fbpx
Miðvikudagur 05.nóvember 2025
Fókus

Efnt til smásagnasamkeppni um mannréttindi

Bjartmar Oddur Þeyr Alexandersson
Miðvikudaginn 5. september 2018 13:35

Landscape

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í ár, þann 10. desember, verða liðin 70 ár síðan Mannréttindayfirlýsing Sameinuðu þjóðanna var samþykkt af 48 aðildarríkjum Sameinuðu þjóðanna, þar á meðal Íslandi. Til að fagna þessum tímamótum hafa sendinefnd Evrópusambandsins á Íslandi, upplýsingaskrifstofa Sameinuðu þjóðanna, Rithöfundasamband Íslands, og Hugvísindastofnun Háskóla Íslands ákveðið að efna til smásagnasamkeppni.

Samkeppnin er opin öllum. Engar sérstakar kröfur eru gerðar um efni sagnanna, einungis að þær fjalli á einn eða annan hátt um mannréttindi eða skort á þeim og allt þar á milli. Þriggja manna dómnefnd mun taka við innsendum verkum og verður farið í einu og öllu eftir reglum Rithöfundasambands Íslands um slík verk.

Skilafrestur á smásögum er 10 Október. Dómnefnd skipa þau Ástráður Eysteinsson prófessor, Gauti Kristmannsson prófessor og Halldóra K. Thoroddsen rithöfundur. Nánari upplýsingar um smásagnarkeppnina má finna hér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Allir eru að bíða eftir að Hafdís kynni til leiks nýjan kærasta – Gerði þetta í staðinn

Allir eru að bíða eftir að Hafdís kynni til leiks nýjan kærasta – Gerði þetta í staðinn
Fókus
Fyrir 2 dögum

Patrekur sá „hrikalegar“ myndir af sér og lét minnka varirnar: „Ég er ekki lengur eins og klámstjarna“

Patrekur sá „hrikalegar“ myndir af sér og lét minnka varirnar: „Ég er ekki lengur eins og klámstjarna“