitun og láta þetta kyrrt liggja af því að þau trúa þessu ekki.

Í stundarbrjálæði tekur maður ekki réttar ákvarðanir

Íris greinir frá því að það sé margt sem hún vildi óska að hún hefði gert öðruvísi þegar hún var sjálf unglingur.

Í einhverju stundarbrjálði tekur maður ekki alltaf réttar ákvarðanir. Ég vill meina það að þessi mistök sem maður gerði á unglingsárunum læri maður af en auðvitað eru mörk.

Íris ávarpar svo gerendur:

Elsku gerandi. Af hverju þarftu að láta öðru líða illa? Er það til þess að upphefja sjálfan þig? Ertu ekki nógu sáttur með sjálfan þig? Líður þér vel með það að gera lítið úr öðrum? Að skilja út undan? Að búa til kjaftasögur? Að áreita annað fólk? Að beita fólk andlegu og líkamlegu ofbeldi? – Þú þarft ekki að haga þér svona. Þú tekur sjálfur ákvarðanir um hvað þú gerir og hvað þú gerir ekki. Ég skal lofa þér því að reyna að gera lífið leitt hjá annari manneskju mun ekki láta þér líða betur, það gerir bókstaflega ekkert fyrir þig. Ekki neitt!

Að lokum ávarpar Íris svo þolendur eineltis:

Elsku þolandi. Dragðu djúpt andann, horfðu á sjálfan þig í speglinum og sjáðu hvað þú ert fallegur, yndislegur, skemmtilegur og sjáðu alla kostina sem þú hefur. Þú hefur greinilega eitthvað sem gerandi þinn hefur ekki, kannski er þetta afbrýðisemi? Ég get ekki skilið þessa hegðun og sennilega ekki þú heldur. En haltu áfram að vera sterkur og ekki hika við að segja frá. Það er mun erfiðara að ganga í gegnum svona einn. Ég vildi að ég gæti látið allt hætta en því iður hef ég ekki stjórn á þessum einstaklingur. Þeir fara vonandi að líta í eigin barn og átta sig á því að hegðun þeirra er ekki í lagi. Það sé ekki í lagi að leika sér að lífi annara.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 10 klukkutímum

Segja að krónprinsinn sé öskuvondur út í mágkonuna og að til standi að svipta hana konunglegum titlum – „Vilhjálmur mun ekki umbera þetta“

Segja að krónprinsinn sé öskuvondur út í mágkonuna og að til standi að svipta hana konunglegum titlum – „Vilhjálmur mun ekki umbera þetta“
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Var talinn á leið til Manchester en gæti nú endað í Liverpool

Var talinn á leið til Manchester en gæti nú endað í Liverpool
Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Björgólfur Thor sagður hafa borgað 33 milljónir fyrir njósnir gegn aðilum tengdum hópmálsókn gegn sér – „Ég er bara mjög sleginn yfir þessu“

Björgólfur Thor sagður hafa borgað 33 milljónir fyrir njósnir gegn aðilum tengdum hópmálsókn gegn sér – „Ég er bara mjög sleginn yfir þessu“
433
Fyrir 12 klukkutímum

Meistararnir með stórigur – Þróttur sótti þrjú stig í Víkina

Meistararnir með stórigur – Þróttur sótti þrjú stig í Víkina
Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Davíð varð olnbogabarn skólakerfisins eftir höfuðhögg sem hann varð fyrir 9 mánaða gamall – Kallar eftir breytingum því við hljótum að vera að gera eitthvað vitlaust

Davíð varð olnbogabarn skólakerfisins eftir höfuðhögg sem hann varð fyrir 9 mánaða gamall – Kallar eftir breytingum því við hljótum að vera að gera eitthvað vitlaust
Eyjan
Fyrir 14 klukkutímum

Segja mikið drama hafa átt sér stað fyrir framan nefið á Trump

Segja mikið drama hafa átt sér stað fyrir framan nefið á Trump
Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Lögreglan á Kanaríeyjum skaut fáklæddan mann eftir að fjölskylduerjur fóru úr böndunum

Lögreglan á Kanaríeyjum skaut fáklæddan mann eftir að fjölskylduerjur fóru úr böndunum
Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Harma að mötuneyti fyrir eldra fólk í Hafnarfirði hafi verið lokað mánuðum saman – „Þetta eru ekki vönduð vinnubrögð“

Harma að mötuneyti fyrir eldra fólk í Hafnarfirði hafi verið lokað mánuðum saman – „Þetta eru ekki vönduð vinnubrögð“
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Mun Arsenal kaupa sóknarmann í vanda frá Chelsea í sumar?

Mun Arsenal kaupa sóknarmann í vanda frá Chelsea í sumar?