fbpx
Miðvikudagur 12.nóvember 2025

Steikt hrísgrjón Berglindar eru betri en “takeaway”

Ritstjórn Bleikt
Fimmtudaginn 12. janúar 2017 16:55

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ég hreinlega dýrka góða hrísgrjónarétti og gæti satt best að sega borðað hrísgrjón í öll mál. Reyndar á mínum yngri árum gerði ég það heilt sumar. Hrísgrjón í hádeginu og hrísgrjón á kvöldin og var alsæl. Ekki flókinn matarsmekkurinn á þeim tíma.

Hér kemur réttur sem mætir hrísgrjónaþörfinni vel og er mögulega aðeins hollari en eintóm hrísgrjón. Þessi “stir fry” réttur kemur af uppskriftarsíðunni The Recipe critic og kallast þar “Better than takaway rice” og er einn allra vinsælasti réttur síðunar frá upphafi. “Had me at hello” verandi hrísgrjónaaðdáandi og vakti hún mikla lukku. Uppskriftin er einföld og fljótleg í gerð og er með kjúklingi, hrísgrjónum, grænmeti og eggjum. Frábær réttur fyrir alla fjölskylduna.

Steikt hrísrjón með kjúklingi, eggjum og grænmeti
1 bolli hrísgrjón
2 bollar vatn
3 msk sesamolía, t.d. Sesame oil frá Blue dragon
3 kjúklingabringur, eldaðar og rifnar niður
1 laukur, saxaður
2 hvítlauksrif, pressuð
1/2 bolli grænar baunir, frosnar
4 gulrætur, skornar smátt
2 egg
60 ml soyasósa, t.d. Dark soy sauce frá Blue dragon

  1. Sjóðið hrísgrjón í vatninu þar til þau eru fullelduð.
  2. Hitið sesamolíu á pönnu við meðalhita. Bætið lauk, hvítlauk, grænum baunum og gulrótum út á pönnuna og steikið í 5-7 mínútur.
  3. Hrærið egg á pönnu og blandið síðan saman við grænmetið.
  4. Bætið því næst hrísgrjónum, kjúklingi og soyasósu á pönnuna. Blandið vel saman.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Gunnar kallar eftir breytingum í samstarfi skóla og íþrótta á Íslandi – „Ég er að tala um ef Kalli brókar þrjá inni á baði, auðvitað á það ekki að fá viðgangast“

Gunnar kallar eftir breytingum í samstarfi skóla og íþrótta á Íslandi – „Ég er að tala um ef Kalli brókar þrjá inni á baði, auðvitað á það ekki að fá viðgangast“
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Eiður Aron fylgir Davíði Smára í Njarðvík

Eiður Aron fylgir Davíði Smára í Njarðvík

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.