fbpx
Þriðjudagur 07.maí 2024

Sólborg rappari – „Vonandi verður þetta lag hvatning fyrir einhverjar stelpur til að láta vaða“

Ritstjórn Bleikt
Mánudaginn 22. maí 2017 17:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tónlistarkonan Sólborg Guðbrandsdóttir var að gefa út lag og myndband við það. Lagið heitir Skies in paradise, og er hennar fyrsta lag. Okkur á Bleikt lék forvitni á að vita ýmislegt um þessa tvítugu tónlistarkonu og fengum hana til að svara nokkrum spurningum.

Hvernig er samband þitt við tónlist?

Að mínu mati er tónlist eitt það magnaðasta í þessum heimi. Hún getur haft alls konar áhrif á mann og hjálpað manni á erfiðum stundum. Ég leita mikið í tónlist til að líða betur og hún hefur alltaf verið stór partur af mínu lífi. Ég ólst mikið upp í kringum tónlist og hef síðan ég var lítil sungið með tvíburasystur minni. Til að vera smá væmin þá veit ég ekki hvar ég væri í dag ef ég hefði ekki geta leitað til tónlistar. Besta tilfinning sem ég hef upplifað hingað til er adrenalínið sem fylgir því að standa upp á sviði fyrir framan fullt af fólki og syngja fyrir það og vonandi fæ ég að gera meira af því í framtíðinni.

Hvað kemur til að þú gefur út lag núna?

Ég byrjaði ekki að semja tónlist sjálf fyrr en í byrjun þessa árs þó ég hafi lengi verið í kringum tónlist. Ég er minn harðasti gagnrýnandi og taldi mér alltaf trú um að ég gæti ekki samið mitt eigið efni. En svo þegar maður fer að semja í kringum eigin tilfinningar og tjá sig heiðarlega í gegnum tónlistina fer allt saman að virka. Það fylgir því rosalega mikil útrás að geta sagt og sungið nákvæmlega það sem þú vilt í þínum eigin lögum.

Mig er lengi búið að langa að gefa út eigið efni og fannst kominn tími til þess núna. Ég átti þetta lag til frá því fyrir nokkrum mánuðum síðan og ákvað að kýla bara á þetta núna og er mjög sátt með útkomuna. Það eru líka fáar stelpur á Íslandi að gefa út rapplög og vonandi verður þetta lag hvatning fyrir einhverjar stelpur til að láta vaða, hafi þær áhuga á því að rappa. Við erum nefnilega ekkert síðri en strákarnir þó við fáum ekki jafnmikla athygli. Ég er þó mun meira að syngja heldur en að rappa og næstu lög verða örugglega í samræmi við það.

Segðu mér frá laginu.

Lagið fjallar um það að komast yfir ástarsorg, að leyfa ekki einhverjum öðrum að segja þér að þú sért ekki nógu góð og stefna langt í lífinu. Ég held að flestir hafi upplifað það einhvern tíma að líða eins og þeir séu ekki nógu mikið svona eða nógu mikið hitt, miðað við allt sem samfélagið ætlast til af okkur. En málið er bara það að það eina sem skiptir máli í þessu lífi er að gera það sem gerir mann sjálfan hamingjusaman. Við komumst víst ekki langt áfram óhamingjusöm, svo mikið er víst. Ég samdi þetta lag þegar ég var frekar langt niðri og mér finnst magnað að sjá það núna, nokkrum mánuðum seinna, hvað eitthvað sem olli mér vanlíðan þá veldur mér í dag mikilli hamingju í gegnum þetta lag.

Eru einhverjir tónlistarmenn áhrifavaldar hjá þér?

