fbpx
Laugardagur 16.ágúst 2025

Vera ættleiddi lemúr – „Vonandi get ég kíkt á hana einhverntímann“

Ritstjórn Bleikt
Mánudaginn 30. janúar 2017 20:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Útvarpskonan og vitringurinn Vera Illugadóttir er búin að ættleiða lemúr! Já, þið rekið eflaust upp stór augu, því lemúrar eru jú fjarri því að þrífast á Íslandi, en þessi býr dálítið langt í burtu. Við heyrðum í Veru til að forvitnast um litla lemúrinn hennar.

„Þetta er svipað og fólk sem gerist heimsforeldrar fátækra barna og munaðarleysingja úti í heimi, nema hvað ég styrki lítinn músalemúr sem býr á lemúrarannsókna – og verndunarstöð í Duke-háskóla í Norður-Karólínu,“ segir Vera í samtali við blaðakonu Bleikt.

Hér sjást ættleiðingarpappírarnir.

Hún hafði lengi fylgst með starfi þessarar rannsóknastöðvar sem er leiðandi í rannsóknum og verndum lemúra á heimsvísu. „Þegar ég sá svo að þeir buðu upp á „ættleiðingar“ fannst mér sjálfsagt að styðja það starf.“

Lemúrar í uppáhaldi

„Lemúrar eru meðal minna uppáhalds dýra, og ég rek auðvitað vefritið Lemúrinn.is með öðrum. Þetta eru mjög merkilegar og fjölbreytilegar skepnur, og í gríðarlegi mikilli útrýmingarhættu, svo mér finnst mikilvægt styðja verndunarstarf í þeirra þágu.“

Hér er hún Thistle að gæða sér á einhverju góðgæti.

Lemúrinn hennar Veru er svokallaður músalemúr, sem er minnsta lemúrategundin, á stærð við mús eins og nafnið bendir til. „Hún heitir Thistle, er kvenkyns, fimm ára gömul, og samkvæmt pappírunum sem ég hef fengið um hana er hún fjörug og hefur gaman af því að stökkva milli trjágreina og éta maðka.“

Gætu hist

Svo heppilega vill til að eitt af því sem er innifalið í ættleiðingunni er að Vera má koma og heimsækja rannsóknarstöðina og þá um leið sinn lemúr. „Ég á ekki beint annað erindi til Norður-Karólínu á næstunni en vonandi get ég kíkt á hana einhverntímann. Það yrðu vafalaust miklir fagnaðarfundir!“

Að lokum ákvað blaðakona að inna Veru eftir frekari gæludýraeign. „Ég á annars bara gamlan kött sem býr hjá foreldrum mínum. Við vorum miklir vinir en hann hefur aldrei fyrirgefið mér fyrir að hafa flutt að heiman fyrir sjö árum og virðir mig ekki lengur viðlits.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Vekur athygli á hvimleiðum ósóma ferðamanna – „Þessari áráttu að ferðast og skilja eftir sig subbuskap“

Vekur athygli á hvimleiðum ósóma ferðamanna – „Þessari áráttu að ferðast og skilja eftir sig subbuskap“
Fókus
Fyrir 12 klukkutímum

Sýningaropnun Lilju á laugardag – Um leið og þú lítur undan

Sýningaropnun Lilju á laugardag – Um leið og þú lítur undan
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Sunderland kaupir varnarmann PSG – Búnir að eyða 150 milljónum punda í sumar

Sunderland kaupir varnarmann PSG – Búnir að eyða 150 milljónum punda í sumar
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Ederson verður ekki í hóp hjá City um helgina – Framtíð hans í lausu lofti

Ederson verður ekki í hóp hjá City um helgina – Framtíð hans í lausu lofti
Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Íbúar á Þórshöfn kvarta sáran undan hávaða og mengun – „Ég get ekki sætt mig við það að þetta sé komið til að vera svona í framtíðinni“

Íbúar á Þórshöfn kvarta sáran undan hávaða og mengun – „Ég get ekki sætt mig við það að þetta sé komið til að vera svona í framtíðinni“
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Arteta lét leikmenn kjósa í gær – Odegaard heldur fyrirliðabandinu

Arteta lét leikmenn kjósa í gær – Odegaard heldur fyrirliðabandinu
Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Mótmælendur í Alaska lýsa yfir stuðningi við Úkraínu

Mótmælendur í Alaska lýsa yfir stuðningi við Úkraínu
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Eiður Smári fór til læknis – „Sæll Eiður, ég er með bæði góðar og slæmar fréttir“

Eiður Smári fór til læknis – „Sæll Eiður, ég er með bæði góðar og slæmar fréttir“