fbpx
Laugardagur 27.september 2025

Svona endist varaliturinn lengi – Átt þú líka fleiri varaliti en þú þarft?

Ritstjórn Bleikt
Miðvikudaginn 4. janúar 2017 08:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ég verð að viðurkenna að ég á fleiri varaliti en ég þarf nauðsynlega. Mér finnst varalitur yfirleitt bráðnauðsynlegur til að fullkomna útlitið – eins og skartgripur eða flúr. Líklega gæti ég séð öllum kvenkyns íbúum Skólavörðustígs (þar sem ég bý) fyrir varalit í að minnsta kosti mánuð – og ég er alltaf að finna eitthvað nýtt sem ég hreinlega verð að prófa. Það er að sjálfsögðu ekkert minna en fáránlegt að þurfa að eiga sjö mismunandi tóna af möttum rauðum lit… en ég legg í það minnsta mitt af mörkum til að láta hin kapítalísku hjól atvinnulífsins sem snúa að framleiðslu og sölu varalita snúist.

Ég ákvað að heyra í Ólöfu Eiríksdóttur, sem er sölustjóri hjá Smashbox á Íslandi, og leggja fyrir hana nokkrar spurningar um þetta áhugamál mitt – varaliti!

Ólöf Eiríksdóttir

Hvernig lætur kona varalitinn duga sem lengst?
Þegar kemur að því að láta varalitinn endast sem lengst þarf að hafa margt í huga. Mattari formúlur eða svokallaðar „stain“ formúlur endast lengst á vörunum.  
Eins vill liturinn haldast lengur á vörunum ef þær eru grunnaðar með varalitablýanti eða jafnvel varalitaprimer.  
Klassískt ráð er einnig að móta varirnar, setja varalit. Kyssa svo tissjú. Dusta því næst örlitlu af lausu púðri á varirnar í gegnum tissjú. Það setur/festir litinn án þess að of mikið af púðri fari á varirnar og því næst er sett örlítið meira af varalit.  
Til þess að vera viss um að það verði engin breyting á sjálfum litnum er gott að nota litlausa varablýanta.
Áður en allt þetta er gert er gott að hafa varirnar sem mýkstar. Gott er að skrúbba varirnar létt á kvöldin annaðhvort með til þess gerðum varaskrúbb eða aðeins með tannburstanum og nota svo góðan varasalva yfir nóttina .


Er einhver varalitur í heiminum kelerísheldur?
Haha – tja hvernig skilgreinir maður kelerí og kelerísheldur. Nýju möttu blautu formúlurnar komast nú samt ansi nálægt því að vera kossheldar.  

Verða möttu litirnir áfram heitastir?
Möttu litirnir munu smám saman fara yfir í kremaðar og glossaðar varir. Bleikir tónar og áberandi litir koma sterkir inn og metallic áferð á vörunum gæti orðið mjög skemtilegt trend með vorinu og fram á sumar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 11 klukkutímum

Segir að hann hafi ekki verið latur heldur annars hugar vegna ummæla Charlie Sheen

Segir að hann hafi ekki verið latur heldur annars hugar vegna ummæla Charlie Sheen
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Ungstirni kallað til æfinga hjá United – Lykilmaður sást ekki á æfingu í gær

Ungstirni kallað til æfinga hjá United – Lykilmaður sást ekki á æfingu í gær
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Umdeild skoðun frá umdeildum manni – Telur að morðið á Kirk sé stærra fyrir söguna en morðið á Martin Luther King

Umdeild skoðun frá umdeildum manni – Telur að morðið á Kirk sé stærra fyrir söguna en morðið á Martin Luther King
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Vondar fréttir af Cole Palmer sem fær hvíld næstu vikurnar

Vondar fréttir af Cole Palmer sem fær hvíld næstu vikurnar
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Liverpool vill franska landsliðsmanninn frítt næsta sumar

Liverpool vill franska landsliðsmanninn frítt næsta sumar
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Sparkaði frúnni út vegna tarotspila og kakó athafna – Virðist enginn leið til baka

Sparkaði frúnni út vegna tarotspila og kakó athafna – Virðist enginn leið til baka

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.