fbpx
Fimmtudagur 01.maí 2025
Fókus

Sýningum af Kabarett lýkur

Ragna Gestsdóttir
Miðvikudaginn 9. janúar 2019 13:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sýningum Leikfélags Akureyrar á söngleiknum Kabarett lýkur laugardaginn 9. febrúar eftir tæplega 30 sýningar.

Söngleikurinn hefur gengið fyrir fullu húsi síðan hann var frumsýndur í Samkomuhúsinu þann 26. október 2018 og hefur fengið frábærar viðtökur, bæði hjá almenningi og gagnrýnendum. Kabarett er stærsta og flóknasta leiksýning sem Menningarfélag Akureyrar hefur sett upp í áraraðir og sú sýning sem slegið hefur flest aðsóknarmet en hátt í sex þúsund manns munu hafa séð sýninguna þegar yfir lýkur.

Marta Nordal, leikhússtjóri LA, leikstýrir Kabarett en þegar mest lætur eru yfir 20 manns á sviðinu í einu. Ástæðan fyrir því að sýningum lýkur nú er svo uppsetning á nýjum fjölskyldusöngleik, Gallsteinar afa Gissa, fái aukið svigrúm í leikmynda- og tæknivinnu. Söngleikurinn Gallsteinar afa Gissa er eftir Kristínu Helgu Gunnarsdóttur, Þorvald Bjarna Þorvaldsson og Karl Ágúst Úlfsson en sá síðastnefndi leikur einnig titilhlutverkið. Söngleikurinn verður frumsýndur 23. febrúar í Samkomuhúsinu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Birgitta Líf er á Spáni: „Staðan í einu búðinni sem var opin nálægt var eins og fyrir dómsdag“

Birgitta Líf er á Spáni: „Staðan í einu búðinni sem var opin nálægt var eins og fyrir dómsdag“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Hættir ekki að tala um íslenska manninn í appelsínugula jakkanum

Hættir ekki að tala um íslenska manninn í appelsínugula jakkanum
Fókus
Fyrir 4 dögum

Gaman að geta haldið uppi stuðinu með gítarleik

Gaman að geta haldið uppi stuðinu með gítarleik
Fókus
Fyrir 4 dögum

Karla Sofía Gascón: „Trans fólk mun aldrei hverfa, sama hversu mikið einhver reynir“

Karla Sofía Gascón: „Trans fólk mun aldrei hverfa, sama hversu mikið einhver reynir“