fbpx
Laugardagur 27.september 2025

Sara-Yvonne skreytir skó og flíkur með Swarovski kristöllum

Ragna Gestsdóttir
Sunnudaginn 10. september 2017 20:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sara-Yvonne er bloggari á posh.is og í nýlegum pistli sýnir hún hvernig hún hefur breytt skópari sjálf með Swarovski kristöllum.

Skó, danskjóla, armbönd og fleira má föndra sjálf heima og eignast fallega og einstaka flík fyrir minni tilkostnað en að kaupa tilbúið.

Sara-Yvonne notaði um 3300 Swarovski kristalla á þetta skópar og límdi á einn í einu með plokkara. Þetta tók hana um 15 klukkustundir og mælir hún með því að eyða nokkrum dögum í þetta. Swarovski kristallarnir á þessum skóm kostuðu um 50.000 krónur hingað til lands komið. Stærðin sem er á skóm Söru-Yvonne heitir SS20 og eru í litnum crystal AB, sem þýðir að þeir eru svona silfraðir en koma svona regnbogalitir í þá eftir því hvernig birtan skín á þá (AB stendur fyrir Aurora Borealis eða norðurljós á íslensku). Til gamans þá var liturinn crystal AB framleiddur af Swarovski í samstarfi við Christian Dior.

  1. Kaupa Swarovski kristalla, lím og plokkara.
  2. Kaupa skó sem er gott að labba í.
  3. Nota sandpappír til að rispa skóna aðeins svo steinarnir haldist betur.
  4. Raða steinunum á disk og gott að dunda sér við að snúa eins mörgum rétt svo auðveldara sé að ná þeim með plokkaranum.
  5. Setja lím á hvern og einn stein og líma á skóinn. Sumir setja smá lím á skóinn og setja nokkra steina í einu á skóna en hitt hefur virkað betur fyrir mig.
  6. Ég byrja efst og vinn mig niður því efri partur skósins sést mest.

Fleiri myndir og flíkur má sjá í pistli Söru-Yvonne á posh.is.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 13 klukkutímum

Starfskona á barnaheimili dæmd fyrir ofbeldi gegn 21 barni – „Aðeins verstu manneskjur ráðast á varnarlaus börn“

Starfskona á barnaheimili dæmd fyrir ofbeldi gegn 21 barni – „Aðeins verstu manneskjur ráðast á varnarlaus börn“
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Góð tíðindi fyrir Fantasy-spilara

Góð tíðindi fyrir Fantasy-spilara
Pressan
Fyrir 15 klukkutímum

Rotnandi líkið í Teslunni – Segir galið að söngvarinn hafi ekki verið handtekinn og ákærður fyrir barnaníð

Rotnandi líkið í Teslunni – Segir galið að söngvarinn hafi ekki verið handtekinn og ákærður fyrir barnaníð
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Arne Slot segir að um falsfrétt hafi verið að ræða – „Hjá þessu félagi má gera mistök án þess að fá sekt“

Arne Slot segir að um falsfrétt hafi verið að ræða – „Hjá þessu félagi má gera mistök án þess að fá sekt“
Eyjan
Fyrir 16 klukkutímum

Ásmundur Einar hættur í stjórnmálum

Ásmundur Einar hættur í stjórnmálum
Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Annað merki á Vestfjörðum veldur kergju – „Hvort er ljótara? þetta merki eða nýja merkið hjá Vesturbyggð?“

Annað merki á Vestfjörðum veldur kergju – „Hvort er ljótara? þetta merki eða nýja merkið hjá Vesturbyggð?“

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.