fbpx
Fimmtudagur 14.ágúst 2025

Lady Gaga opinberar veikindi sín

Aníta Estíva Harðardóttir
Miðvikudaginn 13. september 2017 16:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lady Gaga hefur áður tjáð sig um langvinna verki ssem hún glímir við, en hún hefur þó aldrei opinberað hvað valdi þeim.

Í gær ákvað hún þó að segja opinberlega frá því hvað er að hrjá hana.

The Mighty greinir frá því að söngkonan birti yfirlýsingu á Twitter þar sem hún greinir frá því að hún hafi verið greind með vefjagigt.

Vefjagigt er langvarandi verkjasjúkdómur sem veldur miklum verkjum víðsvegar um líkamann, þreytu og gleymsku.

Barátta hennar við sjúkdóminn verður sýnd í nýrri heimildarmynd sem Netflix framleiðir „Gaga: Five Foot Two“ sem kemur út 22 september næstkomandi.

Ég vil vekja athygli á sjúkdóminum og sameina fólk sem hefur hann,“ segir Gaga í yfirlýsingu sinni á Twitter.

Gaga viðurkennir að erfitt hafi verið að taka upp heimildarmyndina og segja frá verkjum sínum, en það hafi einnig verið frelsandi fyrir hana. Hún viðurkennir að það fylgi því oft mikil skömm og sjálfsásakanir að lifa með verkjasjúkdóm og að fólk trúi því ekki alltaf að þetta sé í raun og veru barátta.

Ég vil að fólk sem trúir því ekki að ég geti verið með verki vegna þess að þau sjá mig syngja og dansa horfi á myndina og sjái að þetta er barátta fyrir mig alveg eins og hjá öðrum. Ég vinn mig í gegnum þetta og það er hægt. Við sem erum greind með þennan sjúkdóm þurfum að standa saman. Ég þarf ekki að fela þetta af því að ég er hrædd um að þetta sé veikleiki, þetta er hluti af mér.

segir Gaga um heimildarmyndina.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 4 klukkutímum

Kjartan snýr aftur – „Frá dýpstu hjartarótum þakka ég ykkur öllum“

Kjartan snýr aftur – „Frá dýpstu hjartarótum þakka ég ykkur öllum“
433Sport
Fyrir 4 klukkutímum

Halldór Árnason framlengir við Breiðablik til 2028

Halldór Árnason framlengir við Breiðablik til 2028
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Lögreglan í Svíþjóð rannsakar hvort skotárás og fjárkúgun tengist kaupum Arsenal

Lögreglan í Svíþjóð rannsakar hvort skotárás og fjárkúgun tengist kaupum Arsenal
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Eysteinn varar við þessari hættu – „Ungir karlmenn eru í mestri hættu“

Eysteinn varar við þessari hættu – „Ungir karlmenn eru í mestri hættu“
Pressan
Fyrir 8 klukkutímum

Leitaði ráða hjá ChatGPT og fékk sjaldgæfan sjúkdóm í kjölfarið

Leitaði ráða hjá ChatGPT og fékk sjaldgæfan sjúkdóm í kjölfarið
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Raiola um Donnarumma: ,,Erum í sjokki yfir vinnubrögðunum“

Raiola um Donnarumma: ,,Erum í sjokki yfir vinnubrögðunum“
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Gummi Magg í Breiðablik

Gummi Magg í Breiðablik
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

City hefur samband við Donnarumma

City hefur samband við Donnarumma

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.