fbpx
Miðvikudagur 13.ágúst 2025
Fókus

Sjáðu nýja stiklu úr Lof mér að falla

Tómas Valgeirsson
Þriðjudaginn 7. ágúst 2018 13:43

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Glæný stikla er lent úr kvikmyndinni Lof mér að falla, þeirri nýjustu úr smiðju leikstjórans Baldvins Z en hann skrifar einnig handrit myndarinnar ásamt Birgi Erni Steinarssyni.

Lof mér að falla fjallar um hina 15 ára gömlu Magneu en líf hennar umturnast þegar hún kynnist hinni átján ára gömlu Stellu. Magnea laðast að hispurslausu lífi Stellu og þróar Magnea sterkar tilfinningar til hennar sem Stella notfærir sér til eigin hagsbóta. Stella leiðir Magneu inn í heim fíkniefna sem hefur alvarlegar afleiðingar fyrir þær báðar. 12 árum síðar liggja leiðir þeirra óvænt saman og verður uppgjör á milli þeirra óumflýjanlegt.

Stikluna má sjá að neðan.


Með aðalhlutverk í Lof mér að falla eru leikkonurnar Elín Sif Halldórsdóttir og Eyrún Björk Jakobsdóttir. Í myndinni fara einnig með hlutverk leikararnir Þorsteinn Bachmann, Kristín Þóra Halldórsdóttir, Lára Jóhanna Jónsdóttir, Haraldur Ari Stefánsson og Halldór Halldórsson.

Myndin verður frumsýnd 7. september.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Vikan á Instagram – „Sögustund síðar, nú njótum við og fögnum“

Vikan á Instagram – „Sögustund síðar, nú njótum við og fögnum“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Peter Andre bregst við „ógeðslegum“ skilaboðum sem 18 ára dóttir hans fær

Peter Andre bregst við „ógeðslegum“ skilaboðum sem 18 ára dóttir hans fær
Fókus
Fyrir 4 dögum

Systir hans hvarf á skemmtiferðaskipi fyrir 27 árum – „Ég tel mig vita hvað kom fyrir hana“

Systir hans hvarf á skemmtiferðaskipi fyrir 27 árum – „Ég tel mig vita hvað kom fyrir hana“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Baka í sólarhring til heiðurs Guðna

Baka í sólarhring til heiðurs Guðna