fbpx
Laugardagur 27.apríl 2024

Helga er ástfangin – Hvað skyldi manninum hennar finnast um nýja kærastann?

Ritstjórn Bleikt
Miðvikudaginn 4. janúar 2017 22:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kannist þið við tilfinninguna? Að vera sjúklega glæpsamlega ástfangin og vilja eyða hverri meðvitaðri stund – og gjarna líka ómeðvitaðri, sofandi í fangi elskhuga – með viðkomandi. Að þrá að kynna hann fyrir fjölskyldu og vinum og tala endalaust í setningum sem byrja á „ég og kærastinn minn….“.

Örugglega pínulítið böggandi fyrir utanaðkomandi sem fá að fylgjast með parinu ganga í gegnum draumkenndan fasann sem einkennir oft upphaf sambanda. En hversu brjálæðislega böggandi skyldi þetta þá vera fyrir manninn minn! Tökum fram að maðurinn minn og umræddur kærasti eru EKKI sami maðurinn. Því við erum fjölelskandi/fjölkær/poly. Já ég er nú hrædd um það!

Að vera fjölelskandi er ekki fluga sem við fengum í höfuðið nú á haustmánuðum og byrjuðum að hleypa fólki inn í samband okkar. Þetta var búið að blunda í okkur lengi og við fórum akademísku leiðina og lásum okkur til bæði í bókum og á netinu.

Eitt af því sem við lásum um kom síðan eins kallað þegar annað okkar varð í fyrsta skiptið yfir sig ástfangið. Nýjabrumsorkan ógurlega og hvernig á að tækla hana. „New Relationship Energy“ er nefnilega nokkuð sem flestallir ganga í gegnum.

Þetta er orkan sem færir eða jafnvel þrýstir okkur nær hvort öðru, gefur mér auka klukkustundir til að vaka og horfa djúpt í augu kærastans, vilja spyrja hann 1001 spurningar og kyssast tímunum saman.

Ef maður veit hvað er að gerast og getur tekið því sem eðlilegum hlut er ekkert ógnandi við þetta ástand. Makinn getur jafnvel upplifað ákveðna samkennd (e.compersion) og samglaðst og nýtt sér orkuna sem nýjabrumsorkuríka manneskjan ber með sér heim eftir kvöldstund með kærastanum.

Kærastinn minn (já, ég þreytist ekki á að skrifa þetta og segja) var einhleypur þegar við kynntumst og upplifir þessa orku á annan hátt en ég.

Það sem kemur honum á óvart er að matur bragðast skyndilega öðruvísi. Hann er léttari í lundu og tekur eftir að börnin hans eiga auðveldara með að nálgast hann. Og það sem honum fannst áður fráhrindandi tilhugsun eða jafnvel kæfandi (að vera með einhverja dömu á heilanum) er núna kærkomið og dásamlegt.

Ég er nokkuð sannfærð um að nýjabrumsorkan sé mannskepnunni holl og nærandi. Að fá að upplifa og deila með kærastanum OG makanum fær mig til að vilja knúsa allan heiminn! Ég byrja á sjálfri mér.

Góður díll fyrir jólaþreytta móður, eiginkonu og kærustu.

Ykkar Helga (dulnefni)

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 8 klukkutímum

Heiðar tjáir sig um Kveiksmálið og segir engin annarleg sjónarmið búa að baki ákvörðuninni

Heiðar tjáir sig um Kveiksmálið og segir engin annarleg sjónarmið búa að baki ákvörðuninni
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Sjáðu myndbandið umtalaða – Klopp og Salah rifust á hliðarlínunni

Sjáðu myndbandið umtalaða – Klopp og Salah rifust á hliðarlínunni
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

„Galið“ ef hún verður áfram á Íslandi

„Galið“ ef hún verður áfram á Íslandi
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Borga metfé fyrir frænda Maradona – Tvöfalda félagsmetið

Borga metfé fyrir frænda Maradona – Tvöfalda félagsmetið