fbpx
Laugardagur 03.maí 2025

Rebekka Sif frumsýnir nýtt tónlistarmyndband við hressan sumarsmell

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Miðvikudaginn 16. ágúst 2017 15:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tónlistarkonan Rebekka Sif frumsýndi nú á dögunum myndband við lagið Wondering sem er titillag fyrstu plötu hennar sem kemur út 17. ágúst næstkomandi. Lagið Wondering er hress sumarsmellur sem fjallar um skondin samskipti milli tveggja ástvina. Á plötunni eru ellefu fjölbreytt frumsamin lög sem spanna allt frá indie poppi til rokktónlistar.

Í tilefni útkomu fyrstu plötunnar mun Rebekka Sif halda útgáfutónleika á Rosenberg kl. 21:30 þann 17. ágúst næstkomandi. Þar mun hún koma fram með hljómsveit sem er skipuð Aron Andra Magnússyni á gítar, Sindra Snæ Thorlacius á bassa, Daniel Alexander Cathcart-Jones á hljómborð og Kristófer Nökkva Sigurðssyni á trommur. Söngkonurnar Silja Rós Ragnarsdóttir og Ingibjörg Erla Þórhallsdóttir verða bakraddir.

Tók þátt í The Voice Ísland

Rebekka Sif er efnileg söngkona og lagahöfundur úr Garðabænum. Hún byrjaði að semja tónlist snemma á unglingsárunum en fór ekki að koma fram með sitt eigið efni fyrr en árið 2014. Lagið hennar Dusty Wind komst inn á vinsældalista Rásar 2 seint árið 2014. Sumarið 2015 var mjög farsælt og sat lagið hennar I Told You  í fimm vikur á vinsældalista Rásar 2. Það sama haust tók hún þátt í The Voice Ísland þar sem hún var valin í lið Unnsteins Manuel. Rebekka Sig er útskrifuð úr Tónlistarskóla FÍH í jazz– og rokksöng, en áður hafði hún útskrifast með burtfararpróf í klassískum söng frá Tónlistarskólanum í Garðabæ sem hún lauk aðeins 19 ára gömul. Í haust flytur hún út fyrir landsteinana og mun hefja söngkennaranám í Complete Vocal Institute í Kaupmannahöfn.

Raddþjálfari Skoppu og Skrítlu

Síðustu ár hefur Rebekka unnið alfarið sem tónlistarkona og söngkennari. Hún hefur kennt hjá Sönglist í Borgarleikhúsinu frá árinu 2013 og verið söngstjóri í þremur jólasýningum Borgarbarna. Árið 2014 bjó hún til skapandi söngnámskeið fyrir börn ásamt Klifinu í Garðabæ þar sem börn fá að spreyta sig á lagasmiðum ásamt því að læra söngtækni, framkomu og jafnvel örlítið í hljóðfæranotkun. Rebekka hefur raddþjálfað fyrir Skoppu og Skrítlu, verið söngstjóri í uppsetningu Garðarskóla á söngleiknum Cry Baby, ásamt fleiri mismunandi verkefnum.

Facebook síða Rebekku
Heimasíða Rebekku

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Uppljóstrar um skilaboð sem hann fékk frá Klopp um síðustu helgi

Uppljóstrar um skilaboð sem hann fékk frá Klopp um síðustu helgi
Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Minnst fjölmiðlafrelsi á Norðurlöndum er á Íslandi – Helsta ógnin sögð stafa frá hagsmunaaðilum í sjávarútvegi

Minnst fjölmiðlafrelsi á Norðurlöndum er á Íslandi – Helsta ógnin sögð stafa frá hagsmunaaðilum í sjávarútvegi
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

United hefur áhuga á að fá þýska landsliðsmanninn frítt í sumar

United hefur áhuga á að fá þýska landsliðsmanninn frítt í sumar
Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Sigurður Almar grunaður um að frelsissvipta ferðamann – Lögmaður hans telur að beita eigi öðru úrræði en gæsluvarðhaldi

Sigurður Almar grunaður um að frelsissvipta ferðamann – Lögmaður hans telur að beita eigi öðru úrræði en gæsluvarðhaldi
Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Velta upp hvort nýir hluthafar þurfi að vera jarðfræðingar – „Áður en jarðhræringarnar urðu þá var Bláa lónið í rauninni peningamaskína“

Velta upp hvort nýir hluthafar þurfi að vera jarðfræðingar – „Áður en jarðhræringarnar urðu þá var Bláa lónið í rauninni peningamaskína“
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Leggur til að Ödegaard verði sviptur fyrirliðabandinu hjá Arsenal

Leggur til að Ödegaard verði sviptur fyrirliðabandinu hjá Arsenal

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.