fbpx
Miðvikudagur 07.maí 2025
Fókus

Í bíó er þetta helst

Ragna Gestsdóttir
Föstudaginn 29. júní 2018 18:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á tjaldinu – Í bíó er þetta helst

Á meðan beðið er eftir sól, sem virðist ætla að verða löng bið, er ekki úr vegi að skella sér í bíó. Narta í popp og kók í góðum félagsskap, enda nóg af gæðamyndum í boði allt árið um kring.

Tag er ótrúlegt en satt byggð á sönnum atburðum og fjallar um vinahóp sem á hverju ári tekur sér frí saman. Tilefnið er flókinn „klukk“-leikur sem krefst þess að vinirnir ferðist um landið þvert og endilangt, þar sem aðeins einn getur staðið uppi sem sigurvegari.

Ocean´s Eight, kvenútgáfa af hinum vinsælu Oceans-myndum. Flottari, fallegri, klókari, skemmtilegri en hinar fyrri. Cate Blanchett ber af í hópi margra af þekktustu leikkonum Hollywood. Ekki missa af þessari í bíó!

Book Club, fjórar vinkonur komnar á efri ár hafa haldið vinskap í 40 ár og hittast einu sinni í  mánuði í bókaklúbbi. Þegar ein þeirra kemur með þríleikinn um Christian Grey (Fifty Shades of Grey) til lestrar átta konurnar sig á að ástin er frumkraftur, sem er ekki bara fyrir þá ungu. Allir eiga skilið að finna ástina, líka ellismellir. Hlátur, bækur og nóg af hvítvíni keyra fjörið áfram í þessari skemmtilegu „konu“mynd með fjórum af dívum Hollywood, með Diane Keaton og Jane Fonda fremstar í flokki.

Love, Simon fjallar um menntaskólanemann Nick, sem heldur samkynhneigð sinni leyndri. Fyrir tilstilli samfélagsmiðla kemst hann að því að það er annar samkynhneigður í skólanum. Þeir byrja að spjalla saman og deila leyndarmálum og Simon verður ástfanginn af hinum nafnlausa og andlitslausa skólabróður sínum. Skemmtileg og falleg saga, sem fjallar um fyrstu ástina með hinum upprennandi Nick Robinson í aðalhlutverki.

Nóg er af góðum íslenskum myndum í boði:

Svanurinn í leikstjórn Ásu Hjörleifsdóttur sem einnig skrifar handrit. Sól, níu ára, er send í sveit eftir búðarhnupl. Þar sættist hún smám saman við  fólkið og náttúruna og dregst inn í óvænta atburðarás.

Andið eðlilega í leikstjórn Ísoldar Uggadóttur, sem einnig skrifar handrit. Tvær konur, einstæð móðir sem vinnur við vegabréfaeftirlit í flugstöð Leifs Eiríkssonar kynnist annarri konu, hælisleitanda frá Gíneu-Bissá á leið til Kanada. Örlög kvennanna tvinnast saman og smám saman kemur í ljós að aðstæður þeirra eru ekki ósvipaðar.

Vargur í leikstjórn Barkar Sigþórssonar, sem einnig skrifar handrit. Bræðurnir Erik og Atli eiga við fjárhagsvanda að stríða og grípa til þess ráðs að smygla dópi til Íslands. Gísli Örn Garðarsson og Baltasar Breki Samper leika bræðurna, sem hafa hlotið misskipt hlutskipti í lífinu, en reynast ekki svo ólíkir.


Kona fer í stríð fjallar um kórstjórann og náttúruunnandann Höllu, sem er ein í stríði við stóriðju landsins og einbeitt í að bjarga heiminum. En kannski felst betri heimur bara í að bjarga einu barni og sjálfri sér um leið?

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Smáatriði í mynd af Justin Bieber á Íslandi veldur fjaðrafoki

Smáatriði í mynd af Justin Bieber á Íslandi veldur fjaðrafoki
Fókus
Fyrir 2 dögum

Vikan á Instagram – „Vinn í sálinni, huganum og rassinum“

Vikan á Instagram – „Vinn í sálinni, huganum og rassinum“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Þetta er lúxusvillan sem Justin Bieber gistir í á Íslandi – Nóttin kostar allt að 12 milljónir krónur

Þetta er lúxusvillan sem Justin Bieber gistir í á Íslandi – Nóttin kostar allt að 12 milljónir krónur
Fókus
Fyrir 4 dögum

Justin Bieber virðist reykja kannabis á Íslandi – Sjáðu myndirnar

Justin Bieber virðist reykja kannabis á Íslandi – Sjáðu myndirnar
Fókus
Fyrir 5 dögum

102 ára prófessor í næringarfræði segir að þessi sjö atriði séu lykillinn þegar kemur að langlífi

102 ára prófessor í næringarfræði segir að þessi sjö atriði séu lykillinn þegar kemur að langlífi
Fókus
Fyrir 5 dögum

Fylgdarkona varar við hættulegu kynlífstrendi meðal para – „Þetta er ógnvekjandi“

Fylgdarkona varar við hættulegu kynlífstrendi meðal para – „Þetta er ógnvekjandi“