fbpx
Mánudagur 18.ágúst 2025

Miley Cyrus og Jimmy Fallon sungu á lestarstöð í dulargervi

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Föstudaginn 16. júní 2017 12:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Grunlausir farþegar neðanjarðarlestarinnar í New York duttu heldur betur í lukkupottinn á miðvikudaginn. En þá ákváðu Miley Cyrus og Jimmy Fallon að klæða sig í dulargervi og þykjast vera götusöngvarar á lestarstöðinni Rockefeller Center.

„Enginn veit að þetta er að fara að gerast. Enginn veit að þetta er Miley Cyrus,“

sagði Jimmy Fallon um gjörninginn. Þau voru með hárkollur og kúrekahatta og til að setja alveg punktinn yfir i-ið þá settu þau upp sólgleraugu. Þau fóru í karakter og sungu lagið „Jolene“ með Dolly Parton.

Horfðu á myndbandið hér fyrir neðan.

Þó að Miley hafi reynt að fela sig á bak við sólgleraugun þá var röddin hennar þekkjanleg um leið og fljótlega voru þau komin með stóran áhorfendahóp. Þau enduðu með að taka af sér hárkollurnar og syngja annað lag fyrir spennta farþega sem sungu með. Jimmy Fallon og Miley Cyrus ræddu síðan um uppátækið í þættinum hans en þetta var í fyrsta skipti sem Miley fór í neðanjarðarlest.

Miley söng svo tvö lög fyrir gesti Jimmy Fallon, „Malibu“ og nýjasta lagið sitt „Inspired.“ Horfðu á stórglæsilegan flutning hennar hér fyrir neðan.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 5 klukkutímum

Ekkja lét innramma húðflúr af eiginmanninum til að minnast hans – „Gerir svo miklu meira en mynd“

Ekkja lét innramma húðflúr af eiginmanninum til að minnast hans – „Gerir svo miklu meira en mynd“
Fréttir
Fyrir 6 klukkutímum

Segir Carbfix hafa hefnt sín á Heimildinni fyrir gagnrýna umfjöllun

Segir Carbfix hafa hefnt sín á Heimildinni fyrir gagnrýna umfjöllun
Fréttir
Fyrir 6 klukkutímum

Fær loksins leikskólapláss þegar sonurinn er að verða þriggja ára

Fær loksins leikskólapláss þegar sonurinn er að verða þriggja ára
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Segja Liverpool hafa látið vita hver verðmiðinn er

Segja Liverpool hafa látið vita hver verðmiðinn er
Fréttir
Fyrir 8 klukkutímum

Kærði ákvörðun um að fá ekki ökuréttindi aftur eftir að hafa verið sviptur ævilangt fyrir áratug

Kærði ákvörðun um að fá ekki ökuréttindi aftur eftir að hafa verið sviptur ævilangt fyrir áratug

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.