fbpx
Þriðjudagur 19.ágúst 2025

Mynd móður að gefa brjóst vekur hörð viðbrögð: „Þarf öruggan stað til að deila þesssari fallegu mynd“

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Laugardaginn 29. júlí 2017 10:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mynd móður að gefa barni brjóst hefur vakið mikinn usla á samfélagsmiðlum, strax frá fyrstu mínútu vakti myndin hörð viðbrögð og voru netverjar vægast sagt brjálaðir. Ástæðan er ekki af því hún er að gefa brjóst heldur hvað hún er að gera á meðan. En hún er að reykja kannabis úr hasspípu.

Samkvæmt götublaðinu The Sun er móðirin frá Oregon þar sem kannabis er löglegt. Hún ákvað að deila mynd af sér sjálfri vera að fá sér smók úr hasspípu á meðan er að gefa barninu sínu brjóst.

Hún deildi myndinni í hópnum CannaParentingSupport og skrifaði með „Þarf öruggan stað til að deila þessari fallegu mynd“.

„Need a safe place to share this beautiful picture – feeling blessed…“ – Mynd/The Sun

Viðbrögðin létu ekki á sér standa og fékk móðirin yfir sig ógrynni af neikvæðum ummælum sem snerust aðallega að heilsu barnsins.

„Ef þú ætlar að reykja gerðu það í burtu frá barninu! Hvort sem þetta er sviðsett eða ekki þá ætti aðaláherslan þín að vera á að gefa barninu þínu að borða, ekki deila myndum á Facebook.“

„Ekki gleyma óbeinum reykingum fyrir barnið… f**king fávitar“

„Ég er enginn læknir en ég er frekar viss um að ef nýfætt barn andar inn einhverju öðru en lofti þá er það örugglega slæmt.“

Hún fékk þó einnig jákvæð ummæli líka, þar sem þetta var inn á hópnum CannaParentingSupport. En það er kannabis stuðningshópur fyrir foreldra.

„Haha ég geri þetta SVO OFT“

„Elska hárið þitt“

„ELSKA ÞETTA!! Kærastinn minn gerði þetta fyrir mig þegar ég var að gefa brjóst og auðvitað þarftu að beygja þig fram svo þú rekst ekki í hausinn þeirra eða kveikir í litlu hárunum þeirra.“

Sjá einnig: Gefur barni brjóst á meðan hún stundar kynlíf – Finnst ekkert að því

Þetta kemur fram á vef Landlæknis um fíkniefni og brjóstagjöf:

„Ekki er undir nokkrum kringumstæðum mælt með brjóstagjöf ef móðir neytir fíkniefna. Sem dæmi má nefna að styrkur Kannabis (hass) í móðurmjólk er átta sinnum meiri en í blóði móður“

Hvað segja lesendur um málið?

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 2 klukkutímum

Wissa í stríð við félagið og hegðun hans á Instagram vekur mikla athygli

Wissa í stríð við félagið og hegðun hans á Instagram vekur mikla athygli
Pressan
Fyrir 2 klukkutímum

Rekinn eftir samlokuárás

Rekinn eftir samlokuárás
Pressan
Fyrir 6 klukkutímum

Fernt lagði af stað í gönguna – Þrennt sneri aftur

Fernt lagði af stað í gönguna – Þrennt sneri aftur
Pressan
Fyrir 11 klukkutímum

Trudy var 11 ára þegar hún hvarf árið 1996 – Nú telur lögregla sig vita hvað gerðist

Trudy var 11 ára þegar hún hvarf árið 1996 – Nú telur lögregla sig vita hvað gerðist
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Sjáðu myndirnar – Vakti furðu í tveggja ára afmæli dóttur sinnar í gegnsæjum fötum

Sjáðu myndirnar – Vakti furðu í tveggja ára afmæli dóttur sinnar í gegnsæjum fötum
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Chelsea vill losna við níu leikmenn á næstu dögum – Nokkur stór nöfn

Chelsea vill losna við níu leikmenn á næstu dögum – Nokkur stór nöfn