Ég hlusta mikið á John Mayer og finnst einhvern veginn allt sem hann gefur út gott. Hann lætur mér alltaf líða vel þegar ég hlusta á hann. Það er magnað að fylgjast með jafn miklum listamönnum og honum. Maður horfir á hann spila og finnur bara hvað tónlist er honum mikilvæg og hvað hann bókstaflega lifir fyrir hana. Tónlistarmenn sem hreyfa almennilega við manni eru ekki á hverju strái og það eru einmitt fallegustu listamennirnir. Ekkert endilega þeir sem ná að syngja flóknustu slaufuna eða hæsta tóninn, heldur þeir sem skilja mann eftir með eitthvað til að hugsa um. Gott dæmi um það er sigurvegari Eurovision í ár, Salvador Sobral. Fyrsta og líklega eina skiptið sem græt yfir Eurovison flutningi.

Einn af þeim tónlistarmönnum hér á landi sem ég lít mikið upp til er án efa Jóhanna Guðrún Jónsdóttir, söngkona sem ætti að vera löngu orðin heimsfræg. Hún, og einnig kærasti hennar, Davíð Sigurgeirsson, eru dæmi um tónlistarmenn sem gera mig alltaf orðlausa. Þau eru algjörir töframenn.

Hvað er svo á döfinni hjá þér í tónlistinni?

Ég er á fullu að semja meira efni og mun reyna eftir bestu getu að gefa út fleiri lög á næstunni. Svo verður maður bara að bíða og sjá. Draumurinn er auðvitað að geta unnið við tónlist alla daga, en það kemur víst ekki hlaupandi til manns. Þegar maður leggur hart að sér skilar það sér margfalt til baka og það er það sem ég mun gera á næstu mánuðum.

Hér er svo myndband Sólborgar við lagið Skies in Paradise:

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 klukkutímum

Viðtöl við forsetaframbjóðendur: Jón Gnarr – Áhersla á hið þjóðlega – þjóðarstolt en ekki þjóðernishyggja

Viðtöl við forsetaframbjóðendur: Jón Gnarr – Áhersla á hið þjóðlega – þjóðarstolt en ekki þjóðernishyggja
433
Fyrir 3 klukkutímum

Án þess að æfa hlóð Gylfi í þessa frammistöðu – Tölfræði hans varnarlega vekur sérstaka athygli

Án þess að æfa hlóð Gylfi í þessa frammistöðu – Tölfræði hans varnarlega vekur sérstaka athygli
433Sport
Fyrir 4 klukkutímum

Segist hafa gert nákvæmlega sömu mistök og Arnar – „Þess vegna segi ég þetta“

Segist hafa gert nákvæmlega sömu mistök og Arnar – „Þess vegna segi ég þetta“
Eyjan
Fyrir 4 klukkutímum

Deilt um lántökur Kópavogsbæjar – „Kópavogsbúar framtíðar eigi að axla ábyrgð á óábyrgum rekstri“

Deilt um lántökur Kópavogsbæjar – „Kópavogsbúar framtíðar eigi að axla ábyrgð á óábyrgum rekstri“
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Gummi Ben uppljóstrar því hvað Viðar gerði nákvæmlega og Baldur segir – „Ganga fullt af sögum og maður veit ekki hverjar eru sannar“

Gummi Ben uppljóstrar því hvað Viðar gerði nákvæmlega og Baldur segir – „Ganga fullt af sögum og maður veit ekki hverjar eru sannar“
Fréttir
Fyrir 7 klukkutímum

Flugumenn sænskra glæpagengja hafa laumað sér í raðir lögreglunnar

Flugumenn sænskra glæpagengja hafa laumað sér í raðir lögreglunnar
Pressan
Fyrir 8 klukkutímum

Veirufaraldur í mjólkurkúm vekur áhyggjur af nýjum heimsfaraldri

Veirufaraldur í mjólkurkúm vekur áhyggjur af nýjum heimsfaraldri
Pressan
Fyrir 8 klukkutímum

Gullverðið þýtur upp og þar eiga Kínverjar stóran hlut að máli

Gullverðið þýtur upp og þar eiga Kínverjar stóran hlut að máli

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.