fbpx
Föstudagur 22.ágúst 2025
Fókus

Skessur sem éta karla – Veggspjaldasýning um mannát í íslenskum þjóðsögum

Ragna Gestsdóttir
Mánudaginn 10. september 2018 14:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í dag opnar sýningin Skessur sem éta karla: Veggspjaldasýning um mannát í íslenskum þjóðsögum kl. 17 í Menningarhúsinu Spönginni.

Dagrún Ósk Jónsdóttir þjóðfræðingur hefur rannsakað mannát í íslenskum þjóðsögum. Það birtist í nokkrum tröllasögum, yfirleitt eru það tröllskessur sem éta karla, sem vitnar um átök kynjanna í þessum sögnum. Þjóðsögunum var flestum safnað, þær skrifaðar og sagðar af körlum. Hvað segir það okkur um samfélagið sem sögurnar spretta úr?

Í rannsóknum sínum fléttar Dagrún Ósk saman þjóðsögunum og nýrri hugmyndum um femínisma, niðurstöður sínar setur hún fram á veggspjöldum, í samstarfi við teiknarann Sunnevu Guðrúnu Þórðardóttur, sem teiknaði meðfylgjandi mynd.

Í tengslum við sýninguna heldur Dagrún Ósk fyrirlestur undir yfirskriftinni Fáir hafa notið bónda síns betur en ég, mánudaginn 24. september kl. 17.15.

Hér má hlýða á viðtal sem tekið var við Dagrúnu Ósk í þættinum Sumarmálum á Rás 1, 18. ágúst.

Viðburður á Facebook.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Filippus prins lét þessi beittu orð falla eftir brúðkaup Harry og Meghan

Filippus prins lét þessi beittu orð falla eftir brúðkaup Harry og Meghan
Fókus
Í gær

Mögnuð breyting: Hefur misst um 230 kíló og lét laga tennurnar

Mögnuð breyting: Hefur misst um 230 kíló og lét laga tennurnar
Fókus
Fyrir 2 dögum

Segir að svona sé hægt að borða og drekka á Íslandi án þess að fara á hausinn

Segir að svona sé hægt að borða og drekka á Íslandi án þess að fara á hausinn
Fókus
Fyrir 2 dögum

Sigurður Árni: „Þögn kom yfir salinn og einn af þeim sem ég hafði litið upp til sagði: „Haltu kjafti, auminginn þinn““

Sigurður Árni: „Þögn kom yfir salinn og einn af þeim sem ég hafði litið upp til sagði: „Haltu kjafti, auminginn þinn““