fbpx
Sunnudagur 19.október 2025

Hundur Elvars og Tönju er með yfir tíu þúsund fylgjendur á Instagram

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Miðvikudaginn 5. apríl 2017 13:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Instagram stjarnan og hundurinn Bee er með yfir tíu þúsund fylgjendur á Instagram. Eigendur hennar, Elvar Andri og Tanja Elín fengu hana í október 2015, en hún fæddist 28. ágúst sama ár. Bleikt hafði samband við Elvar og fékk að forvitnast aðeins um Bee og Instagram frægð hennar. Elvar og Tanja búa í Martin í Slóvakíu, en Bee fæddist í Tékklandi. Hún er hreinræktaður Italian Greyhound sem eru eins og smábörn að sögn Elvars. Það þarf að tannbursta þá, klæða þá í föt þegar það er kalt, bera á þá sólarvörn í sólinni og svo framvegis.

I can also Bee a serious model

A post shared by Bee The Italian (@beetheitalian) on

„Hún er æðislegur persónuleiki, hún er glöð, þarf mikla hreyfingu og það sem hún ELSKAR er að kúra með okkur og líka að liggja í sólbaði úti á svölum,“

sagði Elvar í samtali við Bleikt. Aðspurður hvernig Instagram ævintýrið þeirra hófst segir hann að upphaflega var hugmyndin sú að sýna vinum og fjölskyldu á Íslandi hundinn og í raun hvað hún væri falleg. Elvar gerði Instagram síðuna 19. september 2016 og nú fylgjast 10.600 einstaklingar með Bee.

Nothing better than cuddling with mom ❤

A post shared by Bee The Italian (@beetheitalian) on

Hvernig finnst ykkur viðbrögðin sem þið hafið fengið við Instagram síðunni?

„Það er gaman að hafa svona fylgjendur, gaman að fá jákvæð viðbrögð við myndum af henni. Síðan finnst mér gaman að dunda mér að taka myndir af henni.“

Fylgjendur Bee koma alls staðar frá og hefur það komið þeim á óvart hvað þau fá mörg „like“ miðað við fylgjendur.

? Treat yo self ?

A post shared by Bee The Italian (@beetheitalian) on

Bee er ótrúlega sterkur og lífsglaður hundur og sýndi það sig svo sannarlega fyrstu áramótin hennar. Þegar hún var aðeins 4 mánaða datt hún og braut á sér framlöppina. Þau þurfti að bruna með hana upp á dýraspítala þar sem þeim var sagt að Bee þyrfti að fara í aðgerð. Þar sem þetta var yfir hátíðirnar þurftu þau að bíða í rúmlega viku og var Bee í miklum sársauka á meðan. Hún gat lítið hreyft sig og þurfti að vera í bleyju. Hún var mjög veik af verkjalyfjunum og var því ekki á lyfjum megnið af tímanum.

Hún fékk síðan skrúfur og plata var grædd í beinið. Platan hefur síðan verið fjarlægð með annarri aðgerð. Bee fór semsagt í tvær aðgerðir fyrir fimm mánaða aldur en lét það ekki stoppa sig og hljóp á eftir bolta í gifsinu sínu. Það sýnir heldur betur hvað Bee er einstakur, sterkur og lífsglaður hundur. Ekki skemmir fyrir hvað hún er hrikalega krúttleg og guðdómlega falleg.

Love my pink onesie ?

A post shared by Bee The Italian (@beetheitalian) on

Cuddle Sunday's are meant to Bee

A post shared by Bee The Italian (@beetheitalian) on

So hard to get up in the morning ?

A post shared by Bee The Italian (@beetheitalian) on

Til að fylgjast með Bee á Instagram, sem við mælum algjörlega með, kíktu hér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Segir síðasta verkfall flugumferðarstjóra hafa kostað Icelandair 700 milljónir króna

Segir síðasta verkfall flugumferðarstjóra hafa kostað Icelandair 700 milljónir króna
Pressan
Fyrir 23 klukkutímum

Reiðilestur uppgjafahermanns vekur athygli – „Ég vissi alltaf að það yrðu fjandans dekurdýrin sem myndu fella þjóð okkar“

Reiðilestur uppgjafahermanns vekur athygli – „Ég vissi alltaf að það yrðu fjandans dekurdýrin sem myndu fella þjóð okkar“
433Sport
Í gær

Ræddu tíðindin af Viðari – „Þessir þjálfarar taka stundum skrýtnar ákvarðanir“

Ræddu tíðindin af Viðari – „Þessir þjálfarar taka stundum skrýtnar ákvarðanir“
Fréttir
Í gær

Um 170 milljón króna gjaldþrot hjá skattsvikara – Fékk fangelsisdóm fyrir rekstur tveggja félaga í Grindavík

Um 170 milljón króna gjaldþrot hjá skattsvikara – Fékk fangelsisdóm fyrir rekstur tveggja félaga í Grindavík
433Sport
Í gær

Umræða sem þjálfarar þurfa að venjast – „Annað hvort erum við bestir í heimi eða kunnum ekki neitt“

Umræða sem þjálfarar þurfa að venjast – „Annað hvort erum við bestir í heimi eða kunnum ekki neitt“
Fréttir
Í gær

Eldri maður sagður hafa áreitt unglingsstúlku við Engihjalla – Reyndi að komast inn í bíl hennar

Eldri maður sagður hafa áreitt unglingsstúlku við Engihjalla – Reyndi að komast inn í bíl hennar

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.