fbpx
Fimmtudagur 01.maí 2025

Aron Brink – Vonast til að geta uppfyllt draum pabba síns

Ritstjórn Bleikt
Laugardaginn 11. mars 2017 12:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það má kannski segja að Aron Brink sé alinn upp í Eurovison-stemmningu, en báðir foreldrar hans hafa oftsinnis komið að keppninni. Aron tekur nú þátt í fyrsta sinn og er einn þeirra sjö flytjenda sem stíga á svið á úrslitakvöldinu.

Við fengum Aron til að taka sér örlitla pásu frá raddæfingum til að svara spurningum fyrir lesendur Bleikt. Gjörið svo vel!

Atriðið þitt í fimm orðum?

Dansandi gleðisprengja, ást, jákvæðni og orka

Hvað er best við söngvakeppnina?

Stemmningin í kringum hana. Hún er alltaf svo smitandi á hverju ári. Allir að horfa og velja sitt uppáhalds lag. Bara svo æðislegt.

Hvernig ætlar þú að undirbúa þig fyrir úrslitakvöldið?

Bara hugsa hvað þetta verður gaman! Við erum búin að æfa stíft þannig ég er ekki stressaður fyrir að við séum ekki nógu vel æfð. Við erum búin að kíkja í marga skóla og það er ótrúlega góð æfing og bara geðveikt gaman.

Hvaða Eurovision-goðsögn dreymir þig um að hitta?

Eurovision goðsögnin mín er Alexander Rybak. En ég hef einmitt hitt hann. Ég hitti hann árið 2011 í Dusseldorf á Eurovision.

Ertu spenntur að hitta Måns?

Já mjög spenntur fyrir því, alltaf spennandi að hitta fyrrum Eurovision sigurvegara.

Uppáhalds Eurovison-lag allra tíma?

Uppáhalds lagið er Me and my guitar með Tom Dice sem hann söng fyrir Belgíu.

Hvernig muntu undirbúa þig á keppnisdag?

Bara taka góða heita sturtu og ekki vera að stressa mig heldur bara hafa gaman af þessu öllu saman.

Hver er þín Eurovision-fyrirmynd?

Það myndi vera pabbi minn Sjonni Brink, hann tók nokkrum sinnum þátt og það var alltaf svo gaman að horfa á hann keppa. Vona ég geti uppfyllt hans draum og minn.

Hvar er hægt að fylgjast með þér fram að keppni?

Við erum með snapchat: hypnotised2017 og svo erum við með Facebook-like síðu þar sem við erum að setja allskonar skemmtilegt inn.

Hvað er framundan hjá þér ef þú vinnur?

Það yrði ótrúleg lífsreynsla ef ég myndi komast alla leið. Það yrði draumurinn.

En ef þú vinnur ekki?

Þá bara held ég áfram að syngja, það er enginn endir. Þá fer maður bara og reynir aftur.

Eitthvað að lokum?

Vona að sem flestir horfi á laugardaginn og kjósi sitt uppáhaldslag! Njótið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Þetta hefur ofurtölvan að segja um möguleika Arsenal eftir höggið í gær

Þetta hefur ofurtölvan að segja um möguleika Arsenal eftir höggið í gær
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Segir frá því hver er sá frægasti til að senda henni skilaboð og hvað hann vildi

Segir frá því hver er sá frægasti til að senda henni skilaboð og hvað hann vildi
Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Rifjar upp skriflega ásökun gegn Arnari sem send var samskiptaráðgjafa ÍSÍ – Kvittuð með tilbúnu nafni og númeri Dominos

Rifjar upp skriflega ásökun gegn Arnari sem send var samskiptaráðgjafa ÍSÍ – Kvittuð með tilbúnu nafni og númeri Dominos
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Svona líta 16-liða úrslitin út

Svona líta 16-liða úrslitin út
Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Lenti í miklum erfiðleikum við að skila peningum sem hann átti ekki – „Ég vona að ég lendi ekki í fangelsi fyrir allan þennan heiðarleika“

Lenti í miklum erfiðleikum við að skila peningum sem hann átti ekki – „Ég vona að ég lendi ekki í fangelsi fyrir allan þennan heiðarleika“
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Fékk rautt gegn United um helgina en þarf ekki að afplána bannið

Fékk rautt gegn United um helgina en þarf ekki að afplána bannið

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.