fbpx
Laugardagur 01.nóvember 2025

50 Shades Darker – Enn ein stiklan frumsýnd – Eigum við að elska hana eða hata?

Ritstjórn Bleikt
Fimmtudaginn 2. febrúar 2017 21:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Já nú eru blendnar tilfinningar að bera blaðakonuna ofurliði. Hún hefur nú ekki verið sérdeilis mikill aðdáandi 50 Shades bókanna – hvað þá fyrstu myndarinnar. Reyndar viðurkennir hún fúslega að fyrstu bókina las hún með eyrunum og hafði því báðar hendur frjálsar – sem var prýðilegt í sumum köflunum.

E.L. James hefur hins vegar sætt töluverðri gagnrýni fyrir helberan misskilning á BDSM – sérstaklega hvað varðar allt sem lýtur að samþykki. Hér er pistill sem ykkar einlæg ritaði eitt sinn um það.

Blendnu tilfinningarnar tengjast hins vegar því hversu frámunalega kynþokkafullur aðalleikarinn í myndinni er. Jamie Dornan setti reyndar heimsmet í kynþokka án atrennu í hlutverki hins hrottalega fjöldamorðingja Paul Spector í þáttaseríunni The Fall, þar sem Gillian Anderson fylgdi reyndar fast á hæla honum. Í þeim þáttum fær írski hreimurinn hans að njóta sín svo um munar – og getum við sammælst um að hann verði bara ALLTAF með fimm daga skegg? ALLTAF!

En hér er ný stikla úr myndinni sem verður frumsýnd um allan heim á Valentínusardaginn, 14. febrúar. Í henni sjáum við svipmynd af stefnumóti þeirra Christians og Anastasiu – frekar sexí… Hvað finnst ykkur?

Kannski að ég mæti bara á myndina með eyrnatappa!

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 6 klukkutímum

Óttar Guðmundsson skrifar: Búðarrölt lögreglustjórans

Óttar Guðmundsson skrifar: Búðarrölt lögreglustjórans
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Langskotið og dauðafærið – Halda vandræði Liverpool áfram?

Langskotið og dauðafærið – Halda vandræði Liverpool áfram?
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Liverpool til í að taka á sig alvöru launapakka

Liverpool til í að taka á sig alvöru launapakka
Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Mótmæla Sundabraut harðlega – „Gufunes er ekki bara tómt landsvæði til að fylla af malbiki“

Mótmæla Sundabraut harðlega – „Gufunes er ekki bara tómt landsvæði til að fylla af malbiki“
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Auðmjúka stjarnan á Íslandi – „Er bara eins og gaur út sveitinni“

Auðmjúka stjarnan á Íslandi – „Er bara eins og gaur út sveitinni“
Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Lögreglan leitar að þessu fólki

Lögreglan leitar að þessu fólki
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Kemur í ljós á þriðjudag hvaða liðum Ísland mætir í undankeppni HM

Kemur í ljós á þriðjudag hvaða liðum Ísland mætir í undankeppni HM
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Friðjón segir Snorra vilja gera Ísland fátækt aftur og sakar þingmanninn um hræðsluáróður

Friðjón segir Snorra vilja gera Ísland fátækt aftur og sakar þingmanninn um hræðsluáróður

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.