fbpx
Föstudagur 16.maí 2025

Hún greindist kornung með geðklofa – Teiknar magnaðar myndir af ofskynjunum sínum

Ritstjórn Bleikt
Miðvikudaginn 19. apríl 2017 10:58

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kate segist alltaf hafa verið listakona, en ekki gert sér grein fyrir þýðingu þess fyrr en hún veiktist af geðklofa. Henni er reyndar illa við hugtakið geðsjúkdómar, og finnst það gefa til kynna að hún sem manneskja sé á einhvern hátt skemmd eða brotin.

„Því miður er það þannig, að um leið og ég segi fólki frá því sem ég glími við, líður mér eins og það sjái aðeins þann þátt í fari mínu,“ segir Kate í færslu sem hún birti á Bored Panda.

Þau sjá fordómana sem ýtt er undir í fjölmiðlum, og ónákvæmu steríótýpurnar sem sjást gjarnan í Hollywood myndum. Einmitt þess vegna er ég svna opin um það sem ég lifi með.

Ég heiti Kate og er 18 ára listakona með geðklofa:

Ég hef verið greind með ýmislegt og fengið ýmsa merkimiða í gegnum árin. Það var loksins þegar ég var orðin 17 ára og foreldrar mínir tóku eftir versnun, að ég var greind með geðklofa.

Ég teikna gjarnan ofskynjanir mínar því það hjálpar mér að kljást við þær:

Ofskynjunum mínum fylgja gjarnar raddir og hljóð, ég sé pöddur, andlit og augu:

Oft skynja ég skordýr og þunglyndið fær mig til að finnast ég einskis virði, eins og fluga. Skordýramyndirnar túlka veikindin mín:

Þessi skríður út úr viftunni í loftinu hjá mér, eða ég sé hann skríða undan hlutum

Þetta er sjálfsmynd. Ég leit í spegil og augun mín gerðu þetta. Ég málaði mynd

Ég fæ gjarnan mjög sterkar tilfinningar, og heyri raddir sem segja mér að kveikja í hlutum

Það sem ég lifi við er ekki auðvelt og getur verið hamlandi, en ég bý ekki á götunni og geng um öskrandi um geimverur sem nema fólk á brott. Það er ekki þar með sagt að fólk þarna úti geti verið það veikt – það er til. Samt er líka fullt af fólki sem er eins og ég, sem dvelur að mestu heima hjá sér lokað inni í herbergi. Einkennin geta verið mismunandi og misalvarleg. Reynsla hverrar manneskju er einstök.

Sjáðu fleiri myndir eftir Kate á Bored Panda.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 klukkutímum

Spáir deilum á milli Trump og nýja páfans

Spáir deilum á milli Trump og nýja páfans
433Sport
Fyrir 3 klukkutímum

Real Madrid nær samkomulagi um kaupverðið – Ræða nú um launin

Real Madrid nær samkomulagi um kaupverðið – Ræða nú um launin
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Brynjar Björn opnar sig um það þegar Grindvíkingar ráku hann úr starfi í fyrra – „Það hefur þurft að skipta um blek í prentaranum“

Brynjar Björn opnar sig um það þegar Grindvíkingar ráku hann úr starfi í fyrra – „Það hefur þurft að skipta um blek í prentaranum“
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Magnað gengi Vestra heldur áfram – Hentu Íslandsmeisturunum úr leik á útivelli

Magnað gengi Vestra heldur áfram – Hentu Íslandsmeisturunum úr leik á útivelli
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

FIFA telur tíma komin á það að fótboltinn komi heim til Englands – HM 2038 gæti farið fram þar

FIFA telur tíma komin á það að fótboltinn komi heim til Englands – HM 2038 gæti farið fram þar
Eyjan
Fyrir 14 klukkutímum

Starbucks í samstarf við Fastus

Starbucks í samstarf við Fastus

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.